Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir Hömlur á fasteigna- kaupum ríkisborgara innan EES afnumdar Hefja á heildarendurskoðun á lögum og reglum um rétt útlend- inga til að eignast eða öðlast afnotarétt af fasteignum hér á landi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur fellt úr gildi reglugerð forvera síns, Ögmundar Jónassonar, um höml- ur á fasteignakaupum útlendinga hér á landi. Reglugerðin fól í sér að borg- arar búsettir á Evrópska efnahags svæðinu (EES) þurftu að sækja um heim- ild til ráðherra til að kaupa fasteign hér á landi, hefðu þeir ekki þörf fyrir slíka eign vegna búsetu eða atvinnustarfsemi. Eftir sem áður gilda óbreyttar reglur um ríkisborgara utan EES sem áfram þurfa að sækja um heimild vegna fasteignakaupa. Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði athugasemdir við reglugerð Ögmundar og dró lögmæti breyt- inganna í efa. Óskað var eftir rök- stuðningi um hvernig reglugerðin stæðist EES-samninginn. Með breytingu Hönnu Birna er ljóst að ekki er lengur þörf á slíkum rök- stuðningi. Engin haustslátrun í Borgarnesi Norðurlandameistaramótið í eldsmíði fer fram á Safnasvæðinu á Akranesi dagana 14.-18. ágúst. Keppt verður í fjórum flokkum; byrjendur, eldsmiðir, hópakeppni og meistarar. Það er Guðmundur Sigurðsson, formaður Íslenskra eldsmiða og Sambands Norrænna eldsmiða, sem kemur að skipulagningu keppninnar ásamt fleirum. Þetta er í þriðja sinn sem keppt er, en hin tvö mótin fóru fram í Svíþjóð og Noregi. „Hin gamla iðn eldsmíðin hefur smám saman verið að eflast hér á landi undanfarin ár. Til hliðar við mótið verða opnar vinnustofur, fyrir lestrar og sýnikennsla sem er hönnuð til að kveikja áhuga fólks á hand verkinu. Á svæðinu verður hægt að kaupa eldsmíðaðar afurðir þeirra smiða sem koma á mótið og taka með sér varning því handverksmarkaður verður einnig á staðnum,“ segir Guðmundur. Eldsmiðja reist á Akranesi Á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi er verið að reisa eldsmiðju í tengslum við eldsmíðamótið þar sem eldsmiðir geta hist um ókomin ár bæði til að smíða og að læra hver af öðrum. „Um 40 erlendir þátttakendur hafa boðað komu sína og svo er annað eins af íslenskum keppendum. Fólki er velkomið að koma og fylgjast með og það verður nóg af afþreyingu á svæðinu,“ segir Guðmundur. Hann segir eldsmíðina vera að breiðast út meðal listhandverksfólks og þróast sem listiðnaður. „Engir skólar kenna eldsmíði sem sjálfstætt fag á Íslandi í dag, heldur er eldsmíði aðeins kynnt fyrir þeim sem nema önnur fög í framhaldsskólum. Þá er hið norræna samstarf afar mikilvægt til þess að kunnátta sem hefur haldist á einum stað megi gagnast fleirum,“ segir Guðmundur. Eldsmiðir halda Norðurlandamót „Eigendur hesta í hólfum við bæinn vilja stýra því hvað hrossin éta mikið á dag,“ segir Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir hjá Dýraspítalanum í Lögmannshlíð. Hrossaeigendur sem halda hross í hólfum á leið suður að Hömrum og í Kjarnaskóg hafa gripið til þess ráðs að afþakka hey af lóðum bæjarbúa, en nokkur brögð eru að því að íbúar hafi farið með gras af lóðum sínum eftir slátt og gefið það hestum sem eru þar á beit. Elfa segir að