Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 7 ársbyrjun bars t bráðgott bréf frá Kristjáni Ragnarssyni ættbornum í Ásakoti í Biskupstungum. Kristján starfar að vélasölu hjá Vélfangi og hafði milligengið vélakaup fyrir kunningja sinn, Svein M. Sveinsson bónda á Skaga. Tólið „befalaði“ Sveinn af ónefndum bónda í Árnessýslu. Einhverjar vanefndir urðu á þessum véla- viðskiptum, sem varð til þess að „vopnaskak í vísnaformi“ hófst milli Sveins bónda og Kristjáns. Sveinn ríður á vaðið: Varnarþingin velflest þar varða hring um skammirnar. Þeir Árnesinga andskotar eru slyngir braskarar. Kristján heldur uppi vörnum fyrir Árnesinga: Orðum hagar rímnarefur, á rýrum Skaga dvalið hefur. Fylli í maga fátt þar gefur, flesta daga hyski sefur. Sveinn svarar fullum hálsi: Liðugt dælist lygaræpa og landasvæla af gungunum. Allir þrælar illra glæpa eiga hæli í Tungunum. En Kristján verst fimlega: Vert er að brýna vísnastingi vel, svo hvíni og hátt við syngi, því görótt vín og galdrakynngi glepur sýn í Húnaþingi. Mitt í þessu vísnaati kemur Hjalti bróðir Kristjáns í heimsókn. Við það eflist Sveinn til muna: Ekki er fríður flokkurinn, fátt sem prýðir ódráttinn. Tungna skríður skrokkurinn skratti víða um húsganginn. Kristjáni þykir nú sem sveigt hafi verið ómaklega að sér og sínum: Ennþá Skaga skarfurinn skáldaflagið treður. Lúsamaga larfurinn ljóta bragi kveður. En að lokum nást sættir. Kristján mildast nú til muna: Bragarsviðið breyti lit, betri siði tökum. Setjum niður sveitakrit semjum frið í stökum. Við blíðmælgina mýkist Sveinn sem eltiskinn: Mikill sjóður manndómsþinga menntagróður vaxi hjá. Eflist hróður Árnesinga, – alfaðir góður blessi þá. Og tilvalið er að halda sig enn frekar á sunnlenskum slóðum. Sigurjón Valdimar Jónsson ættaður frá Skollagróf, nú búandi á Selfossi, yrkir næstu samtíma- vísur: Af er það sem áður var, öllum linnir þrautum. Núna fylgi Framsóknar fer með himinskautum. Sigurjón las fyrirsögn í Mogg- anum: „Fossvogskirkjugarður átt- ræður. Nærliggjandi íbúum boðið í kaffi“: Tertur miklar trufla frið, en tala vel um staffið. Upp þeir risu í afmælið, – alltaf hressir kaffið. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM ÍÁ undanförnum árum hefur verið mikil vakning í því að varðveita og gera upp gamlar dráttarvélar. Samfara þessum áhuga á uppgerð véla hafa verið stofnuð félög í kringum þennan áhuga. Fergusonfélagið var stofnað 2007 og eru félagarnir nú orðnir rúmlega 180 talsins. Fyrir skemmstu fékk undir ritaður boð frá Sigurði Skarphéðinssyni, formanni Fergusonfélagsins, um að fara á fund hjá félaginu á Króksfjarðarnesi. Ekki var unnt að þiggja boðið en myndir fengust af fundinum, sem greinilega var mjög áhugaverður. Var í framhaldinu komið á spjalli um starfsemi félagsins yfir kaffibolla með þeim Sigurði Skarphéðinssyni, formanni Fergusonfélagsins, og Ragnari Jónassyni, vefsíðustjóra félagsins. Sigurður starfaði mest allan sinn starfsaldur við að þjónusta dráttar- vélar og aðallega Ferguson. Gott viðtal við Sigurð má finna á vefsíðu Bændablaðsins í 5. tölublaði 10. mars 2006. Ragnar Jónasson kynntist Ferguson aftur á móti þegar hann fór í sveit á Villingadal í Eyjafirði þegar hann var 10-12 ára. Forsagan er eldri en félagið, því vefsíðan sem Ragnar stofnaði kom fyrst 2006. Var hún undanfari stofnunar félagsins sem Ragnar var hvatamaður að. Sem síðustjóri er hann þó í gamni kallaður framkvæmdastjóri félagsins, eða eins og Sigurður orðar það, „primus motor félagsins“. Félagið