Bændablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 12

Bændablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 12
12 Fréttir Undirbúningur fyrir Handverks- hátíð sem haldin verður á Hrafna- gili í 21. sinn dagana 9.-12. ágúst stendur nú sem hæst. Um 350 manns, félagar í sjö félaga- samtökum í Eyjafjarðar sveit, taka þátt í uppsetningu sýningunnar. Ester Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Handverkshátíðar, segir að alls verði 90 sölubásar á svæðinu og sýnendur séu frá öllu landinu. Þátttakendur frá Vestmannaeyjum verði nú með í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar. „Það er fjöldi nýrra sýnenda í ár líkt og verið hefur undanfarin ár og fjölbreytnin er mikil,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á komandi sýningu verði íslenskur hönnuður með skó unna úr íslensku hráefni, munir unnir úr búrhvalstönnum og hreindýrshornum verði til sýnis og sölu, „og svo er nú fjöldi nýrra þátttakenda sem vinnameð fallega textílvöru og þá má að sjálfsögðu ekki gleyma fatnaði, skarti, gleri og leir sem og vönduðum vörum unnum úr tré,“ segir Ester. Heimilisiðnaðarfélagið 100 ára Heimilisiðnaðarfélagið, sem er 100 ára í ár, tekur þátt og setur upp glæsilega sýningu. Á útisvæði verða m.a. sölutjöld frá Beint frá býli og VB landbúnaður sýnir og kynnir vélar til heimavinnslu. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa verður á útisvæðinu en nefna má að Félag ungra bænda býður upp á húsdýrasýningu, Búsaga verður með sýningu á gömlum vélum og Bílaklúbbur Akureyrar verður með bíla af öllum stærðum og gerðum á svæðinu. Þá setur Þjóðháttafélagið Handraðinn upp miðaldabúðir. Gestir geta að auki fylgst með rúningi og eldsmíði eða farið í þrautabraut og líkt og undanfarin ár koma börnin úr sveitinni með kálfana sína og keppast um hvert þeirra eigi fallegasta og best tamda kálfinn. Vegleg grillveisla og skemmtidagskrá Hefð er fyrir veglegri grillveislu á laugardagskvöldi og verður engin undan tekning á því í ár. Veislan fer fram í stóru veislutjaldi á svæðinu og þar fer einnig fram skemmtidagskrá sem opin er öllum. Lára Sóley og Hjalti Jónsson sjá um veislustjórn, en meðal þeirra sem koma fram eru Óskar Pétursson, Karlakór Eyjafjarðar og Sister Sister, sem eru nýjar stjörnur í tónlistarheiminum. „Við bjóðum upp á grín og glens fyrir alla fjölskylduna og hvetjum sem flesta til að eiga góða stund í góðum félagsskap,“ segir Ester. „Við eigum von á fjölda gesta í ár líkt og undanfarin ár, ætli megi ekki búast við um 15 til 20 þúsund gestum,“ segir hún. Sýning verður opin frá föstudegi til sunnudags frá kl. 12 til 19 og á mánudag, 12. ágúst frá kl. 12 til 17. Mikið var um dýrðir í fyrra þegar Handverkshátíðin var haldin í tuttugasta sinn og af því tilefni var gerður þáttur um hátíðina og veglega landbúnaðarsýningu sem fram fór í tengslum við hana og 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Þátturinn var sýndur hjá Ríkissjónvarpinu síðastliðinn þriðjudag og verður svo sýndur nokkrum sinnum á sjónvarpsstöðinni N4 yfir Handverkshátíðarhelgina. Birkir Friðbertsson, bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði, er mikill áhugamaður um raforku- framleiðslu í sveitum. Fyrir nokkrum árum byggði hann ásamt fjölskyldu sinni heljarmikla rafstöð í Botni í Súgandafirði. Hún er upp á 550 kílówött og malar nú makindalega og framleiðir rafmagn inn á dreifikerfi Orkubús Vestfjarða. Birkir segir að rafstöðin hafi kostað um 50 milljónir króna með vöxtum á byggingartíma, sem var reyndar ekki nema um 8 til 9 mánuðir. Lokið var við að setja niður vélar í janúar 2002. „Þetta hefur gengið glimrandi vel. Við verðum lausir úr skuldum vegna þessa eftir um þrjú ár eða svo. Við seljum inn á raforkukerfið frá þessari stöð en svo erum við með aðra stöð í bæjarlæknum sem framleiðir fyrir heimilið. Veturinn var þó lélegur fyrir orkubúskap vegna þurrkanna í fyrrasumar. Maður sá strax hvert stefndi í nóvember. Það gaf um 25% minna afl en í meðaltali, alveg til vors. Nú er stöðin samt farin að vinna á fullu.“ Birkir segir að Orkubúið greiði að grunni til þrenns konar verð fyrir rafmagnið. Þar sé um að ræða vetrarverð sem gildi í sjö mánuði og síðan haust- og vorverð og sumarverð. Yfir sumarið fáist reyndar mjög lítið fyrir þá orku sem er umfram það sem bændur treysti sér til að lofa. „Ég tel að það ættu miklu fleiri að fara út í raforkuframleiðslu. Aðstæður eru víða mun betri en hjá okkur. Hér þurftum við að leggja tveggja kílómetra leiðslu í gegnum öll túnin. Þetta er bara rennslisvirkjun eins og yfirleitt í svona dæmum, en þær eru líka umhverfisvænni og ekki með nein uppistöðulón.