Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 10
10
Heimsmeistaramót íslenska hestsins
Stórveisla í
Berlín fram undan
Fréttir
Matarmarkaðir sækja í sig veðrið
– útimarkaður á Lækjartorgi var haldinn alla laugardaga í júlí
Umferðin það sem af er ári
í Héðinsfjarðargöngum og
Bolungarvíkurgöngum hefur
aukist um 2,5-3,0 prósent frá
sama tíma í fyrra, að því er
fram kemur í frétt á vef Vega-
gerðarinnar. Mest er umferðin
á föstudögum en minnst á
sunnudögum.
Það sem af er ári hefur umferðin
um Bolungarvíkurgöng aukist um
2,9% miðað við sama tímabil á
síðasta ári. Haldi þessi þróun áfram
má reikna með að meðalumferðin
í göngunum verði um 780 bílar
á sólarhring. Það er aðeins undir
umferðinni árið 2011, en þá var
meðaltalið 797 bílar á sólarhring.
Umferðin hegðar sér mjög
svipað og árið 2011. Páskatoppur
var nánast sá sami og í fyrra, en á
þeim tíma virðist jafnan vera mest
ekið um Bolungarvíkurgöng. Að
meðaltali er umferð um göngin þó
þyngri yfir sumarmánuðina. Nú í
nýliðnum júnímánuði var umferð
um Bolungarvíkurgöng 9% meiri
en í sama mánuði í fyrra.
Metumferð í júní í
Héðinsfjarðargöngum
Um 2,6 prósenta aukning hefur orðið
á umferð það sem af er ári miðað við
síðasta ár í Héðinsfjarðargöngum.
Verði þetta niðurstaðan þegar
árið er gert upp má búast við að
meðalumferðin verði um 555
bílar á sólarhring, sem yrði þá
mesta umferð sem mælst hefur um
Héðinsfjarðargöng á heilu ári frá því
að þau voru opnuð haustið 2010.
Metumferð var í nýliðnum júní
mánuði, en þá fóru 732 bílar á
sólarhring að meðaltali á dag um
göngin. Síðasta ár fóru 653 bílar
á sólarhring um göngin í júní en
árið 2011 var þessi tala 667 bílar á
sólarhring. /MÞÞ
Heimsmeistaramót íslenska
hestsins fer fram í Berlín dagana
4.-11. ágúst. Fjöldi Íslendinga
er að gera sig ferðbúna en vitað
er til þess að margir ætli að
vera viðstaddir þennan atburð.
Forseti Íslands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, verður í
Berlín ásamt forsetafrúnni
Dorrit Moussaieff sem mun
taka þátt í hópreið í gegnum
Brandenborgarhliðið í upphafi
mótsins. Sindri Sigurgeirsson,
formaður Bændasamtaka Íslands,
og Sigurður Ingi Jóhannsson,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, verða jafnframt við-
staddir mótið. Alls eru 163 knapar
skráðir til keppni, þar af átta sem
hafa titil að verja.
Landslið Íslands er fullskipað
en það er liðsstjórinn Hafliði
Halldórsson sem fer fyrir fríðum
flokki knapa.
