Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 21
21 - kokkur og Þórarinn bóndi hittust í sveitinni. Grilluð nautalund Með blaðlauk frá Sólheimum, gljáðum perlulauk, ostrusveppum og lauksósu fyrir hugaða. Nautalund 1 stk. nautalund, fersk Aðferð: Kaupið ferska nautalund sem er ekki búið að hreinsa sinina af. Helst af grip sem er búinn að fá að meyrna í a.m.k. tvær vikur. Leggið nautalundina á grind og setjið í góðan kæli í eina viku þannig að lofti vel um kjötið (má sleppa). Hreinsið sinina af lundinni. Gott er að láta nautalundina ná herbergishita áður en er byrjað að elda hana, t.d. með því að láta hana standa úti á borði háan hita og brúnið hana vel. Lækkið grillið á lægstu stillingu og færið helst á efri grindina í grillinu. Einnig hægt að slökkva undir grillinu þeim megin sem nautalundin er. Eldið lundina þar til hún hefur náð 50 °C í kjarnahita og látið lundina svo hvíla undir álpappír í 10 mínútur. Þá ætti kjarnahitinn að nálgast 55 °C, sem er kjöreldun fyrir nautalund. Blaðlaukur frá Sólheimum 8 stk. blaðlaukur (þarf að vera grannur) ólífuolía salt 60 g gott eplaedik 10 g salt 200 g vatn 15 g sykur Aðferð: Setjið 60 g eplaedik, 10 g salt, 200 g vatn og 15 g sykur í pott og sjóðið til að leysa upp saltið og sykurinn. Kælið ediklöginn. Hreinsið og skolið blaðlaukinn. Kryddið laukinn með ólífuolíu og salti. Grillið blaðlaukinn við vægan hita þar til hann er mjúkur í gegn. Setjið blaðlaukinn á bakka og kryddið með edikleginum. Perlulaukur 30 stk. perlulaukur 30 g smjör 200 g vatn salt Aðferð: Afhýðið perlulaukinn og skerið í tvennt, setjið í pott ásamt vatni, smjöri og laukurinn orðinn mjúkur í gegn. Þá ætti smjörið/vatnið að vera búið að þykkna og loða við laukinn þannig að hann sé fallega gljáður. Ostrusveppir 500 g ostrusveppir 100 g smjör salt og pipar Aðferð: sveppirnir eru gullinbrúnir. Kryddið með salti og pipar. Lauksósa fyrir hugaða 3 kg hvítur laukur 3 l gott kraftmikið soð 25 g gott eplaedik salt og smjör Aðferð: Afhýðið laukinn og skerið í tvennt. Setjið í djúpan eldfastan bakka og hellið - villa!)Kreistið allan safa úr lauknum og sigtið soðið. Sjóðið niður sósuna þar til 500 ml eru eftir af sósunni. Kryddið með niðursoðnu eplaediki og salti. Þykkið sósuna ef þarf. Bætið ögn af smjöri í sósuna rétt áður en þið berið hana fram. Gott er að bera fram vatnakarsa með réttinum. Uppskriftin: KAUPI BER ishusid.is 566 6000 Við erum sterkir í viftum VIFTUR Útsogsviftur∑Þakviftur∑Loftræstiviftur∑Stýringar frystiklefar íshúsið Eigum frystiklefa á lager! -Kæliklefar -Frystiklefar -Vélarkerfi -Varahlutir Íslensk hollusta ehf islenskhollusta@islenskhollusta.is Sími 864-4755

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.