Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 6
6
Málgagn bænda og landsbyggðar
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) tjorvi@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is
Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is
Auglýsingastjóri: Arnþór Gíslason augl@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
Saman leggjumst við á árarnar við að kynna landbúnaðinn
LEIÐARINN
Landsmenn rýna sem aldrei fyrr í
veðurkortin fyrir verslunarmanna-
helgina. Hvar eru mestar líkur á
því að vakna ekki í blautu tjaldi
eða þurfa að yfirgefa náttstað og
jafnvel leita skjóls í íþróttahúsi,
spyr fólk sig. Ferðaþjónustuaðilar
gera sig klára fyrir stærstu
ferðahelgi Íslendinga og allir vilja
þeir trekkja fólkið til sín. Vonandi
verður Haraldur veðurfræðingur
ekki vondur við Eyjamenn eða með
úrtölur við Norðlendinga! Það er
ástæða til að hvetja ferðaglaða til að
heimsækja bændur og njóta þeirra
fjölmörgu viðburða sem eru í boði
um allt land og tengjast sveitunum.
Ferðaþjónustan er hraðvaxandi
atvinnugrein og ekki er laust við
að vaxtarverkir séu að gera vart við
sig. Mikill ágangur er á vinsælum
ferðamannastöðum og aukin gjaldtaka
af ferðamönnum er í farvatninu. Ný
fyrirtæki skjóta upp kollinum og mörg
hinna eldri eru í hröðum vexti. Það
er sammerkt með þeim sem standa
sig vel í ferðaþjónustunni að þar er
vandað til verka. Gamla máltækið
um að þú uppskerð eftir því sem þú
sáir á þar vel við. Því miður ber á
fáeinum lukkuriddurum í greininni
sem eru ekki að vanda sig og græðgin
virðist helsti drifkrafturinn. Æ oftar
heyrast fréttir af fúski og slælegum
vinnubrögðum sem á ekki að bjóða
ferðamönnum. Gisting í hálfköruðum
gámum, málningar- og límlykt í
nýuppgerðum herbergjum, dýrtíð,
lélegur matur og ófaglært fólk að sinna
leiðsögustörfum eða eldamennsku.
Nýjasta fyrirbærið er druslubílaleigur
sem hafa skotið rótum hér á landi.
Þjónustulund mætti líka vera meiri
en hana þarf að læra eins og annað.
Bændum er málið skylt því
hagsmunir þeirra eru þéttofnir
ferðaþjónustunni. Margir þeirra vinna
við ferðaiðnaðinn en fyrst og fremst
framleiða þeir matinn sem borinn er
á borð fyrir svanga ferðamenn. Það er
allra hagur að upplifun ferðalangsins
sé jákvæð og hann veiti þjónustunni,
upplifuninni og því sem hann borgar
fyrir gott umtal.
Yfirleitt er betra að gera fáa hluti
vel en að stússast í mörgu og hálfklára
verkin. Íslendingum hættir til að vilja
sigra heiminn undir eins, græða mikið
og grilla á kvöldin. Vöndum okkur eins
og kostur er – hvort heldur í vinnunni,
í samskiptum við aðra og í öðru því
sem við tökum okkur fyrir hendur.
Góð umgengni við landið, kurteisi og
virðing eru atriði sem við þurfum öll
að tileinka okkur. Einblínum á gæði
en ekki magn, en þannig getum við
byggt upp blómstrandi ferðaþjónustu
um allt land. /TB
Nú er komið út fjögurhundraðasta tölublað
Bændablaðsins. Það er gleðilegt hversu vel
gengur með útgáfu þess og hversu víða það er
lesið og vitnað í blaðið. Það er til dæmis ekki
leiðinlegt að hlusta á morgunhanana á Rás 2
lesa upp úr Bændablaðinu, ekki síst hafa þeir
gaman af smáauglýsingunum enda kennir
þar ýmissa grasa. Bændablaðið er sterkt
málgagn bænda og annarra dreifbýlisbúa.