Fullskipað landslið Íslands er
þannig:
Fullorðnir
Jóhann Rúnar Skúlason og Hnokki
frá Fellskoti – heimsmeistari 2011
– T1, V1
Bergþór Eggertsson og Lótus van
Aldenghoor – heimsmeistari frá
2011 – 250 m, 100 m, gæðingaskeið
Eyjólfur Þorsteinsson og Kraftur frá
Efri-Þverá, heimsmeistari frá 2011 –
250 m, 100 m, gæðingaskeið
Jakob Svavar Sigurðsson – Alur frá
Lundum II – F1, T2, 250 m, 100 m,
gæðingaskeið
Viðar Ingólfsson – Hrannar frá
Skyggni – T2, V1
Hinrik Bragason – Smyrill frá
Hrísum – T1, V1
Guðlaug Marín Guðnadóttir –
Toppur frá Skarði – 250 m, 100 m,
gæðingaskeið
Sigursteinn Sumarliðason – Skuggi
frá Hofi I – F1, T2, 250m, 100m,
gæðingaskeið
Haukur Tryggvason og Hetta
frá Ketilsstöðum – F1, T1 og
gæðingaskeið
Karen Líndal Marteinsdóttir – Týr frá
Þverá II – V1, T1
Ungmenni
Arnar Bjarki Sigurðarson – Arnar frá
Blesastöðum 1A - F1, T2, 250 m, 100
m, gæðingaskeið
Arna Ýr Guðnadóttir – Þróttur frá
Fróni – T1, V1
Flosi Ólafsson – Möller frá
Blesastöðum 1A – T1, V1
Konráð Valur Sveinsson – Þórdís
frá Lækjarbotnum – 250 m, 100 m,
gæðingaskeið
Gústaf Ásgeir Hinriksson – Björk frá
Enni – T2, V1
Knapar kynbótahrossa
Sigurður Vignir Matthíasson–
Vakning frá Hófgerði – 5v hryssur
Guðmundur Fr. Björgvinsson – Desert
frá Litlalandi – 5v stóðhestar
Guðmundur Fr. Björgvinsson – Fura
frá Hellu – 6v hryssur
Þórður Þorgeirsson – Gígur frá
Brautarholti – 6v stóðhestar
Elías Árnason – Salka frá
Snjallsteinshöfða – 7v og eldri hryssur
Sigurður Óli Kristinsson – Feykir frá
Háholti – 7v og eldri stóðhestar
Varaknapi
Birgitta Bjarnadóttir – Blika frá
Hjallanesi – ungmenni (varaknapi
fram að brottfor hrossa frá Íslandi).
Vefmiðlarnir með stöðugar fréttir
Fréttir af heimsmeistaramótinu er að
finna á hestamiðlunum, t.d. á eidfaxi.
is, hestafrettir.is og isibless.is / TB
Borgarbúar og ferðamenn hafa ekki
látið matarmarkað á Lækjartorgi
framhjá sér fara í sumar. Hann var
haldinn alla laugardaga í júlí við
miklar vinsældir. Fjöldi söluaðila
mætti á torgið og bauð m.a. upp á
grænmeti, brauð, osta, pestó og sultur,
brjóstsykur, krydd, hamborgara,
konfekt og ýmsa drykki.
Hlédís Sveinsdóttir, fyrrverandi
formaður Beint frá býli, kom að
skipulagningu markaðarins ásamt
f l e i r u m .
„Hugmyndin
að markaðnum
k o m í
gegnum vef-
síðuna „Betri
Reykjavík“ og
það var borgin
sem leitaði
til Eirnýjar
Sigurðardóttur
í Búrinu með
framkvæmdina. Markaðurinn gekk
vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi
ekki alltaf verið hliðhollir. Það var
draumaveður síðasta daginn en fyrsta
daginn var rok og rigning. Það virtist
þó ekki hafa mikil áhrif á söluna eða
áhuga viðskiptavinanna. Heilt yfir
voru framleiðendur að selja vel og
tveir söluaðilar gátu ekki verið með
síðasta markaðsdaginn, þar sem allt
var uppselt. Það er lúxusvandamál,“
segir Hlédís.
Hún segist vonast til að
Reykjavíkurborg haldi áfram
með matarmarkaði og að fleiri
frumframleiðendur komi í bæinn. „Ég
hvet bændur til að sýna þessu áhuga því
það er næg eftirspurn eftir búvörum í
borginni.“ /TB
Mótshaldarar eru þessa dagana í óða önn að undirbúa leikvanginn í
Berlín, en talið er að viðburðurinn muni vekja mikla athygli í Þýskalandi.
Mynd / Charlotte Erdmann
Héðinsfjarðar- og Bolungarvíkurgöng
Allt að 3% meiri umferð í ár en í fyrra
Ari Hannesson og Anna Egilsdóttir
frá Hólabrekku á Mýrum buðu upp
Myndir/ TB
Vöruúrvalið er alltaf að aukast á matarmörkuðum. Á Lækjartorgi mátti meðal
Hann bauð upp á brauð, pestó og berjasafa.
Hlédís Sveinsdóttir
Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is
Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610
Vinnslubreidd frá 2,65 - 4,42 m
Öll heyvinnutæki
eru afhent samsett!
Hafðu samband við sölumenn í síma 480 0402.
Eigum á lager allar stærðir
Sláttuvélar í úrvali
Sláttuvélar