“ Birkir segir að með slíkum rennslisvirkjunum verði menn þó alltaf að búa við ótryggt afhendingar- öryggi vegna mikilla sveiflna á vatnsmagni. Það sé þó mjög breytilegt eftir aðstæðum og stundum meira en nóg. Fleiri hafa fetað í fótspor Birkis og sem dæmi reisti Aðalsteinn Bjarnason frá Ytri-Veðrará í Önundarfirði virkjun í Breiðadal í fyrra. Hann mun nú íhuga frekari virkjun á þeim slóðum. Þá mun Ásgeir Mikaelsson hafa hugmyndir um að virkja Kaldána sem er á ströndinni út að Flateyri og einnig Þverá, sem er lítil á sem rennur á milli Fremri- og Neðri-Breiðadals. Bændur í Botni í Súgandafirði eiga hlutdeild í þessum ám. /HKr. Góð reynsla af vatnsaflsvirkjun bænda í Súgandafirði Það ættu miklu fleiri að fara út í raforkuframleiðslu – segir Birkir Friðbertsson bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði sem stóð fyrir virkjun Botnsár fyrir rúmum áratug Birkir Friðbertsson Mynd / HKr. Handverkshátíð haldin að Hrafnagili um aðra helgi Búist við allt að 20 þúsund gestum Sveitasæla 2013, landbúnaðar- sýning og bændahátíð, verður haldin laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Sýningin verður með hefðbundnu sniði, þar koma saman bændur og búalið, ásamt vinnuvélasýnendum og handverksfólki, sýna sig og sjá aðra og skemmta sér saman. Við opnun sýningarinnar munu Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra flytja ávörp. Margvísleg skemmtiatriði Þegar dagskrá lýkur um kvöldið verður blásið til kvöldvöku þar sem margt verður til skemmtunar, en venju samkvæmt er það Bænda- fitnessið sem mun væntanlega vekja mesta lukku, en þar reyna sprækir bændur með sér í þrautabraut á tíma. Stjórnandi Bændafitnessins að þessu sinni verður hinn landskunni landbúnaðarframámaður Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri. Nánari upplýsingar um hátíðina gefa Guðný (898 2597) og Kalli (691 6633) í Markvert ehf, en netfang SveitaSælunnar er sveitasaela@ markvert.is. Þeir sem vilja panta borð á handverksmarkaðnum eða bás geta gert það með því að senda tölvupóst. Sveitasæla í ágúst – landbúnaðarsýning og bændahátíð Kátt í Kjósinni sló fyrri met Sveitahátíðin Kátt í Kjós var haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí síðastliðinn. Mikill fjöldi sótti Kjósina heim og hefur aðsókn að hátíðinni aldrei verið meiri. Hátíðin hófst með því að þríþrautar kappar stungu sér til sunds í Meðalfellsvatni og hófu þar með þríþrautarkeppnina Kjósarsprettinn 2013. Heimsmeistarakeppni í heyrúllu skreytingum fór fram og var aðsókn í keppnina svo mikil að rúllurnar sem ætlaðar voru til skreytinganna kláruðust. Settur var upp sveitamarkaður þar sem margt var á boðstólum og m.a. seldust upp bæði aðalbláberjasultur og fjallagrös sem þar voru í boði. Í gömlu Kjósarréttinni var opnaður dýragarður sem vakti mikla lukku yngstu kynslóðarinnar, og reyndar eldri kynslóða einnig. Þá var hlöðunni á Hjalla breytt í ullarsetur þar sem gestir hátíðarinnar gæddu sér á nýbökuðum lummum og skoðuðu vörur frá Ístex. Keppt var í heyrúlluskreytingum eins og fyrri ár í Kjósinni. Hér eru þær sem komust á verðlaunapall Lína og Isabel Karin. - - sælunni í ár. Hér sýnir hann rúning - asta ári. Eldvarnir í sumarhúsum víða í ólagi Flest íslensk sumarhús eru úr timbri og eldsmatur þar nægur. Þá er gróður gjarnan töluverður í kring og töluverð hætta getur verið á sinubruna þegar þannig árar. Í sumarhúsum er mikilvægt að huga að eldhættu, ekki hvað síst á svæðum þar sem þau eru flest. Á Suðurlandi eru skráð fleiri en 6.000 sumarhús og yfir 2.500 á Vesturlandi. Íbúum þessara svæða fjölgar því um nokkur þúsund á sumrin. 3 af 25 sumarhúsaeigendum áttu slökkvitæki – aðeins eitt virkaði! Við sinubruna í Skorradal fyrr á árinu voru íbúar og gestir í um 25 sumarhúsum beðnir um að sækja slökkvitæki sín til að nota við slökkvistarfið. Aðeins þrír áttu slík tæki og einungis eitt þeirra virkaði. Vonandi gefur þetta ekki til kynna hvernig brunavörnum er almennt háttað í sumarhúsum. Þetta er a.m.k. mun verra en á heimilunum því á tveimur af hverjum þremur þeirra er slökkvitæki, samkvæmt könnun sem gerð var árið 2012. Sýnum árvekni og fyrirhyggju Reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarteppi þurfa að vera vel aðgengileg í öllum sumarhúsum og kunnátta til að nota búnaðinn. Jafnframt ætti að vera vatnsslanga sem nær hringinn í kringum húsið og sinuklöppur til að geta brugðist við sinueldi. Brýnt er að sýna árvekni við meðhöndlun elds. Gæta þarf vel að einnota grillum, notkun eldavélar, varðeldi, logandi sígarettum, kertum, gasgrilli og útiarni og tryggja að börn fikti hvorki með eld né eldfæri. Mynd / VÍS

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.