Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 24
24 Utan úr heimi Það á að leita til annarra rafvirkja um eftirlit með raflögnum í útihúsum en þeirra sem upphaflega settu kerfið upp. Það sagði Tor Henrik Jule, formaður Norsvin, félags svínabænda í Þrændalögum í Noregi, á fundi um öryggi rafkerfa í peningshúsum. Tor lét yfirfara rafkerfið í svínahúsi sínu í október síðastliðnum og taldi það vera í góðu lagi á eftir. Hann varð því undrandi þegar opinberir eftirlitsmenn gerðu 40 athugasemdir við kerfið í desember síðastliðnum, þar á meðal á hitaleiðslu sem laga þurfti í skyndingu. Aðrir bændur í nágrenninu sem tóku þátt í verkefninu, höfðu sömu sögu að segja. Sé á annað borð lagt út í verkefni sem þetta er sjálfsagt að komast til botns í því og spara þar hvorki tíma né fyrirhöfn. Opinberir rafmagnseftirlitsmenn sem unnu verkið í desember voru sérhæfðir í starfi sem þessu. Þá var könnuð hitamyndun í kerfinu með myndavél sem tók innrauðar myndir. Bændum í Noregi sem stunda búfjárrækt hefur verið uppálagt að láta yfirfara rafkerfi í útihúsum sínum á þriggja ára fresti. Áratugur er síðan gefin voru út opinber fyrirmæli um það. Brunar á útihúsum eru sem fyrr algengir í Noregi og mun tíðari en í nágrannalöndunum. Kröfur um hæfni rafmagnseftirlitsmanna hafa hins vegar verið óljósar. Tor Henrik Jule rekur svínabú með yfir 100 gyltum. Hann elur grísina upp í sláturstærð og ræktar korn til svínafóðurs. Hann lætur yfirfara rafkerfið í svínahúsinu þriðja hvert ár. Síðast gerðist það í nóvember síðastliðnum og um eftirlitið sá fyrirtækið sem hafði sett upp kerfið. „Mikilvægt er að skýrslan sem verktakinn gerir um verkið sé svo glögg að hún komi að notum við eftirlitið. Hjá mér nýttist mér ekki skýrslan frá verktakanum,“ sagði Tor Henrik. /Þýtt úr Bondebladet, ME Fylgjast þarf vel með raflögnum í útihúsum Norræna ráðherranefndin vill tryggja landbúnað til framtíðar Norrænu matvælaráðherrarnir hafa gert samning um opinbert hlutafélag sem er ætlað að tryggja aðlögun norrænna plöntutegunda að nýju loftslagi. Að mati þeirra eiga Norðurlandaríki á hættu að láta í minni pokann í hnattrænu kapphlaupi um þróun nýrra matvæla. Þess vegna hleypa ráðherrarnir af stokkunum sameiginlegu átaki. Þeir vilja nú efla samstarfið um þróun plantna á Norðurlöndum með opinberu hlutfélagi um þróun plantna. Norrænu ráðherrarnir sem fara fyrir fiskveiðum, landbúnaði, matvælum og skógrækt hittust á árlegum sumarfundi dagana 27.- 28. júní í Svíþjóð. Forsendur og áherslur norrænu ríkjanna fimm eru afar mismunandi hvað varðar landbúnað og matvælaframleiðslu. Norrænu ríkin standa öll andspænis sömu loftslagsbreytingum og á flestum sviðum eru þau litlir aðilar á alþjóðamarkaði. Til þess að tryggja þróun á uppskeru á Norðurlöndum er hlutafélagið stofnað en það mun m.a. stuðla að rannsóknum og þróun fjölda plöntutegunda. „Í hnattvæddum heimi með breytilegu loftslagi er afar mikilvægt að við tryggjum matvælaframleiðslu, staðbundið og svæðisbundið,“ sagði Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, í framhaldi af fundinum. „Við getum ekki látið viðskiptaöflum alveg eftir þróun plöntutegunda, en hið opinbera getur heldur ekki unnið verkefnið eitt. Þess vegna er opinbert hlutafélag leiðin til að