Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 7
ársbyrjun bars t
bráðgott bréf frá
Kristjáni Ragnarssyni
ættbornum í Ásakoti
í Biskupstungum. Kristján
starfar að vélasölu hjá Vélfangi
og hafði milligengið vélakaup
fyrir kunningja sinn, Svein M.
Sveinsson bónda á Skaga. Tólið
„befalaði“ Sveinn af ónefndum
bónda í Árnessýslu. Einhverjar
vanefndir urðu á þessum véla-
viðskiptum, sem varð til þess að
„vopnaskak í vísnaformi“ hófst
milli Sveins bónda og Kristjáns.
Sveinn ríður á vaðið:
Varnarþingin velflest þar
varða hring um skammirnar.
Þeir Árnesinga andskotar
eru slyngir braskarar.
Kristján heldur uppi vörnum fyrir
Árnesinga:
Orðum hagar rímnarefur,
á rýrum Skaga dvalið hefur.
Fylli í maga fátt þar gefur,
flesta daga hyski sefur.
Sveinn svarar fullum hálsi:
Liðugt dælist lygaræpa
og landasvæla af gungunum.
Allir þrælar illra glæpa
eiga hæli í Tungunum.
En Kristján verst fimlega:
Vert er að brýna vísnastingi
vel, svo hvíni og hátt við syngi,
því görótt vín og galdrakynngi
glepur sýn í Húnaþingi.
Mitt í þessu vísnaati kemur Hjalti
bróðir Kristjáns í heimsókn. Við
það eflist Sveinn til muna:
Ekki er fríður flokkurinn,
fátt sem prýðir ódráttinn.
Tungna skríður skrokkurinn
skratti víða um húsganginn.
Kristjáni þykir nú sem sveigt hafi
verið ómaklega að sér og sínum:
Ennþá Skaga skarfurinn
skáldaflagið treður.
Lúsamaga larfurinn
ljóta bragi kveður.
En að lokum nást sættir. Kristján
mildast nú til muna:
Bragarsviðið breyti lit,
betri siði tökum.
Setjum niður sveitakrit
semjum frið í stökum.
Við blíðmælgina mýkist Sveinn
sem eltiskinn:
Mikill sjóður manndómsþinga
menntagróður vaxi hjá.
Eflist hróður Árnesinga,
– alfaðir góður blessi þá.
Og tilvalið er að halda sig enn
frekar á sunnlenskum slóðum.
Sigurjón Valdimar Jónsson
ættaður frá Skollagróf, nú búandi
á Selfossi, yrkir næstu samtíma-
vísur:
Af er það sem áður var,
öllum linnir þrautum.
Núna fylgi Framsóknar
fer með himinskautum.
Sigurjón las fyrirsögn í Mogg-
anum: „Fossvogskirkjugarður átt-
ræður. Nærliggjandi íbúum boðið
í kaffi“:
Tertur miklar trufla frið,
en tala vel um staffið.
Upp þeir risu í afmælið,
– alltaf hressir kaffið.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
ÍÁ undanförnum árum hefur verið
mikil vakning í því að varðveita
og gera upp gamlar dráttarvélar.
Samfara þessum áhuga á
uppgerð véla hafa verið stofnuð
félög í kringum þennan áhuga.
Fergusonfélagið var stofnað
2007 og eru félagarnir nú orðnir
rúmlega 180 talsins.
Fyrir skemmstu fékk undir ritaður
boð frá Sigurði Skarphéðinssyni,
formanni Fergusonfélagsins,
um að fara á fund hjá félaginu á
Króksfjarðarnesi. Ekki var unnt að
þiggja boðið en myndir fengust af
fundinum, sem greinilega var mjög
áhugaverður. Var í framhaldinu
komið á spjalli um starfsemi
félagsins yfir kaffibolla með þeim
Sigurði Skarphéðinssyni, formanni
Fergusonfélagsins, og Ragnari
Jónassyni, vefsíðustjóra félagsins.
Sigurður starfaði mest allan sinn
starfsaldur við að þjónusta dráttar-
vélar og aðallega Ferguson. Gott
viðtal við Sigurð má finna á vefsíðu
Bændablaðsins í 5. tölublaði 10.
mars 2006.
Ragnar Jónasson kynntist
Ferguson aftur á móti þegar hann
fór í sveit á Villingadal í Eyjafirði
þegar hann var 10-12 ára. Forsagan
er eldri en félagið, því vefsíðan sem
Ragnar stofnaði kom fyrst 2006. Var
hún undanfari stofnunar félagsins
sem Ragnar var hvatamaður
að. Sem síðustjóri er hann þó í
gamni kallaður framkvæmdastjóri
félagsins, eða eins og Sigurður orðar
það, „primus motor félagsins“.
