Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Utan úr heimi Nýverið var haldið hið árlega fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku en þingið, sem kallast KvægKongres, var að vanda haldið í bænum Herning á Jótlandi. Hér fer síðari hluti umfjöllunar um fagþingið en fyrri hlutinn birtist í 6. tbl. Bændablaðsins 21. mars sl. Kýrin Ein málstofa fagþingsins kallaðist einfaldlega „Kýrin“, en þar var eðlilega áherslan lögð á kýrnar sjálfar og þeirra líðan. Danskar kýr endast fremur illa og að meðaltali ekki nema í 2,3 mjaltaskeið og má setja spurningamerki við hvort það sé ásættanleg ávöxtun af þeim mikla kostnaði sem felst í uppeldi kúa. Mikill munur er á þó á milli búa og hafa sumir bændur náð afar miklum og góðum árangri við það að fá betri endingu og einn þeirra bænda er Poul Henrik Jensen en hann hélt einkar fróðlegt erindi þar sem hann reyndi að skýra það af hverju kýrnar á hans kúabúi verða mun eldri en aðrar kýr. Skýrði hann það fyrst og fremst með vinnusemi og góðu atlæti við gripi sína en þess má geta að á meðan margir danskir kúabændur töpuðu á búum sínum árið 2012 þá skilaði bú Poul hagnaði. Poul nefndi sem skýringu á því að meðalkýr skili ekki hagnaði fyrr en 4-5 mánuðum eftir þriðja burð, en þá hefur hún greitt upp allan sinn uppeldiskostnað þ.e. fóður, vinnu og fastan kostnað. Hann leggur því allt kapp á að halda kúnum í fjósi sínu eins lengi og nokkur kostur er. Erindi um blendingskálfa var einnig áhugavert en í þeim löndum þar sem tekin hefur verið upp markviss notkun á kyngreindu sæði þá fæðast nú svo margir kvígukálfar, að flestir hafa svigrúm til þess að sæða með holdanautum til þess að fá blendinga. Af þessum sökum er lögð töluverð áhersla á ráðgjöf á þessu sviði í Danmörku og raunar fleiri löndum. Undanfarin ár hafa augu bænda og ráðgjafa opnast varðandi hið mikla mikilvægi réttrar geldstöðu, meðhöndlunar kúa í geldstöðu og góðs aðbúnaðar geldkúa fjarri mjólkandi kúm. Þrjú erindi á þessari málstofu komu öll inn á þetta og voru með þeim allra áhugaverðustu á fagþinginu enda var verið að kynna til sögunnar nýja danska staðla varðandi meðhöndlun geldkúa. Í erindum Kaspar Krogh, dýralæknis og landsráðunautar, og Ole Aaes, landsráðunautar í fóðrun nautgripa, komu fram þær forsendur sem liggja til grundvallar nýjum áherslum í Danmörku varðandi meðhöndlun geldra kúa s.s. reynslu af ólíku holdastigi kúa en í dag er ekki mælt með því að geldkýr hafi yfir 3,0 í holdastig, sem er lægra viðmið en notað hefur verið til þessa við almenna ráðgjöf. Skýringin á lækkun þessa gildis felast fyrst og fremst í bættri ræktun mjólkurkúa, en einnig í margskonar tilraunaniðurstöðum sem sýna m.a. að góð hold við burð ná ekki að bæta upp lítið át og þá sýna niðurstöðurnar einnig að heldur holdminni kýr nú til dags séu fyrr að ná fullri nyt en holdmeiri kýr. Hægt er að fræðast nánar um holdastig í erindi Sigtryggs Veigars Herbertssonar í Veffræðslu LK á naut. is. Þá hefur reynslan sýnt að þar sem mikill breytileiki er á holdum geldkúa aukast líkur á fóðrunarsjúkdómum verulega og sé geldstaðan of stutt kemur það beint niður á heildar mjaltaskeiðsafurðum. Margt annað fróðlegt kom fram í erindum þeirra Kaspars og Ole, en eitt erindi enn snéri að meðhöndlun geldkúa en það erindi flutti Christian L. Pedersen bústjóri á kúabúinu Gjorslev Gods og er óhætt að mæla með því að áhugasamir skoði það á heimasíðu fagþingsins (sjá hér neðst). Þar fer hann nefnilega lið fyrir lið í máli og myndum yfir það hvernig þeim hefur tekist, með eftirtektarverðum árangri, að undirbúa kvígur og kýr fyrir komandi mjaltaskeið. Nautakjötsframleiðsla Að þessu sinni var ekki sérlega mikil áhersla á nautakjötsframleiðslu sem slíka en þó fjölluðu nokkur erindi um þennan þátt nautgriparæktarinnar. Holdanautabú eru all nokkur í Danmörku, en oftast eru þetta hliðarbúgreinar og reka fáir holdanautabú sem aðalbúgrein. Meðal áhugaverðra erinda þessarar málstofu var erindi um framtíðar markaðshorfur. Þar kom fram að þörf fyrir aukna framleiðslu nautakjöts er til staðar í dag, en þó er því spáð að aukningin á eftirspurn eftir nauta- og