Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 201314 Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja frumsýndi laugar- daginn 16. mars hið frábæra leikrit Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Verkið var fyrst sett upp af Leikfélagi Reykjavíkur við gífur- legar vinsældir og nú er það komið í Gnúpverjahreppinn. Saumastofan var skrifuð í tilefni af kvenna- árinu 1975 sem náði hápunkti með kvennafrídeginum sama ár. Saumastofan var ádeila inn í þjóð- félagið á sínum tíma, þar sem staða konunnar innan feðraveldisins var miðpunktur ádeilunnar. Af hverju eru konur með lægri laun en karlar? Af hverju hafa karl- mennirnir völdin þegar konan er sú sem í raun og veru heldur öllu saman? Kjartan beinir athyglinni að mikilvægum spurningum sem eiga fullt erindi enn þann dag í dag. Hvað hefur raunverulega breyst? Saumastofan er gamanleikrit með tónlist og söng ásamt dramatísku ívafi. Leikstjóri verksins er Svandís Dóra Einarsdóttir ásamt einvala liði tónlistarmanna og leikenda. Saumastofan er sýnd í Árnesi og panta má miða í síma 897 1112 eða saumastofan@uppsveitir.is Miðaverð er einungis 2.000 kr. og næstu sýningardagar eru 21. mars kl. 20.00, 26. mars kl. 20.00 og 27. mars kl. 20.00. Leikarahópurinn, ásamt Kjartani Ragnarssyni, sem mætti að sjálfsögðu á frumsýninguna, og Svandísi Dóru Einarsdóttur leikstjóra, en þau eru uppi til vinstri. Gnúpverjar sýna Saumastofuna Landssamtök sauðfjárbænda héldu opna málstofu á dögunum um beitarmál og landnýtingu. Þau Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ, Gústav M. Ásbjörnsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, héraðs- fulltrúi og verkefnis stjóri hjá Land græðslunni, héldu erindi en í lok þeirra voru líflega umræður. Anna Guðrún hélt erindi sem hún kallaði „Hugleiðingar um sauðfjár- beit“. Þar fór hún yfir víðan völl og velti fyrir sér áhrifum sauðfjárbeitar frá landnámi til okkar daga. Sitt sýnist hverjum um ástæður gróður- eyðingar og uppblásturs. Rakti Anna Guðrún m.a. ólíkar kenningar vísindamanna, t.d. að uppblástur á Íslandi hefði ekki hafist ekki við landnám heldur væri hann eldri og tengdist beint eldgosum og öskufalli. Rannsóknir sýndu að víða um land hefði verið lítill sem enginn upp- blástur fyrr en á 13. öld, meira en 400 árum eftir landnám. Þá hefði hins vegar uppblástur og fok aukist mikið í kjölfar kólnunar og eldgosa. Anna Guðrún fjallaði um hug- takið „menningarlandslag“. Í því samhengi benti hún á að varla væri sá lófastóri blettur á landinu sem ekki hefði mótast af sauðfjárbeit og þannig hefði sauðkindin kallað fram það gróðurfar og landslag sem við hefðum í dag. Færði hún rök fyrir því að íslenskt menningarlandslag væri að nokkru leyti mótað af sauðkindinni og þannig væri náttúran og sagan sam- tvinnuð í landslaginu. Beit er náttúruvernd! Þá rakti Anna Guðrún þróun land- búnaðar í Evrópu, þar sem beit hefur minnkað jafnt og þétt á síðustu öld. Það hefur leitt til mikilla breytinga á gróðurfari og landslagi þar sem skóg- ur er að taka yfir á stórum svæðum. Benti hún á ýmis verkefni í hinum stóra heimi þar sem markmiðið væri að endurheimta fyrra landslag, m.a. með búfjárbeit sem stuðlaði að fjöl- breytni í landslagi og gróðri. Þannig væri beit