Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 14
14 Notkun sýklalyfja í dýrum er minni hér á landi en víðast hvar í Evrópu. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Landlæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum árið 2012, sem og í skýrslu Lyfjastofnunar Evrópu um sölu sýklalyfja fyrir dýr. Fram kemur að sýklalyfjanotkun í dýrum hefur dregist saman um 23% frá árinu 2010, eða um tæpan fjórðung. Yfir helmingur þeirra sýklalyfja sem notaður er hér á landi er úr flokki pensilína. Á sama tíma hefur notkun breiðvirkra pensilína aukist nokkuð, sem veldur mönnum áhyggjum og þarfnast frekari skoðunar. Strangar reglur varðandi afhendingu og notkun lyfja Sigurborg Daða- dóttir, yfir- dýra læknir hjá Matvælastofnun, segir gott að fá samanburð við önnur lönd hvað sýklalyfjanotkun í dýrum varðar og gleðilegt sé að árangur Íslendinga sé góður. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið, það er vissulega góður árangur að dregið hefur úr notkun sýklalyfja,“ segir hún. Skýringar geti verið margar, m.a. þær að dýrum hafi fækkað, sjúkdómstilfelli séu færri eða hvort öðrum meðhöndlunum sé beitt í ríkari mæli nú, t.d. hvort júgurbólga sé læknuð án sýklalyfja. Hún telur að dýrum hafi ekki fækkað og skýringa því að leita annars staðar. „Við búum við strangar reglur varðandi afhendingu og notkun á lyfjum í dýr, auk þess sem Dýralæknafélag Íslands setti sér lyfjastefnu fyrir um áratug og hafa flestir dýralæknar unnið eftir henni síðan. Að mínu mati er þessi góði árangur þessum ströngum reglum og lyfjastefnunni fyrst og fremst að þakka,“ segir hún. Þá nefnir hún að dýrastofnar hér á landi séu almennt heilbrigðir og smitvarnir séu einnig góðar. „Það held ég að sé meginskýringin á því að við notum minna af sýklalyfjum en aðrar þjóðir,“ segir Sigurborg. Hún segir að markmið og tilgangur Dýralæknafélags Íslands með því að setja sér lyfjastefnu varðandi lyfjanotkun sé m.a. að hindra að dýraafurðir séu mengaðar lyfjaleifum og einnig að hindra myndun ónæmis gegn sýklalyfjum, „með því að leggja höfuðáherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og draga úr notkun sýklalyfja eins og kostur er eykst möguleiki á að hægt sé að nota þau í framtíðinni,“ segir hún. Dýralæknar sjúkdómsgreini og hefji meðferð á veiku búfé Fram kemur í reglugerð að dýralæknir skuli ávallt hefja meðhöndlun á veiku búfé og sjúkdómsgreining sé á hans könnu. Einungis sé hægt að veita undanþágu frá þessu ákvæði reglugerðarinnar þar sem landfræðilegir staðhættir, veðurfar eða aðrar ytri aðstæður hindri dýralækni í að hefja meðferðina. Einkum segir Sigurborg að undanþága þessi sé veitt þegar sauðfjárbændur eigi í hlut á sauðburði. „Eftir þessum reglum höfum við unnið í áratug og greinilega með góðum árangri,“ segir hún og bætir við að dýralæknar hafi að leiðarljósi að vísindaleg rök séu ávallt til grundvallar ákvörðun um notkun á sýklalyfjum, valið sé markvisst og þau lyf notuð sem best virki á viðkomandi sýkil. „Pensilín er alltaf fyrsti valkostur og dýralæknar forðast almennt notkun breiðvirkra lyfja og lyfja sem vitað er að valda frekar myndun ónæmis en önnur. Breiðvirku lyfin á eingöngu að nota gegn sýklum sem eru ónæmir fyrir þröngvirkari lyfjum,“ segir hún „Sýkla lyfja ónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn sem að okkur steðjar, þ.e. að örverur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum, það getur hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér.