Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 19
19 Þorsteinn Guðmundsson og Linda Björk Steingrímsdóttir búa á bænum Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá á Austurlandi. Þau lentu í miklu kaltjóni og þurftu að endurrækta um 90 hektara lands í vor vegna kalskemmda. Þorsteinn og Linda Björk reka stórt kúabú og framleiða á sjöunda hundrað þúsund lítra af mjólk á ári, sem kemur þeim í flokk stærstu kúabúa á Íslandi. Kostnað við áburðar-, olíu- og frækaup vegna jarðræktarinnar áætla þau á bilinu 8-9 milljónir króna. Þau segja tekjur kúabænda ekki standa undir þeim miklu verðlagshækkunum sem hafa orðið á flestum aðföngum síðustu ár og segja mikilvægt að bændur fái hærra verð fyrir mjólkina. „Við komum hingað austur árið 1993, keyptum jörðina og komum okkur upp bústofni. Nú erum við með um 120 kýr á fóðrum og tvo mjaltaþjóna í fjósinu. Komu þeirra hef ég líkt við þá byltingu þegar mjaltavélin kom á sínum tíma,“ segir Þorsteinn. Þau hjónin stækkuðu fjósið árið 2005 og nú er verið að breikka gamla fjósið til þess að bæta við legubásum. Nautkálfa selja þau út af búinu en ala kvígurnar upp. Völdu þá leið að endurrækta Kalskemmdirnar sem urðu á ræktun á Ketilsstöðum í vetur og vor hafa dregið dilk á eftir sér. Segja má að bændurnir hafi þurft að endur rækta flestöll tún og endurskipuleggja fóðuröflun sumarsins í kjölfarið. „Túnin hjá okkur voru alveg hvít- kalin eftir veturinn. Það voru um 90 hektarar sem við sáðum í í júní- byrjun og fram mánuðinn. Mest var þetta hafrar og grasfræ í bland en líka rýgresi og grasfræ. Þetta verður uppi- staðan í fóðrinu næsta vetur, verkað í rúllur. Trúlega fer ég að slá þetta í endaðan ágúst eða í byrjun septem- ber,“ segir Þorsteinn. Sumarið hefur verið hagstætt og sprettutíð góð. „Það bætti aðeins fyrir veturinn, góður raki og hlýtt. Vorinu seinkaði raunar um hálfan mánuð hér á þessum slóðum,“ segir Þorsteinn. Spurður hvernig til- finning það sé að verða fyrir jafn miklu tjóni svarar Þorsteinn því af æðruleysi. „Það fylgir ákveðin ábyrgð því að vera með þennan fjölda af gripum og maður þarf að ákveða hvaða leiðir á að fara í slíkri stöðu. Það þarf að ná ákveðnu magni af heyi fyrir næsta vetur. Hér á þessu svæði voru kalskemmdir almennar, svo það var ekki inni í myndinni að ná sér í slægjur annars staðar. Það að endur- rækta hér hjá okkur var sú leið sem við völdum. Það er vissulega dýrt að vinna upp svona mikið land og mikil vinna.“ Hann segist hafa unnið verkið að mestu sjálfur með sínu fólki en flest jarðvinnslutæki eru til á búinu. Þorsteinn ráðfærði sig við ráðunauta á svæðinu sem hafa reynslu af kal- skemmdum um val á frætegundum. „Ég setti hafra og rýgresi niður ásamt vallarfoxfræinu Snorra.“ Sem kunnugt er brugðust stjórn- völd hratt við í sumar og tilkynntu að bændur fengju í heildina 350 milljónir í aukna jarðræktarstyrki vegna kaltjóna. Óvíst er enn hvernig sú upphæð mun skiptast á milli bænda en þó liggur fyrir að bú fá 60 þúsund króna styrk á hvern hektara. Kalið var fjárhagslegt áfall „Beinn kostnaður við endurræktun vorsins er á bilinu 8-9 milljónir vegna kaupa á olíu á vélarnar, grasfræi og áburði,“ segir Þorsteinn. Þarna er ekki búið að taka með í reikninginn vinnulaun bóndans eða vélavinnu. Lesendur kunna að spyrja sig hvernig bændur mæta þessum útgjöldum því varla eru þetta upphæðir sem menn liggja með á reikningum. „Nei, ég held að yfirleitt sé það svoleiðis hjá bændum að þeir fá gjalddaga fram á haustið hjá fræ- og áburðarbirgjum. Þeir hafa sýnt þessu ástandi mikinn skilning,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þrátt