Framfaraspor var tekið þegar ákveðið var
að vera ekki með sumarhlé í útgáfu blaðsins
heldur gefa það út hálfsmánaðarlega allt
árið.
En málgögn og kynningarfulltrúar bænda
eru víðar. Þeir sjálfir eru auðvitað öflugustu
fulltrúar stéttarinnar og standa sig allflestir vel
í að kynna landbúnaðinn fyrir nærumhverfi
sínu og ættmennum sem sveitina sækja
heim. Ferðaþjónusta bænda og þeir bændur
sem selja beint frá býli eru andlit bús síns og
alls landbúnaðarins í leiðinni. Skipulagðar
bæjarhátíðir eru víða um land og á mörgum
þeirra skipar landbúnaðurinn sess, t.d. með
kynningu á búvörum, teymingu hesta undir
börnum, keppni í landbúnaðarstörfum og
fleiri skemmtilegum atriðum sem lífga upp á
hátíðirnar.
Þrátt fyrir þá rómantík sem oft fylgir
landbúnaðinum og sveitalífinu eru þættir sem
hafa á sér alvarlegri blæ. Það þarf á stundum
að berjast við erfið náttúruöfl sem geta síðan
verið gjöful í hina höndina. Í kjölfar mjög erfiðs
vetrar víða á landinu hefur veðrátta sumarsins
verið gróðri hliðhollari en undanfarin sumur.
Þó svo að það þýði að á sumum stöðum á
landinu sé erfitt að heyja vegna vætutíðar er
þó skömminni skárra að ná blautum heyjum
en litlum heyjum vegna þurrka og eða kals.
Sú tækni sem bændur hafa yfir að ráða nú
við heyskapinn er mun öflugri en var þau
rigningasumur sem vitnað er til þegar leitað
er samanburðar við líðandi sumar.
Bændur setja öryggismálin á oddinn
Öryggismál til sveita eru jafn mikilvæg og
á öðrum stöðum í þjóðfélaginu. Langflestir
spenna á sig bílbeltið þegar lagt er af stað í
ökuferð og fara með bílinn í árlega skoðun til
að tryggja að hann sé í sem bestu lagi. Eins þarf
að huga að slíku í starfinu heima á búunum.
Það þarf að gæta þess að dráttarvélar og þau
tæki sem hengd eru aftan í þær séu í lagi, það
þarf að huga að því að ökumennirnir séu starfi
sínu vaxnir og hafi þroska til að takast á við
utanaðkomandi óvæntar aðstæður. Á stundum
getur kappið verið framar forsjánni. Ungum
vinnumönnum eða börnum bænda finnst
spennandi að fá að keyra dráttarvél eða fjórhjól.
Þeir sem forsjá hafa þurfa að sýna gott fordæmi
og gæta þess að ætla byrjendunum ekki of
mikið. Þó svo hægt sé að segja að þeir séu
öruggir í stórum dráttarvélum er spurning hvort
það sem er umhverfis er öruggt fyrir þeim. Það
þarf að sjá til þess að innréttingar í útihúsum og
girðingar úti fyrir séu í lagi, svo að dýrin haldist
á sínum stað. Það þarf að setja hjálm á höfuðið
þegar farið er á reiðskjóta, hvort sem þeir eru
vélknúnir eða ekki. Svona mætti lengi telja,
landbúnaður er fyrirtækjarekstur og í mörgum
fyrirtækjum er fylgt ströngum öryggiskröfum,
starfsmönnum og framleiðslunni til heilla. Slíku
þurfa bændur líka að koma upp hjá sér. Hjá
Bændasamtökunum er nú verið að hrinda af stað
átaksverkefni í öryggismálum á bændabýlum.
Umræða um landnýtingu er af hinu góða
Þegar horft er til landbúnaðar kemur eðlilega
upp umræða um landnýtingu og landnot.
Landbúnaður byggist á nýtingu landsins með
það að leiðarljósi að landið geti til frambúðar
skapað verðmæti án þess að gengið sé á það.