efla rannsóknir og þróun þeirra plöntutegunda sem eru sérlega mikilvægar fyrir Norðurlönd,“ sagði hann enn fremur. Staðbundin þróun í brennidepli Verkefnið á að standa yfir tímabilið 2014-2017, með möguleika á framlengingu til 2020. Tilraunaverkefni með áherslu á m.a. bygg og epli er nýlokið eftir þriggja ára tilraunastarf. Það á að mynda grundvöll fyrir áframhaldandi vinnu sem stjórnað verður af stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika, norræna genabankanum Nordgen. Samhliða því að menn vilja tryggja það að þróun plantna aðlagist að norrænu veðurfari, hafa ráðherrarnir einnig sett félagslega- og hagræna þróun í dreifbýli í brennidepil. „Í nútíma bæ á landsbyggðinni er möguleiki á nýjum aðgerðum og nýsköpun á fjölda sviða,“ að mati Eskil Erlandsson matvælaráðherra Svíþjóðar, sem hefur ýtt úr vör verkefninu „Den moderna landsbygden“ í Svíþjóð. „Hið nýja lífhagkerfi á mikla möguleika á að tryggja störf og framleiðslu á landsbyggðinni og við þurfum að vinna saman til að þróa þessa möguleika. Norræna verkefnið um plöntuþróun er gott dæmi um nýja hugsun sem byggir á okkar gömlu landbúnaðarhefð,“ sagði hann enn fremur. Kröfur um aðlögun eru ekki samningaviðræður ESB-málin Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Norðurlöndin eiga á hættu að láta í minni pokann í hnattrænu kapphlaupi um þróun nýrra matvæla. Þann 17. júlí 2013 voru liðin 4 ár síðan sendiherra Íslands í Stokkhólmi, Guðmundur Árni Stefánsson, afhenti umsókn Íslands um aðild að ESB en Svíar fóru þá með formennsku innan ESB. Umsóknin var afhent á grundvelli þingsályktunartillögu Alþingis sem hljóðaði á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.“ Á þessum 48 mánuðum hefur mikið vatn runnið til sjávar og síðustu vikur úr himninum líka. Samningaviðræður hófust síðan formlega í júní 2010 eða fyrir 37 mánuðum. Eins og sjá má af meðfylgjandi töflu tóku viðræður við Möltu, Lettland, Litháen og Slóvakíu styttri tíma og stóðu þó öll þessi lönd utan EES þegar viðræður um aðild hófust. En hvað veldur því að þetta mál hefur þróast með þeim hætti sem hér er lýst og í allt öðrum takti en t.d. þegar önnur Norðurlönd sömdu um aðild á árunum 1992 til 1993 þar sem viðræður tóku rösklega eitt ár. Ekkert mark tekið á skilyrðum þingsályktunar Líklega vegur þyngst að umsóknin var í skilningi margra þingmanna og eflaust langt út fyrir raðir þingsins, afhent með skilyrðum sem útlistuð eru í greinargerð með fyrrnefndri þingsályktun. ESB tekur hins vegar ekki við umsóknum um aðild sem settar eru fram með skilyrðum og bréfið sem var afhent Fredrik Reinfeldt og Carl Bildt þann 17. júlí 2009 innihélt enga tilvísun í greinargerðina við fyrrnefnda þingsályktun alþingis. Inn í þennan lygavef hefur því síðan verið fléttað að hægt sé að semja sig frá regluverki ESB. Til dæmis er sett fram í samningsafstöðu Íslands í kafla um utanríkistengsl krafa Íslands um að felldir verði niður tollar til ESB af hráefnum til áliðnaðar. Þar eru u.