Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 7
7 Veðrið hefur verið upp og ofan í Borgarfirðinum það sem af er sumri, en þar er ýmislegt skemmtilegt að finna fyrir þá sem hafa gaman af sveitamenningu sumarsins. Blaðamaður Bænda blaðsins var á ferðinni í Reykholts dal á dögunum og tók þessar myndir. ú er tími útihátíða vítt um land. Í öllum meginatriðum ganga þessi hátíðahöld út á gamanlæti og gleði. Aflagðar eru þó að mestu leyti samkomur úti á víðavangi, en þess í stað færðar frekar inn í þéttbýli þar sem flestar fangageymslur nýtast vel. Rómaðar voru útisamkomurnar í Atlavík. Eitt sinn var Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóri þar staddur og gaf þá samkomuhaldinu þessa einkunn: Í Atlavík er djöfladans, drukkið fast og barist. Menning okkar mæta lands mun þar hafa farist. Í danshúsi var stækja sterk, stóðu menn í pressu. Það má kalla kraftaverk að komast lífs úr þessu. Pálmi Hannesson rektor sótti svosem ekki margar slíkar samkomur, en ávallt í einum tilgangi: Ef þú daman ung og sæt ert á gamanferðum, þá er Amors „auto light“ á mér framanverðum. Sturlaugur Jóhannsson man svipaðar kenndir frá sumargleði: Þú komst í sumar sumri lík, og sólin skein. Hver runni fylltist rómantík frá rótargrein. Og það fylgdi ilmur þér í engri flík. Enn að vitum angan ber frá Atlavík. Mörg farsæl hjónabönd urðu líka til á útihátíðum, en önnur rofnuðu með tilheyrandi sársauka. Næsta vísa um tryggðarof er þó ort löngu fyrir tíma útihátíða. Hallgrímur Jónsson Thorlacius er var skólastjóri á Hólum 1708 kvað, er unnusta hans brá heiti við hann af því hann hafði getið barn við annarri: Virtu það ekki mér til meins, menn erum vér, þótt hrösum. Þér kann að verða‘á annað eins áður en lýkur nösum. Af svipuðum toga er næsta vísa, en þrátt fyrir leit fannst ekki höfundur. Þar hermir að bóndi nokkur hafi tekið framhjá konu sinni, en tveim árum síðar komið að konunni í mökum við annan mann: Dúkafreyja dörs hjá ygg dúrinn þiggur fegin. Saman beygja sæng á hrygg, svona liggja greyin. Nú fyrst kveðið er um klæðaleysi, þá passar vísa Bjarna frá Gröf vel við efnið: Í kirkjuna ég kom og sá konu, sem var nærri ber. Það munaði ekki miklu þá að maður bæði fyrir sér. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM N Matur og menning í Reykholtsdal Snæfellingar komu saman á sveitamarkaði „Þetta gekk afskaplega vel, veðrið lék við okkur og mikill fjöldi fólks kom og átti hér góða stund,“ segir Þóra Sif Kópsdóttir, ein þeirra sem stóðu fyrir Sveitamarkaði í Breiðabliki á Snæfellsnesi sem haldinn var nýverið og þá í sjötta sinn. Þóra segir að markaðurinn sé afsprengi verkefnisins Lifandi land- búnaðar, en þátttakendur í því verkefni á svæðinu hafi tekið sig saman um að koma m a r k a ð n u m á. Hann er haldinn einu sinni að sumarlagi og eins er opnaður markaður á aðventu. Fólk úr héraði safnast saman og hver kemur með sitt, handverk, afurðir sem unnar eru undir merkjum verkefnisins Beint frá býli, eins og kjöt, sultur eða bakkelsi af ýmsu tagi, og býður gestum og gangandi til kaups. „Það kennir ýmissa grasa á þessum markaði, þarna er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og auk þess hefur verkið undið upp á sig þannig að við erum með dagskráratriði sem fá fólk til að staldra við og eiga með okkur góða dagsstund,“ segir Þóra. Meðal annars sýndi Guðný Margrét Þóroddsdóttir listir sínar og hests síns Háseta, sem hún fékk í fermingargjöf, og vakti sýningin mikla athygli. Þá var Svanur í Dal með fjárhunda og fé og sýndi gestum hvernig best er að bera sig að í smalamennsku. Ungmennafélagið var með leiki og Björgunarsveitin Elliði sýndi nýtt tæki, Argo, sem hún hefur nýlega eignast, en að sögn Þóra hentar það t.d. ágætlega komi til þess að bjarga þurfi hestamönnum úr Löngufjöru. Grillvagn Landssamtaka sauðfjárbænda var á staðnum og fengu gestir að bragða á gómsætu lambakjöti, Kvenfélagskonur bökuðu og seldu vöfflur, sýnikennsla var í prjónaskap og hvernig á að spinna og þá voru félagar úr fornbílaklúbbnum með gamla bíla og eldri landbúnaðarvélar á staðnum. /MÞÞ Myndir / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir fyrirtækið. Björgunarsveitarinnar Elliða stendur Myndir / Þóra Sif Kópsdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.