fyrir fjárhagsleg áföll sem fylgi óneitanlega kaltjóni hafi enginn bóndi í hans nágrenni brugðið búi af þeim sökum. Hætt í korninu Í meðalári eru um 15 hektarar endur ræktaðir á Ketilsstöðum, mest túnrækt en ekki er ræktað korn á býlinu. Tún og önnur ræktun á bæ- num telur í heildina 120 hektara en hjónin eru með slægjur víðar og eiga einnig jörðina Ártún sem liggur að Ketilsstöðum. „Ég er alveg hættur í kornræktinni. Það er of mikil áhætta að mínu mati, mikil fjárbinding í henni og óvíst með upp skeru sem nýtist ekki öll ár.“ Kýrnar á beit Á Ketilsstöðum ganga kýrnar úti yfir sumartímann. „Ég set kýrnar út um tíu á morgnana og tek þær aftur inn um sexleytið. Við erum með ágætar aðstæður til þess að hafa kýrnar úti, sem er sjálfsagt mál. Á vorin fara þær fyrst á vallarfoxgras en seinnipart sumars er þeim beitt á rýgresi.“ Vilja innflutning á erfðaefni og telja kvótamarkaðinn afturför Þorsteinn er þeirrar skoðunar að það eigi að leyfa innflutning á erlendu erfðaefni til að auka hagkvæmnina í búskapnum. „Það væri mesta kjara- bótin sem kúabændur gætu fengið. Nýtt erfðaefni myndi efla ræktunina og gera okkur kleift að bæta fram- leiðsluna. Við getum fengið meira úr- val að utan en við getum sjálf fengið út úr stofni sem telur einungis um tuttugu þúsund dýr. Fyrir mér er þetta ekki tilfinningamál heldur rekstrar- mál. Menn geta haldið í íslensku kúna sem vilja.“ Bæði Þorsteinn og Linda segja nýlegt fyrirkomulag með kvóta markað í mjólk, sem haldinn er tvisvar á ári, vera afturför. „Okkur finnst ekki vera hvati í kerfinu til þess að ná kvótaverð- inu neitt niður eins og tilgangurinn var hugsanlega upphaflega. Nú þurfa bændur að leggja út fyrir bankaábyrgð og tilhneigingin virðist vera að bjóða heldur betur en verðið var á síðasta markaði,“ segir Linda Björk og bætir því við að henni finnist slæmt að menn geti ekki selt kvótann á sínum forsend- um. „Segjum til dæmis að ef upp koma slys eða veikindi og fólk þarf að losa sig við greiðslumark. Þá er það ekkert í boði því það getur tekið langan tíma að losna við eignina,“ segir Linda Björk. „Mér finnst orka tvímælis að tala um aukna hagræðingu og ná fram meiri framlegð í greininni að setja hömlur á viðskipti,“ segir Þorsteinn og bendir á dæmi. „Við megum til dæmis ekki kaupa jörð með greiðslumarki og framleiða mjólkina hér í fjósinu okkar. Við yrðum að framleiða hana á við- komandi jörð þó við gætum framleitt mjólkurmagnið í fjósinu hér.“ Mjólkurverðið fylgi verðlagsþróun Það er augljóst að bóndinn hefur ákveðnar skoðanir á kjaramálum bænda. „Mér finnst að verð á mjólk eigi að fylgja verðlagsþróun í landinu. Það eiga ekki að gilda önnur lögmál um mjólk en aðrar vörur. Á sama tíma og verð á mjólk helst nánast óbreytt kaupir fólk hálfs lítra vatnsflösku á 150 krónur úti í búð. Það er eitthvað bogið við það og það kvartar enginn yfir því!“ segir Þorsteinn Guðmunds- son að lokum. /TB Sími: 414-0000 / 464-8600 ALLT Í HEYSKAPINN TINDAR HNÍFAR Í ÚRVALI Eigum til gott úrval í flestar gerðir heyvinnuvéla Krone - Fella - Kuhn - Welger Deutz Fahr - PZ Fanex Vicon Springmaster og Acrobat BINDINET BINDIGARN KEÐJUR KEÐJULÁSAR Framúrskarandi 5 laga rúlluplast SUPERGRASS RÚLLUPLAST Mikið úrval í rúllubindivélar DEKK UNDIR HEYVINNUVÉLAR www.VBL.is REYKJAVÍK S: 414-0000 AKUREYRI S: 464-8600 Bændurnir á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá Endurræktuðu 90 hektara af túnum eftir stórfellt kaltjón – Beinn kostnaður á bilinu 8-9 milljónir króna Myndir / TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.