Bændablaðið - 01.08.2013, Side 22

Bændablaðið - 01.08.2013, Side 22
22 Átt þú upplýsingar um nýtingu herbragga til sveita eða í þéttbýli? Herbraggar – minjar um merka húsagerð Síðari heimsstyrjöldinni hefur verið lýst sem mesta umbrota- tíma í sögu þjóðarinnar. Skyndileg opnun markaða í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir allar útflutn- ingsafurðir þjóðarinnar á marg- földu verði og atvinna sem skap- aðist við það og fjölbreytt umsvif erlends herliðs í landinu hleypti af stað gríðarlegum efnahagslegum uppgangi. Umskiptin þóttu kær- kominn eftir langvarandi stöðnun og kreppu og grunnur varð lagður að nútímavæðingu og velmegun þjóðarinnar. Braggarnir gengu í endurnýjun lífdaga Fjölmennt herlið bandamanna flutti til landsins ógrynni tækja og búnaðar og skildi ýmislegt eftir að styrjöld- inni lokinni sem landsmenn nýttu á margvíslegan hátt. Nýstárlegar bifreiðar og stórvirkar vinnuvélar ollu byltingu í samgöngum og framkvæmdatækni og stór hverfi tunnulaga bárujárnsskála báru vitni um hugvitsamlegar lausnir í gerð bráðabirgðahúsnæðis til íbúðar og atvinnustarfsemi. Þótt herbúðirnar hyrfu flestar fljótt af sjónarsviðinu gengu fjölmargir skálar sem lands- menn nefndu bragga í endurnýjun lífdaga. Er af því merk saga sem snertir ýmsa þætti atvinnu- og bygg- ingarsögu landsins á árunum eftir stríð og allt fram á þennan dag. Braggar í flestum sveitum Víða um land má enn sjá bragga sem nýttir hafa verið með fjölbreyttum hætti og af mikilli hugkvæmni sem atvinnuhúsnæði í bæjum og útihús til sveita. Í nokkrum héruðum má segja að vart sé það býli sem ekki státi af gömlum bragga sem enn er í fullri notkun. Þetta er einkum áberandi í Eyjafirði og víðar á Norðurlandi. Gamlir braggar eru þó ekki bara braggar heldur eru þeir af nokkrum mismunandi gerðum og stærðum frá mismunandi framleiðendum í Bretlandi og Bandaríkjunum sem áhugavert er að skilgreina. Sjálfberandi bogaform er einkar hagkvæmt byggingarform sem fremstu arkitektar og hönnuðir hafa löngum hagnýtt til fjölbreyttra nota enda mjög sterkt miðað við efnismagn. Formið hentar vel af þessum sökum við gerð bráðabirgðahúsnæðis og skýla, enda ódýrt og auðvelt í flutningi og uppsetningu og er t.d. víða notað í uppblásnum neyðarspítölum. Einföld hönnun Breski Nissen-bragginn var hannaður í fyrri heimstyrjöldinni af norskættuðum Kanadamanni, Peter Norman Nissen, sem starfaði í verkfræðisveit breska hersins í Frakklandi. Hönnunin var einföld – bogin bárujárnsklæðning á stálbogum með langböndum úr tré. Gaflar voru úr timbri eða steinhleðslu með gluggum og dyr á öðrum endanum. Gólfið var gert úr tréflekum og innri klæðning úr bárujárni eða trétexi. Efniviðurinn var auðveldur í flutningi og uppsetning fljótleg með ófaglærðu vinnuafli. Nissen-braggar voru framleiddir í stórum stíl fyrir breska herinn í báðum heimsstyrjöldum. Algengustu íbúðarskálarnir voru 16 x 36 fet að grunnfleti og hýstu 14 hermenn. Stærri skálar, 24 og 30 fet á breidd voru notaðir sem spítalar, mötuneyti, samkomusalir og skemmur. Stærri braggaskemmur, 35x90 fet að grunnmáli, voru notaðar í margvíslegum tilgangi, t.d. sem vörugeymslur og verkstæði. Bandaríkjamenn kynntust bröggum Nissens í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni og hófu eigin framleiðslu skömmu áður en Bandaríkin tóku að sér hervernd Íslands árið 1941. Bandaríkjaher tók við breskum herbúðum eftir því sem þær losnuðu og reisti fleiri skála úr bresku efni en þegar bandarískum hersveitum tók að fjölga árið 1942 tóku braggar af bandarískri gerð að berast til landsins. Bandaríkjamenn framleiddu fyrstu braggana nánast óbreytta og nefndu Quonset eftir flotabækistöðinni Quonset Point Naval Air Station í Rhode Island þar sem hönnun og framleiðsla fór fram í fyrstu á vegum Bandaríkjaflota. Bráðlega komu fram endurbættar gerðir sem voru 16, 20 og 24 fet á breidd. Breskir íbúðarbraggar og fyrstu bandarísku braggarnir þekkjast á tunnulagi, þ.e. innhvelfdum boga við jörðu, en endurbættir braggar af Quonset- gerð á lágum beinum veggjum. Aðrar gerðir hvelfast frá fótstykkinu. Vöruskemmur og skálar Stórir skálar sem Bandaríkjaher reisti hér á landi sem vöruskemmur og verkstæðishús voru af tveimur gerðum, báðar 40x100 fet að grunnmáli. Slíkar skemmur þjónuðu einnig ýmsum öðrum tilgangi líkt og hjá Bretum, t.d. sem samkomuhús. Bandaríkjafloti reisti fyrst skemmur með háum beinum veggjum og lágu bogadregnu þaki sem líktust ráðhúsinu í Reykjavík í útliti. Þessi gerð var efnismikil og rúmfrek í flutningi og leysti jafnstór gerð Quonset-bragga, sem