Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Í fyrsta tölublaði norska tíma- ritsins Svin árið 2013 fjallar Eli Gjerlaug Enger, sérfræðingur í erfðarannsóknum hjá Norsvin, um nýja rannsókn sem gerð var á repju í svínafóðri. Rannsóknin gekk út á að finna ákjósanlega samsetningu fitusýra í svínakjötsafurðum. Þar kemur meðal annars fram að grísir hafi ákjósanlega hæfileika til að framleiða hollt kjöt og fitu en próf- anir á nýju repjuríku svínafóðri, sem gerðar voru í Øyer í Noregi, benda til að framleiða megi svína- kjöt sem sé ríkara af æskilegum fjölómettuðum fitusýrum. Hlutfall Omega-6 og Omega-3 Löngum hefur verið talið æskilegt að auka magn fjölómettaðra fitusýra í svínakjötsafurðum. Niðurstöður áðurnefndrar rannsóknar benda þó til að það sé ekki einungis magn fjölómettaðra fitusýra sem beri að leggja áherslu heldur þurfi að taka tillit til þess hverskonar fjölómett- aðar fitusýrur eru í kjötafurðunum. Almennt er viðurkennt að fólk neyti of lítils af omega-3 fitusýrum og of mikils af omega-6 fitusýrum en mikilvægt er að hlutfall þessara fitusýra sé innan æskilegra marka. Í mataræði velmegunarsamfélags líkt og í Noregi er hlutfallið á milli omega-6 og omega-3 um það bil tíu á móti einum en ráðlagt er með að hlutfallið sé fjórir á móti einum eða lægra. Gæði kjötsins og næringarinnihald ræðst af því fóðri sem dýrin éta Samkvæmt Eli gefa þau dýr sem fóðruð eru með hefðbundnum fóðurblöndum kjötafurðir með hærra hlutfalli milli omega-6 og omega-3 en ráðlagt er en hlutfallið er oft á milli 7:1 og 12:1. Jórturdýr og önnur dýr sem alin eru á grænu grasi gefa almennt af sér kjötafurðir er innihalda hollari fjölómettaða fitu en þau sem hafa verið alin á fóðurblöndum sem innihalda korn og soja. Í greininni segir að fóður allra húsdýra megi gera töluvert hollara með því að skipta soja út fyrir nepju, lín eða repju. Því er gjarnan haldið fram að omega-3 fitusýrur sé aðallega að finna í fiski, en samkvæmt Eli geta húsdýr gefið af sér kjötafurðir sem innihalda nægilegt magn omega-3 fitusýra, bara ef þau eru alin á réttum fóður- efnum. Olíufræ ræktað á heimaslóðum og er ríkt af Omega-3 Í kjölfarið á umræddi rannsókn á ákjósanlegri samsetningu fitusýra í svínakjötsafurðum var sett saman ný fóðurblanda sem síðan var borin saman við hefðbundið svínafóður. Nýja fóðurblandan var sett saman með það fyrir sjónum að nota meira af innlendu hráefni, sem meðal annars er ríkt af omega-3 fitusýrum, en draga úr notkun á innfluttu soja. Sojamjöl inniheldur afganga af sojaolíu sem eykur magn omega-6 fitusýra í hefðbundnu svínafóðri. Eli segir að soja sé oft framleitt við ófullkomin framleiðsluskilyrði og flutningsvegalengdirnar séu langar. Norskframleitt hráefni Það er pólitísk stefna að svínarækt verði áfram stærsti notandi viðtakandi á norskum hráefnum. Repja í svínafóður er stöðugt meira í umræðunni. Ekki bara að repja gefi hollari fitu, heldur er repjuprótein hliðarvara í vaxandi repjuolíuframleiðslu í mörgum löndum, og það gerir þetta hráefni stöðugt hagstæðara. Hér í Noregi má sjá fyrir sér að olíufræ geti orðið algengara í skiptiræktun þar sem oft hefur verið notað mathveiti. Svínakjöt með Omega-3 og Selen Fóðrið í tilrauninni var sett saman þannig að fitan sem var í svína- skrokkunum hefði hlutfallið omega- 6/omega-3 4:1. Fóðrið skyldi auk þess vera hagkvæmt í framleiðslu og hráefni vera aðgengilegt fyrir norskar fóðurstöðvar. Notað var sambland af ólíkum repjuhráefnum til að auka umfang omega-3 fitusýra. Lífrænt selen var sett í báðar blöndurnar til að auka selen í svínakjötinu. Svínakjöt með meira omega-3 og aukið magn selen gefur líkur á jákvæðum heilsufarsáhrifum, sem ella þyrfti að ná með aukinni fiskneyslu. Fóðurtilraun í Øyer Framkvæmd var fóðurtilraun með ca. 600 grísum árið 2012. Um helmingur af grísunum fékk tilraunarfóður og hinn helmingurinn hefðbundið kjarnfóður. Ekki kom fram neinn munur á hópunum þegar skoðaður er framleiðsluárangur og hagkvæmni í framleiðslu. Grísirnir döfnuðu vel og litu út fyrir að líka fóðrið vel. Hátt hlutfall repjuafurða er því mögulegt að nota í fóðri fyrir svín. Hollari fita Við finnum það ekki á bragðinu en þegar samsetning er á fitusýrum getur þar verið töluverður munur. Grísir sem hafa fengið repju blandað kjarnfóður höfðu hagstæðari fitusýrusamsetningu en grísir sem fengu staðlaða kjarnfóðurblöndu. Hlutfall alfa-línolíusýru (C18:3 omega-3) var um það bil þrefalt hærra í spiki (1,0 m.v. 3,1 g/100g fita) og 2,5-falt það magn í kjöti (0,5 m.v. 1,2 g/100g fita) hjá repju grísunum. Einnig var skráð langvirkandi aukning omega-3 fitu sýra (fljótandi fitusýrur) bæði í spiki og kjöti. Þessar fitusýrur framleiða grísirnir sjálfir með alfa-línolíusýru í fóðrinu. Mikilvægt er að framleiða omega- 6/omega-3 hlutfall á 4:1. Við sem unnum að rannsókninni erum ánægð með að árangurinn gaf hlutfallið 4,8:1 í kjötinu og 3,8:1 í spikinu. Betri vinnslueiginleikar Fitan af repjugrísunum var mýkri og léttara að skera í. Einnig var merkjanlegur munur á vinnslu- eiginleikum fyrir medisterpylsur á kjöti af hefðbundnum grís og repjugrís. Þessi árangur var eins og vonast hafði verið eftir og fyrir okkur liggja fleiri áhugaverð verkefni með ýmsar tegundir afurða, segir Eli Gjerlaug Enger. Þýtt og staðfært: Hörður Harðarson Ræktun á repju hefur gengið vel hér á landi eins og sjá má á þessum fallega akri á bænum Stöðulfelli. Repja þykir henta sérlega vel í svínaeldi og erlendar rannsóknir sýna að fóðrun svína með Mynd / HKr. Ný norsk rannsókn um áhrif að notkun repju í svínafóður: Repja í fóðri talin gefa hollara kjöt Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.