lambakjöti muni ekki vaxa jafn mikið og eftirspurn eftir svína og alifuglakjöti á næstu 12 árum. Í spá alþjóðlega landbúnaðarbankans Rabobank, sem þarna var kynnt, kom fram að talið er að markaður fyrir nauta- og lambakjöt muni vaxa um 23% á næstu 12 árum, um 34% fyrir alífuglakjöt og um heil 39% fyrir svínakjöt. Sem svar við því að geta ekki vaxið jafn mikið og hinar stóru greinarnar, leita Danir á önnur mið m.a. að vinna enn betur úr afurðunum. Voru í því sambandi sýnd dæmi s.s. „kálfahausarúllur“ og „innmatssnakk“ en þessar afurðir eru í dag seldar í verslunum. Áður voru þær fyrst og fremst nýttar í gæludýrafóður og er virðisaukningin veruleg af breyttum notum og skilar bættum arði af framleiðslunni. Af öðrum erindum í þessari málstofu má nefna erindi um sjálfbærni við nautakjötsframleiðslu en það erindi byggði á niðurstöðum tilraunaverkefnis sem unnið var bæði í Danmörku og Svíþjóð. Tilgangur verkefnisins var að finna leiðir til þess að draga úr umhverfisáhrifum holdanautaframleiðslu en kolefnis- fótspor framleiðslunnar er miklu stærra en þauleldisframleiðslu (kraftmikið eldi án beitar) enda þarf mun fleiri fóðureiningar til holdanautaeldis sem byggir á beit og tekur það auk þess lengri tíma. Í ljós kom að hægt er að minnka kolefnisfótspor framleiðslunnar með því að velja vetrarfóður kúnna (innskot: flestir holdanautabændur kaupa að gróffóðrið) með kolefnisfótspor þess í huga. Þannig megi draga úr umhverfisáhrifum framleiðslu með gripi á beit en alltaf séu þó minnstu áhrifin pr. framleitt kíló kjöts fólgin í þauleldi. Kúakynin og sauðfjárrækt Málstofur kúakynjanna voru nokkrar en þær voru um leið ársfundir útbreiddustu kúakynja landsins, sem eru Holstein-Friesian, Jersey og Rauðar danskar. Það kann að hljóma einkennilega að hafa á Fagþingi nautgriparæktarinnar í Danmörku sér málstofu þar sem fjallað er um sauðfjárrækt, en þar í landi heyrir sauðfjárræktin undir Nautgriparæktardeild Ráðgjafar- miðstöðvar Bænda samtakanna sem í daglegu tali nefnist Þekkingarsetur landbúnaðarins. Alls eru nú um 120 þúsund vetrarfóðraðar ær í landinu en meðalbúið er afar smátt og langflestir sauðfjáreigendur með sauðfé sem aukabúgrein. Á þessari málstofu voru einungis flutt tvö erindi. Annað var um sjúkdóma og smitvarnir, þar sem m.a. var dregin fram sú staðreynd að sjúkdómar í sauðfé geta mjög auðveldlega flust á milli búa með samnotkun á vélum og tækjum, Hugmyndir eru nú uppi um að ESB og Bandaríkin stofni til fríverslunarbandalags þessara grónu ríkja bandalaga. Það sem knýr á um stofnun slíks bandalags er að bæði svæðin finna fyrir því að að styrkur hagkerfa þeirra hefur dregist saman, jafnframt því sem þau telja að bæði hagkerfin eflist við nánara samstarf. Samninga- viðræður hefjast í ár og árið 2015 á þetta stærsta viðskiptabandalag í heimi að taka til starfa. Þýskaland, með hina öflugu bílaframleiðslu sína og annan útflutningsiðnað, horfir til þess að hagur þess vænkist við þetta. Sérfræðingar telja þó að störfum í Þýskalandi muni fækka við þetta og að fjölgun starfa í upphafi verði þar skammvinn. Talið er að það muni einkum bitna á litlum fyrirtækjum, þar með töldum bújörðum, sem selja afurðir sínar á innanlandsmarkaði og þær óttast um sinn hag. Þá eru háværar raddir uppi um að landbúnaði verði haldið utan við væntanlegan samning. Óraunsætt er að það gerist, þar sem Bandaríkin sjá í honum mikla möguleika á auknum útflutningi búvara. Það mundi hins vegar leiða til þess að það opnaðist fyrir útflutning frá Bandaríkjunum á „hormónakjöti“, klórþvegnum kjúklingum og erfðabreyttum matvælum, en gegn því er sterk andstaða í Frakklandi. Að vísu á sér nú þegar stað mikill innflutningur á erfðabreyttu fóðri til Frakklands. Með fyrir- huguðum viðskiptasamningi ykist sá innflutningur stórum, jafnframt því að frjáls innflutningur á erfðabreyttum matvælum kæmi til sögunnar en í Bandaríkjunum er ekki skylt að sérmerkja slík matvæli, eins og í ESB. Bandaríkin telja merkingu erfðabreyttra matvæla viðskiptahindranir og ESB tekst varla að breyta þeim viðhorfum þeirra á tveimur árum. Í Evrópu er verulegur áhugi á að rýmka