hestar í þessum hólfum séu notaðir til útreiða og ferðalaga og því sé offóðrun alls ekki holl fyrir þá. „Hross hafa tilhneigingu til að éta yfir sig og slá aldrei hendinni á móti freistandi töðu. Þess vegna geta hross í hólfum þar sem raðbeitt er, þ.e. rafmagnssnúra sem flutt er til daglega í hólfinu til að takmarka átið, virst mjög svöng þótt þau fái hæfilegt magn á beit alla daga,“ segir Elfa. Hross þola illa snöggar fóðurbreytingar Það getur verið hættulegt að gefa hrossum lóðahey, það er til að mynda mun sterkara en gras sem vex í hrossahólfum, „og ef hross komast skyndilega í mikið magn af þannig heyi geta þau veikst hastarlega af meltingartruflunum,“ segir hún og bætir við að hross þoli mjög illa snöggar fóðurbreytingar. Elfa nefnir líka að gras af lóðum við heimahús sé oft geymt í plastpokum og oft hendi að það hitni vel í því og það skemmist því mjög fljótt. „Þeir sem velja að gefa sínum eigin hrossum lóðahey gefa þeim lítið fyrst og venja þau við,“ segir hún. Þá nefnir hún einnig að ef nokkur hross séu saman í hólfi og fái eina hrúgu af lóðaheyi sem ekki nægi öllum séu líkur á að þau fari að slást með þeim hugsanlegu afleiðingum að þau meiði hvert annað. /MÞÞ Grænmetisbændur búast við ágætisuppskeru haldist tíð góð Akureyringar beðnir um að fóðra ekki hross með lóðaheyi Geta veikst hastarlega af meltingartruflunum Hey af lóðum bæjarbúa er mun sterkara en það gras sem vex í beitarhólfum þau í mikið magn af slíku heyi. Mynd / MÞÞ Margir eiga góðar minningar úr heyskap fyrri tíma þegar nær allir fjölskyldumeðlimir höfðu einhverju hlutverki að gegna. Baggatínsla, keyrsla heyvagna eða það að hirða dreifarnar með hrífu voru allt mikilvæg embætti sem þurfti að sinna. Heyskaparkaffið er ekki lítill hluti af minningum kynslóðanna og því er áreiðanlegt að myndin fyrir ofan frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði veki ánægju og yl. Margir bændur binda ennþá hluta af uppskeru sinni í litla bagga. Á Gunnarsstöðum heyja bændurnir í kringum 450 bagga sem notaðir eru þegar líður á veturinn í fé og hross. Ástæðan er sú að gott er að gefa baggaheyið því það er skraufþurrt og létt – gott í bland við annað fóður. Bændur á Gunnarsstöðum ásamt fjölskipuðu aðstoðarliði kasta mæðinni í heyskapnum. Þarna eru Jóhannes Sigfússon, Júlíus Þröstur Sigurbjartsson og Axel Jóhannesson ásamt börnum og tveimur vinnukonum frá Þýskalandi, þeim Maríu og Fenju. Mynd / Sigríður Jóhannesdóttir Heyskapur hefur gengið með ágætum í Eyjafirði og útlit fyrir að heyfengur verði víðast hvar góður. Margir bændur og þá sérstaklega þeir sem búa í Eyjafjarðarsveit eru að hefja annan slátt um þessar mundir eða þegar komnir af stað með hann. Sigurgeir Hreinsson, fram- kvæmda stjóri hjá Búnaðar sambandi Eyjafjarðar, segir að vel hafi gengið í heyskap á svæðinu og þá einkum og sér í lagi hjá kúabændum sem gátu hafið slátt snemma. „Almennt hefur heyskapartíð verið góð þó að fyrri hluti júlímánaðar hafi verið heldur skúrasamur, spretta hefur verið mjög góð og það lítur allt út fyrir að heyfengur verði góður,“ segir hann. Tvísýnt á verstu kalsvæðunum Þau tún sem verst urðu úti vegna kals í vor voru mörg hver unnin upp og er