Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 61

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Nokkrir Vestfirðingar hafa sett saman svokallaðan Vestfjarðalista sem innlegg í umræðu dagsins og birtist hér hluti hans. Við erum ekki að heimta auknar fjárveitingar úr ríkissjóði en bendum á að stjórnvöld þurfa að búa nokkuð í haginn með markvissari hætti en verið hefur um sinn. Grundvallaratriði er að Vestfirðingar fái að bjarga sér sjálfir. Sjávarútvegur Gefa ætti krókaveiðar frjálsar á minni bátum þegar þeim hentar. Úthluta til dæmis 1.000 tonna frumbyggjarétti í ýmsum tegundum til valinna staða hér vestra og láta sjá hvort slíkt hefði ekki heillavænleg áhrif á viðkomandi byggðarlög. Þetta yrðu að sjálfsögðu sértækar aðgerðir, en aðrir staðir sem eru í svipaðri aðstöðu gætu komið á eftir. Sjómenn, fiskvinnslufólk, fiskverkendur og útgerðarmenn sem lögheimili eiga á viðkomandi stöðum verða að koma sér saman um framkvæmd veiðanna og vinnslu. Þessar aflaheimildir verði ekki framseljanlegar. Landbúnaður Ríkisjarðir á Vestfjörðum sem ekki eru nýttar í dag verði auglýstar lausar til ábúðar eða notkunar í ýmsu atvinnuskyni. Stjórnvöld beiti sér einnig ákveðið fyrir því að jarðir í einkaeign, sem ekki eru í notkun, verði nýttar á ýmsan markvissan hátt. Kemur þar margt til greina, sé rétt að staðið. Fiskeldisbóndinn á Bakka í Dýrafirði sannprófaði, og notaði til þess ellistyrkinn sinn meðal annars, að hægt er með lygilegum árangri að rækta silung í hinu ískalda vestfirska vatni sem hvarvetna rennur lítt notað til sjávar. Hér gæti orðið um vistvæna vestfirska stóriðju að ræða bara ef menn vilja. Og flettið svo Bændablaðinu og sjáið þar ótal dæmi um alla þá grósku og tækifæri sem felast í sveitum þessa lands. Vestfjarðasjóðurinn Settur verði á laggirnar trygginga- og fjárfestingasjóður, Vestfjarða- sjóðurinn, með allt að 20 milljarða stofnfé. Hann er hugsaður sem mótleikur við uppákomur og upp- hlaup í atvinnulífi á Vestfjörðum sem sífellt eru í gangi. Módelið að Vestfjarðasjóðnum er þegar fyrir hendi. Það er Íbúðalánasjóður. Þó svo að sá sjóður sé ekki í góðum málum í dag má það ekki villa mönnum sýn. Vestfjarðasjóðurinn myndi byrja með hreint borð og nýjum áherslum. Hvers konar sjóður? 1. Vestfjarðasjóðurinn hafi það hlutverk að tryggja og styðja við atvinnu rekstur á Vestfjörðum, hverju nafni sem nefnist, stóran sem smáan. Ríkis sjóður verði eigandi og bakhjarl Vestfjarða- sjóðsins. Vel mætti hugsa sér að Vestfjarðasjóðurinn yrði í upphafi sjálfstæð deild í Íbúðalánasjóði. 2. Stofnfé sjóðsins verði 20 milljarðar króna. Til að fjár- magna sjóðinn skal bjóða út skuldabréfalán hjá bönkum landsins, lífeyrissjóðum og öðrum aðilum líkt og Íbúða- lánasjóður gerir. Athugað verði hvort hið þrautreynda 200 ára danska kerfi henti ekki Vestfjarða sjóðnum: Með hverju láni sem veitt er skal gefa út annað skuldabréf til fjárfesta með sömu skilmálum. Þá er alltaf jafnvægi milli útgefinna lána og útgefinna skuldabréfa. Engin vaxtaáhætta, aðeins vanskila- og afskriftaáhætta. Ábyrgðinni verði skipt milli aðila. 3. Sjóðurinn veitir lán með veði í eignum viðkomandi fyrirtækja. Heimilt er að veita lán til smá- fyrirtækja jafnvel þó að þau hafi engin veð önnur en frumkvæði, kjark og þor. Bannað verði að veita lán út á íbúðarhús viðkomandi. Heimilt er að láta hluta af lánum sjóðsins vera víkjandi lán. 4. Lánin verði veitt til eins margra ára og þurfa þykir. Lántakendur hafi val um hvort lán þeirra eru verðtryggð eða óverðtryggð. Eins hafi þeir nokkurt val um það hvenær afborganir hefjast. Vextir verði eins og þeir gerast hjá Íbúðalánasjóði á hverjum tíma. Vestfjarðaráðherra Nú þurfa menn að bræða með sér hvort ekki sé rétt að sérstakur ráðherra, Vestfjarðaráðherra, fari með málefni Vestfirðinga í ríkisstjórn, í nánu samráði við heimamenn, meðan verið er að snúa vörn í sókn og koma í veg fyrir að örlög Hornstranda færist yfir fjórðunginn. Til vara má benda á að Umboðsmaður Vestfjarða, með því nafni, kæmi hugsanlega einnig til greina ef ráðherrann stæði í mönnum. En sá umboðsmaður yrði að hafa völd og vinna í samráði við heimamenn. Eins og er virðist enginn hafa heildaryfirsýn yfir málefni Vestfjarða þótt ótrúlegt sé eftir allar skýrslurnar. Hér duga ekki smáskammtalækningar liðinna ára, heldur markviss vinnubrögð. F. h. Vestfjarðalistans Hallgrímur Sveinsson, Bjarni G. Einarsson, Guðmundur Ingvarsson. ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Fáanlegt hjá dýralæknum og búrekstrarvöruverslunum Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila í síma 820 2240 Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra – Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið – Broddur Örvandi – Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk – Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku – Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar LAMBBOOST FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana – Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans – Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku – Dextrósi Styrkir erta slímhúð – Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol Vestfjarðalistinn: Hvaða ráð eru til viðreisnar á Vestfjörðum? Hrafnseyri við Arnarfjörð. Mynd / HS Löggjafinn, þ.e. þingmenn, hefði getað breytt lögum um verðtryggingu á því kjör- tímabili sem nú er senn á enda. Þess í stað var keyrt áfram með verðtrygginguna óbreytta í kjölfar bankahruns og gengisfalls krónunnar með afdrifaríkum afleiðingum fyrir lántakendur. Vextir ásamt verðtryggingunni fóru á tímabili yfir 20%. Í stað þess var gripið til sértækra aðgerða fyrir þá sem verst voru settir. Hluti af þeim aðgerðum var hin svonefnda 110 prósenta leið í bland við lausnir umboðsmanns skuldara, sem þykja bæði niðurlægjandi og tóku sinn tíma. Lántakendur þurftu jafnframt að leggja í tímafrekar og kostnaðarsamar dómstólaleiðir til að fá lögleysum hnekkt, svo sem gengistryggðum lánum. Nú er verðtryggingin sjálf á leið fyrir dóm og þýðir gjaldþrot fyrir ríkissjóð ef úrskurðað verður lántakendum í vil og bakagreiðslur koma til með að ná langt aftur í tímann. Í mínum huga miðast tíminn aftur til 2006 og ríkið er ábyrgt fyrir ofteknum vöxtum á lánum Íbúða- lánasjóðs, sem er langstærstur lánveitandi til íbúðakaupa. Hvort sem þetta var forsendubrestur, svokölluð stökkbreyting lána eða einungis rangar forsendur neysluvísitölugrunns á tímum bankahruns og gengisfalls, var um oftekna vexti auk verðtryggingar að ræða. Á árunum 2006 til 2010 er lauslega áætlað að upphæðir sem um ræðir nemi 100-200 milljörðum og þeim ber að skila til lántakenda. Ekki með hókus pókus aðferðum gegnum skattkerfið heldur með endurgreiðslu á stórum hluta vaxta / verðtryggingar auk lækkunar höfuðstóls lána. Nú verður kosið um tækifærið sem fór forgörðum Núverandi ríkisstjórn var í lófa lagið að setja lög sem drægju úr vægi verðtryggingarinnar, eða með neyðarlögum ef þess þurfti með. Þess í stað var málið sett í nefnd þar sem hagsmunaaðilar lánastofnana og lífeyrissjóða áttu setu og niðurstaðan varð sú að ekki mætti hrófla við verðtryggingunni. Með því að leggja fram frumvarp þess efnis geta stjórnvöld það enn þótt tíminn sé naumur. Í stað þess hafa lánastofnanir siglt seglum þöndum og gátu eytt 64 milljörðum í sjálfa sig árlega á kostnað lántakenda (áætlaður rekstrarkostnaður skv. skýrslu Samkeppnisstofnunar) Margir vilja halda því fram að verð tryggingin sé ekki vanda- málið, hún sé einungis afleiðing viðvarandi verðbólgu. Gæti ekki allt eins verið að vegna verðtryggingarinnar fái verðbólgan að vaða áfram óbeisluð? Fólk má heldur ekki gleyma því að þótt fjármálastofnanir og lánveitendur aðrir treystu því að allir fjármálagjörningar væru öruggir í umhverfi verðtryggingar féllu bankarnir og lífeyrissjóðir töpuðu stórfé í Hruninu. En þeir sem af ýmsum ástæðum tóku lán á þessum kjörum á áðurnefndu tímabili hafa margir glatað eigin fé, sitja í yfirveðsettum eignum eða eru eignalausir. Heimili jafnt sem fyrirtækin gátu einfaldlega ekki staðið undir þessu vaxtastigi sem spannst upp við þær aðstæður sem urðu og komu lántakendum algjörlega að óvörum. Ég treysti Hægri grænum, flokki fólksins, til að leysa vanda heimila og fyrirtækja og gera þær hliðarráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hér verði heilbrigt efnahagslíf til frambúðar. Þá geta allir landsmenn átt hér góða ævi í gjöfugu landi en ekki aðeins forréttindastéttir. Sigurður Ingólfsson á lista Hægri grænna í Reykjavík suður. Kosningar fram undan Sigurður Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.