fyrir stórrekstri í landbúnaði og auka útflutning búvara. Fylgismenn þess líta vonaraugum til væntanlegs viðskiptasamnings ESB og Bandaríkjanna. Hlé hefur nú verið gert á vinnu við fríverslunarsamning á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. ESB hefur gert fjölda viðskipta samninga við önnur lönd eða vinnur að gerð þeirra, þar á meðal við Kanada, um viðskipti með búvörur. Þá berast fregnir um það að Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) eigi í beinum viðræðum um viðskipti við Japan og að þeim sé haldið utan við athygli fjölmiðla í því skyni að komast hjá átökum við þau alþjóðlegu samtök og einstaklinga sem telja að frjáls viðskipti með búvörur grafi undan matvælaöryggi og baráttunni við hungur í heiminum. Áhugi leiðtoga landa ESB á yfirstandandi viðræðum um fríverslun með matvæli snýst ekki eingöngu um atvinnutækifæri og hagvöxt heldur einnig um það að Barak Obama hefur ekki gleymt Evrópu, þegar menn héldu að Kyrrahafssvæðið stæði honum nær. Pólitískt og táknrænt eru við- ræðurnar afar mikilvægar fyrir ESB. Hugsið ykkur, hann vill heldur eiga samstarf við okkur lýðræðissinnana frekar en rándýrskapítalistana í Kína. Takið eftir, hann snýr bökum saman við evrópskt verðmætamat! Enginn skyldi þó ætla að Banda- ríkin séu orðin „góði frændinn“ sem klappar á öxlina á þér. Bandaríkin reka margþætta matvælapólitík, ekki aðeins gagnvart bændum heldur einnig sem aðilar að voldugum viðskiptablokkum. Þar fyrir utan er fríverslun ekki töfraformúla fyrir gull og græna skóga. Reynslan af innri markaði Evrópu er engin óskaauglýsing fyrir frjáls viðskipti. /Nationen, 26. febr. 2013, Kari Gåsvatn. Fríverslunarbandalag ESB og Bandaríkjanna „Ég vil vera bóndi,“ sagði Brita Skallerud, varaformaður Norges Bondelag, í grein í blaðinu Nationen 18. mars. „Ég vil vera bjartsýn. Ég skal framleiða matinn fyrir þig. Ég vil stunda búfjárrækt. Ég vil vera sjálfseignarbóndi. Ég vil ekki að stórfyrirtæki eigi mig og jörðina mína. Ég vil njóta mín og eiga heima í sveitinni minni. Ég vil vera mikilvæg fyrir samfélagið þar sem ég bý og vera til gagns. Ég vil gefa næstu kynslóð kost á að eiga jafn gott líf og ég sjálf á. Ég vil eiga búfé á beit, ég vil geta tekið mér frí, ég vil læra, ég vil fá greitt fyrir það sem ég vinn, ég vil standa með varanlegum verðmætum og styðja sjálfbært líf þeirra sem koma á eftir mér. Ég vil taka ábyrgð, ég vil sjá kornið bylgjast á akrinum. Ég vil vinna mikið en líka eiga frítíma. Það er um þetta sem málið snýst, þú og ég sem bændur eigum ekki aðeins að komast af heldur lifa eðlilegu lífi við heimsins mikilvægasta starf. Við þurfum að eiga aðgang að fé til fjárfestinga, til að greiða afleysingarmanni til þess að geta skroppið í frí við eins og aðrir. Við eigum að geta lagt inn afurðir; kjöt, mjólk, egg, grænmeti eða korn, án þess að nágranninn verði að leggja niður búskap sinn og það á að nýta landgæðin á litlum sem stórum jörðum. Bændum á einnig að gefast kostur á að taka þátt í þróun samfélags síns og njóta opinberrar þjónustu og sömu launahækkana og aðrir þegnar þjóðarinnar. Framleiðslukostnaður matvæla í Noregi hefur hins vegar hækkað tvöfalt meira en söluverð þeirra síðusta áratug. Skýringin er sú að það er olíugróðinn sem er aðaláhrifavaldurinn í hagkerfinu. Jafnframt er ekki pólitískur vilji til að greiða fyrir þá samfélagsþjónustu sem bændur veita til jafns við önnur verkefnið sem hið opinbera fjármagnar, svo sem heilbrigðismál, varnarmál, lestarsamgöngur, vegagerð, fræðslumál og margt fleira. Gamalt máltæki segir að margs þarf búið við. Sumt af því er bundið efnahag, annað ekki.“ Ég skal framleiða matinn fyrir þig Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2013 – síðari hluti Rétt meðferð geldkúa skiptir sköpum í mjólkurframleiðslu Í einni málstofunni var fjallað um nautakjötsframleiðslu og þar m.a. kynntar hugmyndir um bætta nýtingu sláturafurða. Hér má t.d. sjá hvernig breyta má kálfahausum í eftirsótta vöru í suðurhluta Evrópu. Svona hálf kálfahausarúlla kostar 8,9 evrur pr. kíló út úr búð eða um 1.350 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.