Félagið var stofnað fimmtu-
daginn 6. desember 2007 í stofu
204 í Iðnskólanum í Reykjavík, en
stofnfundurinn hafði verið auglýstur
í Bændablaðinu skömmu áður. Um
þrjátíu manns mættu á stofnfundinn
og 20 til viðbótar skráðu sig sem
stofnfélaga. Frá stofnun félagsins
hefur félögum stöðugt fjölgað.
Við skoðun á félagatalinu voru
flestir félaganna fæddir á árunum
frá 1945 til 1965 og voru í sveit
á árunum frá 1950 til 1970. Þeir
kynntust Ferguson sem krakkar í
sveit. Þrátt fyrir að félagið heiti eftir
landbúnaðartæki eru ekki nema um
20 til 30 bændur í félaginu.
Félagsfundir haldnir víða
Haldnir hafa verið 5-6 fundir
í félaginu yfir vetrarmánuðina
á höfuðborgarsvæðinu, m.a.
Iðnskólanum Reykjavík, Kaffi
Álafossi, á Verkfræðistofunni
Eflu og víðar. Síðastliðið ár hafa
félagsmenn verið í samstarfi
við Bjarna Guðmundsson á
Landbúnaðarsafninu Hvanneyri
um sameiginlega fundi. Bjarna
þekkja flestir áhugamenn um
landbúnaðartæki, en hann skrifaði
m.a. bókina Og svo kom Ferguson.
Fundir félagsins hafa verið í
Skagafirði, Akureyri, Flúðum,
Hvolsvelli og nú síðast í Króksfjarðar-
nesi, þar sem yfir 50 gestir komu á
fundinn og 8 nýir félagar bættust í
Ferguson-félagatalið. Hollvinafélag
um búnaðarsögu Eyjafjarðar hefur
óskað eftir fundi í Eyjafirði, en
sennilega verður sá fundur að bíða
eitthvað.
Fyrirhugað var að fara í fyrstu
skipulagða utanlandsferð félagsins
til Danmerkur í maí, en ekki reyndist
nægur áhugi vera fyrir slíku.
Kostnaðarsamt að flytja vélar
á sýningar
Margir félaganna eiga Ferguson-
dráttarvélar og taka sumir stundum
þátt í viðburðum þar sem gamlar
vélar eru sýndar. Kostnaðurinn við
að flytja vélarnar á milli staða getur
þá verið mikill því ekki keyra menn
vélarnar á sýningarstað. Kerrur
og vagnar þurfa að vera til þess
gerð að flytja dráttarvélar. Dæmi
eru um að fenginn hafi verið stór
vinnuvélavagn til slíkra flutninga og
þá fluttar nokkrar vélar í einni ferð.
Mikill áhugi á að gera upp
gamlar vélar
Margir eru að gera upp gamlar
Ferguson-dráttarvélar og leggur
félagið áherslu á að saga og
uppruni vélarinnar sé skráður
samfara uppgerð. Sagan er ekki
síður merkileg og því ættu menn að
leggja jafn mikið upp úr sögulegum
heimildum og upptektinni.
Engin lognmolla er í félags-
starfinu. Verið er að gefa út
félagsskírteini sem verða afhent
félögum á næstunni og veitir
félagsmönnum afslætti hjá helstu
Ferguson-varahlutasölum. Bolir
með merki Fergusonfélagsins
eru nánast skyldueign hvers
félagsmanns. Svo er það heimasíðan
www.ferguson-felagid.com. Þar er
mikið efni um Ferguson og fleira.
Þá er félagið líka komið á Facebook
að sögn þeirra félaga Sigurðar
Skarphéðinssonar og Ragnars
Jónassonar. /HLJ
Mikil drift í Fergusonfélaginu
Frá góðum fundi í Fergusonfélaginu í Króksfjarðarnesi fyrir skömmu.
Ferguson-dráttarvélarnar hafa sumar fengið afar sérstakt hlutverk á Íslandi
í gegnum tíðina, eins og þessi Ferguson TEA 20 rúta. Þetta veglega hús
smíðaði mikil hagleiksmaður, Þorvaldur Keran St. Ingvarsson (1920-1962) frá
Geitagili í Örlygshöfn, sennilega á árunum 1953-1954. Hann starfaði á þessum
árum við byggingu vistheimilisins í Breiðavík í Rauðasandshreppi. Talið er að
Örlygshafnar og Breiðavíkur.
Mynd / Hrafnkell Þórðarson frá Látrum
Mynd / af síðu Fergusonfélagsins
Ragnar Jónasson, prímus mótor og vefsíðustjóri Fergusonfélagsins, og
Sigurður Skarphéðinsson, formaður félagsins.
Af fundi félagsins á Egilsstöðum. Áhuginn á Ferguson er greinilega mikill