var stofnað fimmtu- daginn 6. desember 2007 í stofu 204 í Iðnskólanum í Reykjavík, en stofnfundurinn hafði verið auglýstur í Bændablaðinu skömmu áður. Um þrjátíu manns mættu á stofnfundinn og 20 til viðbótar skráðu sig sem stofnfélaga. Frá stofnun félagsins hefur félögum stöðugt fjölgað. Við skoðun á félagatalinu voru flestir félaganna fæddir á árunum frá 1945 til 1965 og voru í sveit á árunum frá 1950 til 1970. Þeir kynntust Ferguson sem krakkar í sveit. Þrátt fyrir að félagið heiti eftir landbúnaðartæki eru ekki nema um 20 til 30 bændur í félaginu. Félagsfundir haldnir víða Haldnir hafa verið 5-6 fundir í félaginu yfir vetrarmánuðina á höfuðborgarsvæðinu, m.a. Iðnskólanum Reykjavík, Kaffi Álafossi, á Verkfræðistofunni Eflu og víðar. Síðastliðið ár hafa félagsmenn verið í samstarfi við Bjarna Guðmundsson á Landbúnaðarsafninu Hvanneyri um sameiginlega fundi. Bjarna þekkja flestir áhugamenn um landbúnaðartæki, en hann skrifaði m.a. bókina Og svo kom Ferguson. Fundir félagsins hafa verið í Skagafirði, Akureyri, Flúðum, Hvolsvelli og nú síðast í Króksfjarðar- nesi, þar sem yfir 50 gestir komu á fundinn og 8 nýir félagar bættust í Ferguson-félagatalið. Hollvinafélag um búnaðarsögu Eyjafjarðar hefur óskað eftir fundi í Eyjafirði, en sennilega verður sá fundur að bíða eitthvað. Fyrirhugað var að fara í fyrstu skipulagða utanlandsferð félagsins til Danmerkur í maí, en ekki reyndist nægur áhugi vera fyrir slíku. Kostnaðarsamt að flytja vélar á sýningar Margir félaganna eiga Ferguson- dráttarvélar og taka sumir stundum þátt í viðburðum þar sem gamlar vélar eru sýndar. Kostnaðurinn við að flytja vélarnar á milli staða getur þá verið mikill því ekki keyra menn vélarnar á sýningarstað. Kerrur og vagnar þurfa að vera til þess gerð að flytja dráttarvélar. Dæmi eru um að fenginn hafi verið stór vinnuvélavagn til slíkra flutninga og þá fluttar nokkrar vélar í einni ferð. Mikill áhugi á að gera upp gamlar vélar Margir eru að gera upp gamlar Ferguson-dráttarvélar og leggur félagið áherslu á að saga og uppruni vélarinnar sé skráður samfara uppgerð. Sagan er ekki síður merkileg og því ættu menn að leggja jafn mikið upp úr sögulegum heimildum og upptektinni. Engin lognmolla er í félags- starfinu. Verið er að gefa út félagsskírteini sem verða afhent félögum á næstunni og veitir félagsmönnum afslætti hjá helstu Ferguson-varahlutasölum. Bolir með merki Fergusonfélagsins eru nánast skyldueign hvers félagsmanns. Svo er það heimasíðan www.ferguson-felagid.com. Þar er mikið efni um Ferguson og fleira. Þá er félagið líka komið á Facebook að sögn þeirra félaga Sigurðar Skarphéðinssonar og Ragnars Jónassonar. /HLJ Mikil drift í Fergusonfélaginu Frá góðum fundi í Fergusonfélaginu í Króksfjarðarnesi fyrir skömmu. Ferguson-dráttarvélarnar hafa sumar fengið afar sérstakt hlutverk á Íslandi í gegnum tíðina, eins og þessi Ferguson TEA 20 rúta. Þetta veglega hús smíðaði mikil hagleiksmaður, Þorvaldur Keran St. Ingvarsson (1920-1962) frá Geitagili í Örlygshöfn, sennilega á árunum 1953-1954. Hann starfaði á þessum árum við byggingu vistheimilisins í Breiðavík í Rauðasandshreppi. Talið er að Örlygshafnar og Breiðavíkur. Mynd / Hrafnkell Þórðarson frá Látrum Mynd / af síðu Fergusonfélagsins Ragnar Jónasson, prímus mótor og vefsíðustjóri Fergusonfélagsins, og Sigurður Skarphéðinsson, formaður félagsins. Af fundi félagsins á Egilsstöðum. Áhuginn á Ferguson er greinilega mikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.