Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Sumarhúsaeigendur ættu að gefa íslenskum trjátegundum gaum og planta þeim í auknum mæli við bústaði sína. Úrval tegunda er meira en fólk grunar í fyrstu, þó að hér sé aðeins fjallað um nokkr- ar þeirra, og í flestum tilfellum eru þær harðgerðar. Ekkert mælir þó gegn því að rækta einnig erlendar trjátegundir. Ilmbjörk Birki er tré eða kræklóttur runni sem getur orðið allt að hundrað ára gamall og náð þrettán metra hæð. Björkin er eina tréð sem myndað hefur samfellda skóga á landinu frá lok síðustu ísaldar og er talið að þeir hafi þakið um fjórðung landsins við landnám. Hér áður var birki notað til eldiviðar og stundum sem byggingarviður í lítil hús. Einnig má tappa af því svonefndu birkivatni, sem þykir gott til drykkjar ef það er bragðbætt með hunangi eða sykri. Laufið gefur af sér gulan lit sé það notað til litunar og úr birkiösku var unnin sápa. Birkivendir þóttu góðir til að hýða óþekk börn með. Birki er nægjusamt tré en vex þó best við góða aðhlynningu og í frjósömum jarðvegi. Fjalldrapi Algengur um allt um land. Hann líkist smávöxnu birki, enda ætt- ingi þess. Fjalldrapi er hægvaxta, jarðlægur og lágvaxinn runni, tíu til sextíu sentímetrar á hæð. Blöðin fá á sig fallegan koparrauðan haustlit. Vex gjarnan í fjallshlíðum eða sam- felldum fjalldrapamóum á láglendi og hentar vel í steinhæðir. Harðgerð og nægjusöm planta. Áður fyrr var fjalldrapi notaður sem tróð undir torf í þökum torfbæja því börkur hans fúnar seint og hlífði viðnum undir torfinu. Blendingur af birki og fjalldrapa nefnist skógarviðarbróðir. Reyniviður Ilmreynir vex villtur um allt land innan um birki sem stakstætt tré en myndar ekki samfelldan skóg. Hann finnst oft í giljum og skriðum þar sem hann fær að vera í friði og sauðfé kemst ekki að. Reynir vex bæði sem einstofna tré með hvelfda krónu og sem stór margstofna runni með grófa greinabyggingu og getur náð allt að fimmtán metra hæð. Börkurinn er grá- eða brúnleitur, blómstrar hvítum blómum í júní og fær rauð ber á haustin. Tréð þolir illa seltu. Sagan segir að reyniviðurinn hafi átján náttúrur, níu góðar og níu vondar. Hann þykir lélegur smíðaviður og má ekki vera öðrum megin í skipi því þá veltur það á hliðina. Ef reyniviður brennur á milli vina verða þeir óvinir. Á Bretlandseyjum er mikil trú á reynivið og honum plantað framan við hús til að varna því að illir andar og afturgöngur komist inn í húsin. Einir Lávaxinn eða jarðlægur sígrænn runni sem vex villtur í móum og hraunum um mestallt land. Einirinn er hægvaxta og þolir illa að vera fluttur. Það borgar sig því frekar að kaupa plöntur í garðyrkjustöð en að taka þær úti í náttúrunni. Hentar ágætlega sem þekjuplanta, í stein- hæðir eða sem stakur runni. Einiberin má þurrka til neyslu og sé þau marin losna þau við olíu og rammt bragð, þau er hægt að nota í marineringu villibráðar. Svo má einnig dansa í kringum einiberja- runna um jólin. Brekkuvíðir Blaðfallegt afbrigði af gulvíði, kræklóttur runni eða lítið tré. Fremur skuggþolinn og auðveldur í ræktun. Hentar vel í limgerði en er nokkuð maðksækinn, einkanlega sé mikið á hann borið. Gulvíðir Runni eða lítið tré með rauðleitum greinum. Gulvíðirinn getur náð allt að fimm metra hæð og blómstra litlum blómum í maí. Hann er algengur í mólendi og meðfram ám víða um land. Í gamla daga var víðivatn talið gott við ofkælingu, blóðlátum og losta. Greinarnar voru einnig notaðar til að fægja hnífapör og hann þótti góður til litunar og til að búa til blek. Gulvíðirinn er harð- gerður og laus við vanþrif þannig að hann hentar vel á sumarhúsalóðir. Grasvíðir Þessi víðir gengur einnig undir nafn- inu smjörlauf og er líklega minnsta trjátegund í heimi. Hann skýtur greinaendunum einn til tíu sentí- metra upp fyrir jarðvegsyfirborðið. Plantan er áberandi og falleg á vorin þegar hún blómstrar. Smjörlauf þótti gott til beitar og sauðfé fitnaði fljótt af því. Fræullin sem er mjúk við- komu nefnist kótún og þótti gott að leggja hana við sár. Loðvíðir Allt frá því að vera jarðlægur og upp í einn og hálfur til tveir metrar á hæð. Blómstrar snemma á vorin, karlreklarnir með skærgulum og áberandi frjóhirslum. Blöðin loðin á efra og neðra borði. Harðgerður, vind- og seltuþolinn. Inúítar notuðu loðvíði til að lina tannverk, stöðva blæðingar og lina niðurgang. Garðyrkja & ræktun Ræktun í sumarhúsalandinu Birki með reklum. Trjárækt við Meðalfellsvatn. Ilmreynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.