þ.b. 3 milljarðar í húfi fyrir þessa atvinnugrein og þar með þjóðarbúið, þ.e. verði af aðild Íslands að ESB. Hefur einhver sýnt fram á í fyrsta lagi dæmi um að umsóknarland hafi farið fram með viðlíka samningsafstöðu varðandi ytri tolla ESB? Eru einhver dæmi þess að ESB hafi breytt sameiginlegum tollum bandalagsins vegna viðlíka kröfu frá umsóknarlandi? Svör óskast en um þetta hefur lítil umræða verið. Það vill heldur enginn ræða um að aðildarsamningur Svía felur í sér skuldibindingu um að taka upp Evru og Evrópudómstóllinn getur neytt Svíþjóð til þess hvenær sem er. Heppilegra þykir hins vegar að beina kastljósinu að einhverju sem hægt er að skeyta orðinu sérhagsmunum við eins og landbúnaði og sjávarútvegi. Hagsmunir þessara atvinnugreina, rétt eins og áliðnar eru þó auðvitað hluti af þjóðarhagsmunum. Á þessum grunni byggir hópur fólks samt kröfu sína um að fá samning á borðið, samning sem leiðir í ljós hvort ESB fallist á kröfur um undanþágur Íslands frá regluverki ESB í liðum x, y og z. Samningur getur þó ekki klárast nema báðir aðilar samþykki endanlegan samningstexta. „Spægipylsuaðferðin“ Til þess að svo geti orðið verður að beita hinni víðfrægu „spægipylsuaðferð“. Hún felst í að sneiða viðræðuferlið niður í örþunnar sneiðar sem síðan verður að kyngja í áföngum. Á þeirri vegferð getur ESB hvenær sem er gert kröfur um að Ísland aðlagi stjórnsýslu sína eða sýni fram á hvernig staðið verður að innleiðingu regluverks ESB og gert það að skilyrðum fyrir áframhaldi viðræðna. Þetta er ekki það sem íslensk málvenja notar kallar samningaviðræður, enda hefur ESB aldrei haldið því fram að um samningaviðræður sé að ræða heldur aðeins aðlögun að regluverki þess. Þetta grundvallaratriði hafa þeir sem hingað til hafa veitt viðræðunum forystu svikist um að útskýra undanbragðalaust fyrir íslenskum almenningi. Land Sækir um Viðræður hefjast Viðræðum lýkur Aðild hefst Viðræður fjöldi mán. Bretland júlí 1969* júní 1970 janúar 1972** janúar 1973 18 Danmörk júlí 1969* júní 1970 janúar 1972** janúar 1973 18 Írland júlí 1969* júní 1970 janúar 1972** janúar 1973 18 Noregur júlí 1969* júní 1970 janúar 1972** aðild hafnað 1972 18 Grikkland júní 1975 júní 1976 apríl 1979 janúar 1981 33 Portúgal mars 1977 október 1978 mars 1985 janúar 1986 77 Spánn júlí 1977 febrúar 1979 mars 1985 janúar 1986 73 Austurríki júlí 1989 febrúar 1993 mars 1984 janúar 1995 13 Kýpur júlí 1990 mars 1998 desember 2002 maí 2004 57 Malta júlí 1990 febrúar 2000 desember 2002 maí 2004 34 Svíþjóð júlí 1991 febrúar 1996 desember 2002 janúar 2007 13 Finnland mars 1992 apríl 1993 desember 2002 maí 2004 13 Noregur nóvember 1992 mars 1998 desember 2002 maí 2004 11 Pólland apríl 1994 mars 1998 desember 2002 maí 2004 57 Ungverjaland apríl 1994 febrúar 2000 desember 2002 maí 2004 57 Búlgaría desember 1995 febrúar 2000 desember 2004 janúar 2007 58 Eistland nóvember 1995 mars 1998 desember 2002 maí 2004 57 Lettland september 1995 febrúar 2000 desember 2002 maí 2004 34 Litháen desember 1995 febrúar 2000 desember 2002 maí 2004 34 Rúmenía júní 1995 febrúar 2000 desember 2004 janúar 2007 58 Slóvakía júní 1995 febrúar 2000 desember 2002 maí 2004 34 Slóvenía júní 1996 mars 1998 desember 2002 maí 2004 57 Tékkland janúar 1996 mars 1998 desember 2002 maí 2004 57 Króatía febrúar 2003 október 2005 júlí 2011 1. júlí 2013 68 Ísland 17. júlí 2009 júní 2010 stöðvaðar í júlí 2013 37 + ? * Umsóknir frá 1967 endurnýjaðar **Aðildarsamningur undirritaður

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.