var helmingi efnis- og fyrirferðarminni í flutningi, hana fljótt af hólmi. Allmargar skemmur af báðum gerðum eru enn í notkun á nokkrum stöðum á landinu ásamt breskum bogaskemmum sem þó eru mun algengari. Um 12 þúsund braggar á Íslandi Meginliðsafli bandaríkjahers hélt af landi brott árið 1943 og 1944. Liðsveitir sem eftir sátu til stríðsloka höfðu flestar aðsetur á Keflavíkurflugvelli og Bretar á Reykjavíkurflugvelli. Breska og bandaríska herliðið reisti alls um 12.000 bragga af öllum stærðum og gerðum í landinu auk um 1.000 smærri bygginga úr timbri og steini sem einkum þjónuðu sem eldhús og böð. Bandaríkjaher tók við vörnum landsins af Bretum árið 1942 ásamt flestum mannvirkjum þeirra og bar ábyrgð á uppgjöri leigusamninga við landeigendur og að skila lóðum í upprunalegt horf. Braggarnir leystu brýnan húsnæðisvanda að nokkru leyti Húsnæðisskortur var viðvarnandi í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri og lánaði bandaríkjaher bæjaryfirvöldum nokkur yfirgefin braggahverfi til þess að leysa úr brýnasta vandanum árið 1943. Bandamenn höfðu hvorki not fyrir mannvirkin annarsstaðar né mannafla til niðurrifs og sömdu stjórnvöld um að ríkisstjórnin keypti öll mannvirki Bandaríkjahers nema á Keflavíkurflugvelli og Miðsandi í Hvalfirði vægu verð gegn því að annast niðurrif og bæta landspjöll. Voru samsvarandi samningar gerðir um eftirstöðvar breskra eigna og Sölunefnd setuliðseigna falið að annaðist sölu eignanna og standa straum af kostnaði við landlögun og bótagreiðslur. Í erindisbréfi til nefndarmanna lagði Björn Ólafsson fjármálaráðherra áherslu á að vel væri gengið frá landinu og afmáð eftir því sem best væri unnt öll ummerki um herstöðvar og landinu komið í sómasamlegt horf. Margir braggar standa enn Óhægt þótti fyrir Sölunefndina sjálfa að annast framkvæmdir og bæta skemmdir vítt og breitt um landið. Var samið við kaupendur á landsbyggðinni, sem aðallega voru sýslufélög og sveitarstjórnir, um að þær önnuðust landbætur og skuldbindingar vegna landeigna sem nefndinni báru. Innkaupsverð smærri Nissen-bragga var 100 krón- ur en margir voru í slæmu ástandi og ekki hæfir til endursölu. Útsöluverð samskonar bragga hjá Sölunefndinni var 1.000 krónur en vandaðri banda- rískir braggar voru mun dýrari og vöruskemmur seldust fyrir 6.000 – 12.000 krónur. Braggarnir þóttu henta vel til íbúðar í skamman tíma en einkum fyrir atvinnustarfsemi og sem útihús til sveita þar sem fjöl- margir þeirra gengu í endurnýjun lífdaga og standa margir enn nærri 70 árum síðar. Varðveislan hefur ráðist af notagildi Ísland er ekki eina landið þar sem þessar stríðsminjar fengu nýtt hlutverk, en bragga er t.d. víða að finna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hérlendis fengu braggarnir þó fljótt á sig hálfgert óorð sökum allt of langrar notkunar gamalla bráðabirgðaherbúða sem íbúðarhúsnæðis efnaminna fólks í höfuðborginni. Hlutfallslegur fjöldi og fjölbreytt nýting braggaefnis til endurbóta og tengingar við önnur byggingarform hérlendis verður þó að teljast nokkuð sérstök ef ekki einstök í húsagerðarlist. Erlendis eru dæmi um að braggar hafi verið varðveittir í tengslum við byggðasöfn, hernaðarsöfn eða söfn um sögu húsagerðarlistar en hérlendis hefur varðveislan einungis ráðist af notagildi. Með endurnýjun húsakosts líður senn að því að þessar lifandi stríðsminjar og merkileg dæmi um útsjónarsemi í húsagerð landsmanna hverfi af sjónarsviðinu. Hefur þú sögu að segja um braggana? Greinarhöfundur hefur kannað og ritað bækur um umsvif erlendra herja á Íslandi og þætti mikill fengur að myndum og frásögum af nýtingu herbragganna, t.d. til sveita, svo greina megi einstakar framleiðslu- tegundir og skrá fjölbreytt not. Ekki væri síður fengur að frásögnum þeirra sem enn muna smíði, niður- rif, kaup og sölu eða endurreisn bragganna frá sínum yngri árum. Allar upplýsingar eru vel þegnar á netfangið blask@centrum.is eða í síma 664-0361. Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernámsárin og fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Myndir úr safni. Stórir braggar á Akureyri sem enn þjóna eigendum sínum. Bandarískir landgönguliðar við bragga sinn af breskri Nissen-gerð í Mos- fellssveit sumarið 1941. tímann. Margir þeirra áttu þó langa lífdaga fram undan og víða má enn sjá bragga á Íslandi. Algeng sjón í sveitum – þó að bröggum fari fækkandi. Tveir bandarískir hermenn að hlaða sandpokum og jarðvegi upp með hliðum breskra Nissen-bragga. Camp Curtis í Reykjavík.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.