Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 20
20 Nautakjöt eins og það gerist best Matreiðslumeistari og bóndi bera saman bækur sínar Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu, leggur metnað sinn í að velja úrvalshráefni í hvert sinn sem hann eldar fyrir gesti sína. Hann segir mikilvægt að matreiðslumenn og bændur tali meira saman og deili hugmyndum og fróðleik sína á milli. Þeir geti lært margt hver af öðrum. Á dögunum fór Sigurður í sveitaferð í Hvalfjörðinn og hitti Þórarin Jónsson nautabónda á Hálsi í Kjós og ræddi við hann um nautakjötsframleiðsluna. Kvikmyndatökumaður var með í för og stiklu úr ferðinni má nálgast á Facebooksíðu Grillsins. Eldið - aðferðir: Þórarinn: „Kjötinu af grasfóðruðum nautum má líkja við það að borða villtan lax!“ Sigurður: „Þessi framleiðsluaðferð gerir náttúrlega heilmikið fyrir bragðið.“ Þórarinn: „Já“. Sigurður: „Hvað ertu með margar skepnur?“ Þórarinn: „Ég er með eitthvað rúmlega 80 kýr og næstum því tvo árganga af kálfum. Ætli við séum ekki með 65-70 kálfa á ári. Við slátrum einu sinni í viku og allt upp í þrjú dýr á viku yfir besta sölutímann. Í janúar og febrúar er lítið slátrað. Þegar sól hækkar á lofti verður allt brjálað! Sigurður: „Hvernig er meðhöndlunin á kjötinu ykkar eftir slátrun?“ Þórarinn: „Kjötið verður að fá að hanga vel til þess að menn fái það góða bragð sem sóst er eftir í góðri nautasteik. Í sláturhúsinu er skrokkurinn látinn hanga en eftir um tvær vikur er kjötinu pakkað í neytendaumbúðir. Þrjár vikur er meðaltíminn þegar kjötið er selt en sumir vilja láta kjötið hanga í fjórar vikur. Annars fer þetta svolítið eftir bitum og því nauti sem um er að ræða í hvert skipti, hvort það sé feitt eða magurt.“ Sigurður: „Það er eitthvað sem gerist í 2.-3. viku í bragði. Kjötið verður mun bragðmeira. Þórarinn: „Samt ekki neitt þurrt. Sigurður: „Nei, alls ekki. Það er náttúrlega fitan sem verður eftir þó að vatnið minnkar hlutfallslega á móti fitunni. Það er svo fitan sem að heldur kjötinu safaríku í elduninni. Sigurður: „Á Grillinu látum við nautakjötið hanga í kæli í langan tíma, allt upp í tvo mánuði, til að ná góðri meyrnun og líka til að þurrka kjötið. Þannig næst kraftmeira bragð þegar kjötið nær að „þroskast“. Lykillinn er að vera með kulda á bilinu 1-2 gráður, loka kjötinu með því að smyrja fitu á bitana og láta lofta vel í kælinum. Svo er mikilvægt að elda kjötið rétt í kjölfarið að sjálfsögðu.“ Eldun: Sigurður: „Hugmyndafræði okkar er íslensk vara, við fókuserum á innlend hráefni og við viljum nota þau á þeirri árstíð sem hráefnið er sem best. Okkar matseðill skapast af því að nota vöruna þegar framboðið er. Þegar komið er að því að elda kjötið þá viljum við fá karamelliseringu og grillun til að ná hinu ríka og mikla nautabragði. Til að tengja bragðtegundirnar gerum við laukgljáa sem rífur upp bragðið í nautinu. Þegar nautasoðið er tilbúið setjum við það yfir laukinn og eldum saman í um 30 klukkustundir! “ Meyrnun er lykilatriði Í kjallaranum á Hótel Sögu er stór kælir þar sem Sigurður yfirkokkur á Grillinu geymir töluverðan lager af nautakjöti og fleira góðgæti. Hann segir að það sé mikilvægt að láta kjöt- ið meyrna vel áður en það er eldað. Kjötið kaupir hann frá Kjarnafæði og þá hefur það hangið í um tvær vikur. Á Grillinu eru lundir látnar hanga í 10 daga til viðbótar en væn hryggjar- stykki fá allt upp í tveggja mánaða moðnunartíma. „Núna er t.d. verið elda kjöt sem kom inn á kælinn á Sögu í lok maí. Til þess að kjötið varðveitist sem best er nautafitu smurt á hryggina sex vikum eftir slátrun. Þá ver fitan kjötið og kemur í veg fyrir að kjötið oxist og gráni,“ segir Sigurður. Ef fitan væri ekki notuð væri eingöngu hægt að geyma hryggina ferska í 4-5 vikur að mati Sigurðar. Kaupið gott kjöt „Við fáum fituna hjá okkar birgjum, bræðum hana eins og hamsatólg og látum hana svo kólna þar til hægt er að smyrja henni á hryggina. Þetta er svolítið verk en borgar sig því kjötið verður betra. Kjötið þarf mikla loftun og rétt hitastig en hjá okkur er það um 2 gráður. Ég ráðlegg fólki nú ekki að standa í þessu heima hjá sér. Það ætti að kaupa kjöt af kjötmeisturum sem það treystir og fullvisa sig um að kjötið hafi hangið í nægilega langan tíma. Það er í góðu lagi að geyma kjöt í ísskáp í viku til tíu daga án þess að vera með neinar æfingar. Þá er ráðlegt að hafa kjötið á grind og láta lofta vel um það. Miklu máli skiptir að stykkið hafi ekki verið fryst því þá gilda önnur lögmál.“ Þórarinn Jónsson bóndi segir mikilvægt að bændur þekki vöru sína og geti rætt við kaupendur um það sem máli skiptir. Lisa Boije Af Gennäs og Þórarinn Jónsson í sveitaversluninni Matarbúrinu á Hálsi í Kjós ásamt Sigurði matreiðslumeistara á Grillinu. Lisa og Þórarinn selja vörur sínar beint frá býli. Myndir/ TB Þórarinn og Sigurður skiptust á skoðunum í nautafjósinu á Hálsi í Kjós.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.