útlitið misjafnt eftir svæðum og hvenær menn voru að vinna þau upp. Þar sem verið var að vinna tún fram eftir júní hamlaði þurrkur því að spírun færi af stað. „Og þar getur útlitið vissulega verið tvísýnt, þetta fór fremur seint af stað á ákveðnum svæðum,“ segir Sigurgeir. Slá jafnvel þrisvar Bændur í innanverðum Eyjafirði eru margir hverjir að fara af stað með annann slátt. Útlit er fyrir að einhverjar spildur þurfi að slá þrisvar og því er ekki eftir neinu að bíða þegar svo vel sprettur sem raun ber vitni. Huga verður að gæðunum og láta gras ekki spretta úr sér segir Sigurgeir. „Í heildina má segja að heyskapur gangi mjög vel og bændur eru ánægðir með það,“ segir hann. /MÞÞ Búskapur er heyskapur Fyrirtaks sprettutíð fyrir norðan Útlit er fyrir góðan heyfeng víðast í Mynd / MÞÞ Íslenskt útiræktað grænmeti er eilítið seinna á ferðinni en í venjulega en gangi allt að óskum, m.a. að tíðarfar verði skaplegt, má búast við ágætisuppskeru. „Það er bjart fram undan og horfur bara góðar myndi ég segja. Ég held að uppskera verði síst lakari en í fyrra,“ segir Guðjón Birgisson á Melum á Flúðum. Guðjón og Sigríður Helga Karlsdóttir kona hans eru með umfangsmikla grænmetisræktun á Melum, þau eru stærstu tómataræktendur á landinu og framleiða m.a. bæði stóra og litla heilsutómata. Auk tómatanna er útirækt á Melum en þar er ræktað kínakál, blómkál, brokkólí og hnúðkál ásamt fleiri tegundum. Gæði og ferskleiki eru höfð í fyrirrúmi á Melum og er þannig allt grænmetið handtínt og handskorið, og handvalið í neytendapakkningar. Það fer svo samdægurs til neytenda og frá Melum fara daglega sendingar. Guðjón segir að grænmetið sé um það bil viku seinna á ferðinni en var t.d. í fyrrasumar. Meðalhiti yfir nætur í júní var fremur lágur, „hitinn var oft nokkuð góður yfir daginn en næturnar voru frekar kaldar og það dró úr vaxtarhrað. Nú eftir að tíð batnaði er allt á fullri ferð, grænmetið vex og vex dag frá degi og við erum byrjuð að senda frá okkur inn á markaðinn. Mér sýnist uppskeruhorfur vera góðar haldist tíð áfram góð, heildaruppskera verður síst verri í sumar en í fyrra, en kemur viku seinna á markaðinn en þá,“ segir Guðjón. / MÞÞ Mynd / SFG Guðmundur Sigurðsson er formaður félags Norrænna eldsmiða auk þess að fara fyrir íslenska félaginu. Mynd / TB Hanna Birna Kristjánsdóttir Sláturhús Vesturlands í Borgar- nesi mun ekki slátra sauðfé í haust og óvíst er hvort takist að hefja starfsemi þess á árinu. Þetta segir Guðjón Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en starfsemi þess strandar á breytingum á aðalskipulagi. Samkvæmt breyttu aðalskipulagi var gert ráð fyrir íbúðarbyggð í Brákarey en slík landnotkun kom hins vegar aldrei til. Áður hafði verið skipulagt iðnaðarsvæði í eynni. Því fékkst ekki starfsleyfi frá Skipulagsstofnun fyrir sláturhúsið. Sláturhús Vesturlands átti að leggja áherslu á að þjónusta bændur sem eru þátttakendur í Beint frá býli, en mikil þörf er á slíkri þjónustu. Guðjón segir að þrátt fyrir allt ætli menn sér að koma fyrirtækinu á lappirnar, hvenær sem það gerist. „Það skal,“ sagði Guðjón í samtali við Bændablaðið. /fr Mynd / BBL

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.