Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 30
30 Kristinn Guðnason á Þverlæk rak félagsbú með foreldrum sínum frá 1983. Kona hans, Elín Guðjónsdóttir, kemur svo inn í búskapinn 1985 en árið 2001 keyptu þau búið af foreldrum Kristins og hafa rekið það síðan. Kristinn er fjórði ættliður sem rekur búið frá aldmótum 1900. Mjólkursala hófst 1944 og hefur vaxið síðan með hverri kynslóð. Á árunum 1998-2010 breyttu þau hlöðu í mjaltabás með 12 tækjum, byggðu við kúafjósið og breyttu eldri fjósum í lausagöngufjós með legubásum. Býli? Þverlækur. Staðsett í sveit? Í Holtum í Rangárþingi ytra. Ábúendur? Elín Guðjónsdóttir og Kristinn Guðnason. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum tvö uppkomin börn, Berglindi sem býr á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og Hafstein sem vinnur heima á búinu. Fyrri kynslóð, foreldrar Kristins, þau Margrét Þórðardóttir og Guðni Guðmundson, búa líka á bænum, stunda skógrækt og hjálpa enn til við bústörfin. Stærð jarðar? 317 ha. Gerð bús? Kúabú með bæði mjólkur- og nautakjötsfram- leiðslu. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 60 kýr, aðrir nautgripir um 160, nokkrar pútur, tveir fjósakettir og fáein hross upp á punt. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það eru engir tveir dagur eins en fastir liðir eru auðvitað mjaltir kvölds og morgna og unnið þar til dag þrýtur. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að slá upp á heiðum í norðanþurrki og virða fyrir sér allt Suðurlandsundirlendið og fjallahringinn í hverjum hring. Leiðinlegastar eru bilaðar búvélar á annatíma. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mjög svipaðan en betri kýr, stærri tún og meira nautakjöt. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þetta er vanda- samt en vanþakklátt starf. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Hann seiglast vonandi vel áfram en það fer eftir veðri og pólitískum vindum. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Í skyri, lamba- og hrossakjöti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Íslenskt megrunarfæði: smjör, mikill rjómi, KEA skyr, ostar og íslenskt grænmeti. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Húsbóndinn vill mauksoðnar karftöflur, lítið eldað nautakjöt og súrt skyr en frúin hægeldað lambæri með smjörsteiktu grænmeti og rjómasveppasósu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru mörg en til að nefna tvö var það eftirminnilegt þegar fyrsta kýrin lagðist í mjúkan legubásinn og lygndi aftur augunum, einnig þegar kviknaði í einum traktornum og hann keyrði mannlaus sjö hringi logandi um túnið þar til eldurinn sprengdi annað dekkið, þá hjakkaði hann þar á felgunni þar til slökkviliðið kom. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nú er stærsta ferðahelgi ársins fram undan. Þá er upplagt að undirbúa ferðalagið heima í eldhúsi og elda tandoori-kjúklingabringur. Þeir sem vilja ekki sjá annað en íslenska lambakjötið kaupa að sjálfsögðu hryggvöðva og krydda hann með blóðbergi beint úr náttúrunni. Með báðum réttum er upplagt að bera fram ferskt grænmeti, villta sveppi og sprúðlandi nýjar kartöflur. Síðan fylgir ljúffengur bláberjaeftirréttur en berjavertíðin nálgast óðfluga. L a m b a h r yg g vö ð v i m e ð blóðbergi 4 stk. lambahryggvöðvar Kryddlögur › 1 stk. hvítlauksgeiri › 20 ml sojasósa › 20 ml sítrónusafi og börkur › 3 msk. Dijon-sinnep › 2 msk. hunang › 2 greinar blóðberg › salt og pipar Aðferð: Afhýðið hvítlauk og pressið. Blandið sojasósu, hvítlauk, sítrónusafa og berki (notið rasp til að raspa niður ysta lagið af sítrónunni), dijon sinnepi, hunangi og blóðbergi saman í skál. Kryddlöginn má geyma í ísskáp í 1-2 daga fyrir notkun. Grillið eða steikið hryggvöðvana í um 2 mín. á hvorri hlið og penslið með kryddleginum jafn óðum, kryddið með salti og pipar og berið fram með villisveppum og fersku salati. Tandoori-kryddaðar kjúklingabringur › 4 stk. kjúklingabringur, skinnlausar › 2 msk. Tandoori-kryddblanda, sjá uppskrift hér á eftir › 2 msk. smjör eða ólífuolía Aðferð: Steikið kjúklingabringurnar stökkar á pönnu og eldið síðan í ofni við gegnumsteiktar. Svo er líka gott að setja þær á kolagrill til að fá ekta reykbragð og er það svipað og Tandoori-ofnarnir sem elda á mjög miklum hita. Tandoori kryddblanda › 1 tsk. karrý › 2 tsk. paprikuduft › 1 tsk. túrmerik › 1 tsk. chili-duft › ½ tsk. kumminduft › ½ tsk. kóríanderduft › ¼ tsk. hvítur pipar › ¼ tsk. Cayenne-pipar Aðferð: Blandið öllum kryddtegundunum saman ásamt örlitlu salti. Gott er að rista kryddið á pönnu til að ná fram meira bragði, en það er ekki nauðsynlegt. Í staðinn fyrir kryddblönduna má líka nota tilbúna kryddblöndu. Lagskiptur bláberjaeftirréttur › 200 g bláber (sítrónusafi m. hrásykur) › 1 dallur marscapone-ostur › 1 peli þeyttur rjómi (eða þeytirjómi) › Nokkrar súkkulaðikexkökur › 1 stk. sítróna, safi og börkur (rifinn með rifjárni utan af sítrónunni) Aðferð: Takið 4-6 glös eða sultukrukkur og setjið 3 tsk. af bláberjamauki á botninn á hverju glasi; notið teskeið með löngu skafti. (Bláberjamauk er hægt að gera með ögn af sítrónusafa, bláberjum og smá hrásykri ef berin eru súr). Setjið marscapone-ostinn í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu af kreminu í hvert glas. Setjið 3 tsk. af nammikurli eða súkkulaðikúlum ofan á marscapone- ostinn og sprautið síðan öðru lagi af þeyttum rjóma ofan á. Skreytið glösin með muldu kexi, sítrónuberki og berjum. Raðið glösunum á bakka og kælið þar til á að borða réttinn. MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Þverlækur Þverlækur árið 1934. Þverlækur árið 1980. Hentugur matur í ferðalagið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.