Umræða um landvernd á fyllilega rétt á sér en
má ekki verða of öfgakennd í hvora áttina sem
er. Landið er ekki til bara til þess að vera til.
Það þarf að hlúa að því, hvort sem vinna á af því
jarðargróða, njóta þess til útivistar eða nýta það
til orkuöflunar. Það þarf að nýta landið á sem
bestan hátt, þannig að það verði betra á eftir. Það
þarf að nýta landið þannig að núverandi kynslóð
hafi góð not af og þannig að næstu kynslóðir
geti haft betri not af því. Það þarf að nýta landið
þannig að þeir sem um það fara, hvort sem það
erum við mannverurnar eða dýrin vinir okkar,
njóti þess að fara um það. Það er hvorki gott
fyrir landið að vera ofnotað eða of lítið notað.
Það þarf því að finna hinn gullna meðalveg þar
eins og svo víða annars staðar. /GHB
Vöndum til verka
Verðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu
Búnaðarsambands Vestfjarða
Birkir Friðbertsson hlaut
hvatningarverðlaun Búnaðar-
sambands Vestfjarða, en þau voru
veitt í tengslum við Bændadag
Búnaðarsambands Vestfjarða
(BSV) sem fjallað var um í síðasta
Bændablaði.
Í aðalveislu hátíðarinnar kynnti
Sigmundur Hagalín Sigmundsson,
bóndi á Látrum og nýr formaður BSV,
hvatningarverðlaunin og afhenti
þau Birki Friðbertssyni. Hlaut hann
verðlaunin fyrir fyrir óeigingjarnt
starf í þágu Búnaðarsambands
Vestfjarða á undangengnum árum.
„Auk þess að sitja í stjórn félagsins
um nokkurra ára skeið hefur hann
einnig gegnt mörgum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir félagið og er
enn að. Nú undanfarið hefur hann
borið mestan þungann í útgáfu
byggðasögu fyrir félagssvæðið. Að
hafa slíkt úthald lýsir best þeim
dugnaði og þrautseigju sem hann
hefur til að bera,“ eins og segir á
verðlaunaskjalinu.
Stjórn BSV ákvað að halda
uppteknum hætti og gera
landbúnað sýnilegan á einhverri af
bæjarhátíðum þeim sem haldnar
eru víðs vegar á starfssvæðinu.
Í ár urðu Dýrafjarðardagar fyrir
valinu. Sigmundur Hagalín segir
að bændadagurinn hafi tekist vel,
en fjöldi fólks lagði leið sína um
sýningarsvæðið og kynnti sér störf og
framleiðslu bænda á starfssvæðinu.
/JMS
Birkir Friðbertsson með hvatningarverðlaunin.
Mynd / Helga Guðný Kristjánsdóttir
Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda
Skógarbændur ræða
um kolefnisbindingu
Aðalfundur Landssamtaka
skógar eigenda verður haldinn á
Hótel Örk í Hveragerði dagana
30. til 31. ágúst næstkomandi.
Föstudaginn 30. ágúst kl. 14.00
verða flutt erindi um akurræktun
jólatrjáa og verkefnið Kraftmeiri
skógur. Erindin flytja Else
Möller skógfræðingur og Hrönn
Guðmundsdóttir, skógfræðingur
og framkvæmdastjóri LSE. Þar
á eftir verður haldið málþing um
kolefnisbindingu. Framsögumenn
verða Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri
umhverfis- og auðlindaráðuneytis,
Sigurður Jónsson, stjórnarmaður
í Félagi landeigenda, og Björn
Ármann Ólafsson skógarbóndi.
Þess er vænst að málefnalegar
umræður verði um eignarhald á
kolefnisbindingu og markað fyrir
hana.
Aðalfundurinn verður settur kl.
17.30 á föstudeginum og verður
fram haldið til hádegis á laugar-
degi. Nánari upplýsingar um aðal-
fundinn og málþingið er að finna
á heimasíðu samtakanna, www.
skogarbondi.is