orðin að náttúruvernd. Við þessar upplýsingar Önnu Guðrúnar fór kliður um salinn og var greinilegt að þessi orð féllu í góðan jarðveg hjá sauðfjárbændum. Um sauðfjárbeit á Íslandi sagði Anna Guðrún m.a. að hún væri sér- staða sem við ættum að viðhalda. Sauðfjárræktin á Íslandi byggði að stórum hluta á úthagabeit og hefði gert það um aldir. Afurðirnar væru betri fyrir vikið, þar sem fæðan væri fjölbreytt og heilsan góð. Ýmis önnur fróðleg atriði komu fram í erindi Önnu Guðrúnar Þórhalls dóttur, sem mælti með beit fyrir vistkerfið. Nefndi hún sem dæmi að beit þétti svörðinn, áburður og fræ dreifðust með skít, traðk gæfi set fyrir fræ og allt þetta yki umsetn- inguna í vistkerfinu. Án beitar væri minni hreyfing næringarefna og sina gæti tekið sig upp. Þó að prófessorinn mælti með beit undirstrikaði hún mikilvægi þess að stjórna beitinni, vakta hana og sýna sveigjanleika. Tengja þarf landnýtingu við ástand gróðurs og jarðvegs Á eftir erindi Önnu Guðrúnar hélt Gústav M. Ásbjörnsson, héraðsfulltrúi hjá Landgræðslunni erindi um mat á ástandi afrétta, verklag og aðferðir. Í máli hans kom fram að um þriðjungur af flatarmáli Íslands væri afréttir og m.a. þess vegna væri mikilvægt að fylgjast með ástandi þeirra. Gústav fór yfir þau atriði og gögn sem menn nota við mat á gæðum afrétta til beitar. Nefndi hann þar gróður- og vistkerf- akort og staðbundnar mælingar á uppskeru ásamt fleiru. Margir aðilar koma að ástandsmati á afréttum: LbhÍ, Landgræðslan, Náttúrufræðistofnun, Skógrækt ríkisins, fulltrúar sveitar- félaga, Ráðgjafarmiðstöð landbún- aðarins og að sjálfsögðu landeigendur sjálfir. Í niðurstöðum Gústavs kom fram að safna þyrfti á einn stað upp- lýsingum um stærð og nýtingu afrétta og samræma mælikvarða á ástand. Taldi hann að víða þyrfti að mæla nánar áhrif beitar, og vettvangsskoð- anir væru mikilvægar bæði vor og haust. Tengja þyrfti landnýtingu við ástand gróðurs og jarðvegs og nauð- synlegt væri að hagsmunaaðilar kæmu að ákvörðunum um mælikvarða og aðferðir til að meta þá. 640 bændur græða landið Í lok málstofunnar hélt Sigríður Júlía Brynleifsdóttir erindi um sam- starf bænda og Landgræðslunnar í verk efninu „Bændur græða landið“. Þar fór hún yfir hlutverk og stefnu Landgræðslu ríkisins og sagði frá sam- starfi við bændur. Síðasta sumar voru 640 skráðir þátttakendur í „Bændur græða landið“ og 531 af þeim virkur. Þessi hópur dreifði tæplega 1.000 tonnum af áburði og 8.900 kg af fræi á síðasta ári. Hver þátttakandi dreifði að meðaltali 1,9 tonnum af áburði og 16,7 kg af fræi. Um framtíð verkefnis- ins sagði Sigríður Júlía að því yrði haldið áfram en líklega yrði stefnt að aukinni notkun lífræns áburðar og að gera samninga við bændur um ákveð- inn hektarafjölda í uppgræðslu. Byggjum umræðuna á staðreyndum Góðar umræður voru á eftir erindum þar sem bændur og fleiri létu í ljós fjölbreyttar skoðanir sínar á beitar- málum og landnýtingu. Þar kom m.a. fram mikilvægi þess að taka ákveðin og afmörkuð svæði fyrir og meta ástanda og áhrif beitar. Ekki væri raunhæft að tala um landið í heild eins og oft væri gert í umræðunni. Þá voru fundarmenn sammála um að efla þyrfti fagmennsku í umfjöllun um viðfangsefnið. Efla þyrfti rannsóknir og koma umræðunni út úr karpi og þrasi. Minnka þyrfti tilfinningahitann og tala um staðreyndir byggðar á rann- sóknum og bestu manna yfirsýn. /TB Málstofa um beitarmál og landnýtingu: Búfjárbeit getur stuðlað að fjölbreytni í landslagi og gróðri – segir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við LbhÍ. Myndir / TB Gústav M. Ásbjörnsson, héraðs- fulltrúi hjá Landgræðslunni. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum og verkefnisstjóri samstarfsverkefni- sins „Bændur græða landið“. Atvinnulífið á landsbyggðinni: Skógrækt hefur mikla þýðingu Alls hafa orðið til 81,4 ársverk í skógrækt hér á landi á tímabilinu 2001-2010 fyrir tilstuðlan landshluta verkefnanna í skóg- rækt. Ársverkunum fjölgaði úr 63 árið 2001 upp í um 100 árið 2007 en hefur fækkað aftur niður í 47 ársverk árið 2012. Á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Hallormsstað í liðnum mánuði voru birtar niðurstöður úr nýrri rannsókn á atvinnuuppbyggingu í skógrækt á Íslandi og er frá þeim greint á vef Skógræktar Íslands. „Ljóst er að vinna við skógrækt hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni og að mikið verk er framundan við skógrækt á Íslandi ef uppfylla á þá samninga sem gerðir hafa verið við bændur. Til þess þarf aukið fjármagn til skógræktar þar sem brýn þörf er orðin á grisjun skóga auk áframhaldandi gróðursetningu í samræmi við gerða samninga,“ segir í frétt á vef skógræktarinnar. Fjöldi afleiddra ársverka Alls má gera ráð fyrir að atvinnu- uppbygging á vegum landshluta- verkefnanna í samstarfi við skógarbændur um allt land hafi að auki skilað sem svarar 90-140 afleiddum ársverkum á lands- byggðinni að jafnaði frá árinu 2001. Til samanburðar er á vefnum nefnt að í umræðu um kísilmálm- verksmiðju á Suður nesjum á árinu 2012 var talað um að þar myndu verða til sem sam svaraði 90 árs- verkum. Fram undan er mikil vinna við skógrækt á næstu árum þar sem sá skógur sem gróðursettur hefur verið á síðustu 10-15 árum er óðum að vaxa upp í grisjunarstærð. Ef skógurinn er ekki grisjaður á réttum tíma dregur úr vexti trjánna og þannig munu miklir fjármunir tapast til framtíðar. Kærkomin viðbót við fábrotið atvinnulíf Öll þessi ársverk í skógrækt eru unnin á landsbyggðinni og eru dreifð um allt land. Víða er fábrotið atvinnulíf á þeim svæðum þar sem skógurinn er ræktaður og því er þessi atvinna kærkomin viðbót við atvinnulífið á landsbyggðinni. Fram kemur að mjög aðkallandi er að fjármagn verði áfram lagt í þessa grein meðan á uppbyggingu hennar stendur og að aukið verði verulega við það fjármagn sem nú er til ráðstöfunar. „Skógrækt á Íslandi á alla möguleika á að verða umsvifamikil og sjálfbær atvinnugrein í framtíðinni sem mun spara þjóðarbúinu mikinn gjaldeyri og skapa mikla atvinnu víða um land. Þá eru ótalin þau jákvæðu áhrif sem skógrækt hefur á loftslag með kolefnisbindingu. Það er því til mikils að vinna með fjármögnun í nútíðinni til að framtíðin beri í skauti sér öfluga atvinnu við íslenska skóga að ógleymdum þeim afurðum sem skógarnir gefa af sér.“ /MÞÞ Fram undan er mikil vinna við skógrækt á næstu árum þar sem sá skógur sem gróðursettur hefur verið á síðustu 10-15 árum er óðum að vaxa upp í grisjunarstærð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.