Bændablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 18

Bændablaðið - 01.08.2013, Qupperneq 18
18 Fjósbruninn á Egg í Skagafirði „Hvarflaði aldrei að okkur að það gæti kviknað í úti í fjósi“ – Bændur á Egg ákveðnir í að setja upp brunavarnarkerfi eftir eldsvoða „Framkvæmdir eru bara stopp í bili. Við erum að bíða eftir að smiðirnir klári þau verkefni sem þeir eru í. Þakinu var bara lokað og það er í lagi þannig núna á meðan sumar er, meðan kýrnar eru úti,“ segir Embla Dóra Björnsdóttir bóndi á Egg í Hegranesi í Skagafirði, en sem kunnugt er kviknaði í fjósi á bænum snemma í síðasta mánuði. Þak á fjósinu skemmdist talsvert og annað tjón varð á byggingum. Bændur á nágrannabænum Hamri urðu eldsins varir og gátu gert viðvart en eldsins varð vart um tvöleytið um nótt. Í sameiningu náðu bændur á Egg og Hamri svo að bjarga öllum gripum úr húsunum án þess að þeim yrði meint af. Embla segir að hún viti í raun ekki hvenær hægt verði að klára framkvæmdir. Bæði sé beðið eftir hlutum eins og loftræstikerfi en einnig að þurfi að fá iðnaðarmenn á staðinn. Þá þurfi að fara í framkvæmdir á fleiru en beinlínis brann, t.a.m. rafmagni. „Það hefur líklega komist vatn inn á rafkerfið því það kviknaði í rafmagnstöflunni viku eftir að bruninn varð. Það sló út rafmagninu og hún hreinlega byrjaði að bráðna. Sem betur fer gerðist þetta um miðjan dag og ég var stödd í mjólkurhúsinu. Við gátum því strax slegið út og fengið rafvirkja til að koma. Það var hægt að mjólka í fjósinu um kvöldið. Ég neita því hins vegar ekki að mér var mjög brugðið og ég varð eiginlega reið yfir þessu.“ Búið var vel tryggt Embla segir að þau hjón, hún og Davíð Logi Jónsson, séu vel tryggð fyrir tjóni af þessu tagi. „Það kom hér fulltrúi tryggingafélags í fyrravor og tók út allt hjá okkur og við gengum svo frá þeim tryggingum sem við áttu. Þeir hafa verið mjög liðlegir við okkur en það á eftir að komast á hreint hvað þetta mun kosta.“ Vaknar þrisvar á nóttu „Ég sef ekki mikið á nóttinni núna, ég vakna svona þrisvar á nóttu til að fara út í fjós. Ég var svo taugaveikluð strax eftir brunann og var alltaf að fara út að líta eftir. Þá sögðu allir við mig „það kviknar ekkert í aftur, farðu bara að sofa“. Svo kviknaði hins vegar bara aftur í, eða næstum því. Ef ég hefði ekki verið þarna við hefði kviknað aftur í. Svo nú sef ég ekki neitt,“ segir Embla og bætir við að þau hjón ætli sér nú að setja upp brunavarnarkerfi í fjósið. „Við ætlum að gera það. Svoleiðis kerfi kostar einhverjar 200.000 krónur en það er bara dropi í hafið miðað við tjónið sem getur orðið. Þegar við keyptum hér sagði enginn okkur að setja upp brunavarnarkerfi og við vorum svo reynslulaus að við hugsuðum ekki út í það. Það eru reykskynjarar í íbúðarhúsinu og við pössum að skipta um rafhlöður í þeim og svona en það hvarflaði aldrei að okkur að það gæti kviknað í úti í fjósi.“ Borðuðu fjórtán kíló af kartöflum á tveimur dögum Þau hjón á Egg fengu mikla hjálp frá vinum og ættingjum eftir brunann við hreinsunarstörf og lagfæringar. „Það fylltist hér allt af fólki til að hjálpa okkur og við erum öllum mjög þakklát. Á þessum tveimur dögum eftir brunann borðuðum við fjórtán kíló af kartöflum, sem dæmi um hversu margir voru hér að aðstoða okkur og voru í mat.“ / fr Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. ODORITE ÖRVERUHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Hafðu samband við sölumenn í síma 480 0402. Eigum á lager allar stærðir Vinnslubreidd frá 3,80 - 8,80 m Öll heyvinnutæki eru afhent samsett! Stjörnumúgavélar Stjörnumúgavélar í úrvali Þak á fjósinu skemmdist talsvert og fyrsta verk eftir brunann var að loka því. Mynd / Guðrún S. Helgadóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.