“ Gott innlegg í umræðuna Sigurborg segir að þessi góði árangur sem náðst hafi hér á landi með minnkandi sýklalyfjanotkun sé gott innlegg í umræðuna, en t.d. hafi bæði Búnaðarþing og búnaðarsamtök ítrekað sent frá sér ályktanir í þá veru að bændur hafi frjálsari aðgang að lyfjum, eflaust með þau rök að baki að með því spari þeir sér kostnað við komu dýralæknis heim á býli sín. „Það hefur verið töluverð pressa frá bændum og hagsmunasamtökum þeirra, sem gjarnan vilja að yfirvöld slaki á kröfum. Ég brýni fyrir bændum að skoða heildarmyndina og þessi niðurstaða er verulega góð fyrir okkur Íslendinga og sýnir að við stöndum okkur vel, betur en nágrannaþjóðir okkar, og það er vel,“ segir Sigurborg. Hún segir að skoða þurfi aukna notkun á breiðvirku pensilíni á tímabilinu sem um ræðir. Heildar- notkun í magni sé þó ekki mikil þó að prósentutalan sé há, 38%, og að á þessari aukningu geti verið ýmsar skýringar. „Það er ástæða til að staldra við og skoða málið en eins og staðan er nú er ekki augljóst hvað veldur þessari aukningu, þ.e. hvort notkun sé t.d. staðbundin vegna sýkinga sem upp hafa komið á ákveðnu býli eða svæðum og menn hafi þar verið að bregðast við erfiðum sýkingum þar sem önnur lyf hafa ekki dugað eða hvort þetta sé bundið við ákveðna dýrategund,“ segir Sigurborg. / MÞÞ Notkun sýklalyfja í dýrum minni hér en víðast í Evrópu Góður árangur og sýnir að við erum á réttri leið – segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Mast Sigurborg Daðadóttir Sýklalyfjaónæmi er alþjóðlegt vandamál Mikil áhersla hefur verið lögð á það í alþjóðasamfélaginu undan- farin ár að sporna við auknu sýklalyfja ónæmi baktería, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina af stærstu heilbrigðisógnunum heims. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum veldur vandamálum við meðferð sýkinga og hefur þar af leiðandi slæmar afleiðingar fyrir heilsu manna og dýra auk þess að valda auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Fram kemur í skýrslu Land læknis að Sóttvarnastofnun Evrópu sambandsins áætli að í Evrópu komi upp um það bil 400 þúsund sýkingar á hverju ári af völdum ónæmra sýkla sem leiða til um 25 þúsund dauðsfalla. Með auknum ferðalögum og viðskiptum með matvæli og dýraafurðir heimshorna á milli opnast leiðir fyrir sýklalyfjaónæmar bakteríur til að dreifa sér. Sýklalyfjaónæmi er því alþjóðlegt vandamál. Sýklalyfjanotkun er áhrifamesti þátturinn í vali og dreifingu sýklalyfjaónæmis. Röng eða of mikil sýklalyfjanotkun eykur hættu á uppkomu og útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Forsenda markvissra aðgerða gegn óskynsamlegri sýklalyfjanotkun er að hafa góðar og áreiðanlegar upplýsingar um notkun sýklalyfja og þróun ónæmis gegn þeim. Notkun sýklalyfja í búfénaði í 19 Evrópulöndum árið 2010. Mælt í mg/PCU. Til að auðvelda samanburð milli landa er notkun sýklalyfja í búfénaði deilt í Heimild: Embætti landlæknis, júní 2013. Notkun sýklalyfja í búfénaði á Norðurlöndum árið 2010, mælt í mg/PCU. Heimild: Embætti landlæknis, júní 2013. Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins var haldin á Seyðisfirði í sjötta sinn um þarsíðustu helgi. Smiðjuhátíðin hefur skapað sér sess sem ein af skemmtilegri bæjarhátíðum landsins en þar koma saman lista- og ýmsir hagleiksmenn. Boðið var upp á námskeið fyrir þátttakendur sem koma víða að. Í ár var m.a. haldið byrjendanámskeið í eldsmíði, prent- og bókverkanámskeið, grunnnámskeið í málmsteypu og í hnífasmíði. Veitingahúsið Aldan sá til þess að enginn fór svangur heim, en boðið var upp á rammíslenskan mat alla helgina. Á kvöldin voru tónleikar og bryggjuball. Þar komu fram valinkunnir hljómlistarmenn eins og Kristján Kristjánsson, Elín Eyþórsdóttir, hljómsveitin Stormur í aðsigi, Blussbandið og Stórsveit Eithor Storms. Bæjarhátíð með göfugan tilgang Læra handverk á Smiðjuhátíð handbrögð undir leiðsögn sérfræðinga. Myndir / TB Þórunn Eymundardóttir og Helgi Örn Pétursson við málmsteypu. Í málmsteypunni gera menn mót með örfínum leir. Í Tækniminjasafninu gafst kostur á því að kynna sér prentlistina. Hér er Rannveig Þórhallsdóttir til hægri og ensk ónafngreind kona henni við hlið að útbúa prentgripi. Í bakgrunni er Jóhann Ludwig Torfason kennari.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.