Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Bættar samgöngur og lengri
áætlunarferðir í Þórsmörk
Reykjavík Excursions / Kynnis-
ferðir hafa í samstarfi við
ferðaþjónustu aðila í Þórsmörk
ákveðið að lengja áætlun rútuferða
í Þórsmörk nú í ár. Þetta er gert til
að mæta aukinni eftirspurn eftir
ferðum í Þórsmörk á vorin og
haustin og auðvelda ferðamönnum
að komast í Mörkina með öruggum
hætti.
Áætlunarferðir í Þórsmörk hefjast
því 2. maí í vor, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Reglulegar ferðir verða farnar allt þar
til í lok október í haust. Með þessari
breytingu er tímabil áætlunarferða í
Þórsmörk lengt um einn og hálfan
mánuð bæði í vor og haust frá því
sem verið hefur.
Farnar verða ferðir einu sinni á
dag í maí, fjóra daga vikunnar eða
fimmtudaga, föstudaga, laugardaga
og sunnudaga samkvæmt áætlun
RE14 sem leggur af stað frá BSÍ
kl. 9 að morgni dags. Daglegar
ferðir hefjast svo 13. júní þar sem
farnar verða ferðir tvisvar sinnum
á dag milli Húsadals í Þórsmörk og
Reykjavíkur og verður sú áætlun í
gangi fram til 15. september. Frá 16.
september til loka október verður ekið
eins og í maí eða fjóra daga vikunnar.
Ekið er á milli Húsadals, Langadals
og Bása og geta ferðamenn farið úr
eða stigið um borð í rúturnar á öllum
þessum stöðum og haldið ferð sinni
áfram með áætlunarferðinni. Bóka
þarf í ferðirnar á vorin og haustin með
minnst 12 tíma fyrirvara en hægt er
að mæta beint í rúturnar á öðrum
tímabilum.
Þessu til viðbótar verður boðið upp
á kvöldferðir fjóra daga vikunnar eða
þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga
og sunnudaga á tímabilinu 13. júní
til 31. ágúst í sumar.
Auðvelda ferðamönnum
aðgengi að Þórsmörk
„Markmið okkar með lengri áætlun
og aukinni tíðni rútuferða í Þórsmörk
er að auðvelda ferðamönnum
aðgengi að Þórsmörk og svara
aukinni eftirspurn eftir samgöngum
í Þórsmörk á vorin og haustin. Ferðir
okkar í Þórsmörk eiga sér langa sögu
og á hverju ári flytjum við þangað
þúsundir erlendra ferðamanna,
skólabarna og áhugamanna um
útivist sem vilja upplifa náttúru
svæðisins. Áætlunarferðir í Þórs-
mörk tengjast einnig ferðum
okkar í Landmannalaugar, þar sem
ferðamenn sem ganga Laugaveginn
geta tekið rútuna aftur eftir gönguna
yfir Laugaveginn og komist þannig
áfram leiðar sinnar um landið. Það
er okkur því mikil ánægja að kynna
þessa breytingu og stuðla með því
að betri samgöngum í Þórsmörk,“
segir Gréta Björg Blængsdóttir,
innkaupa- og vörustjóri hjá Reykjavík
Excursions / Kynnisferðum.
„Lengri áætlun bætir aðgengi
ferðamanna að Þórsmörk til muna og
hefur mikil og jákæð áhrif á rekstur
þeirra fyrirtækja og félagasamtaka
sem bjóða upp á ferðir, gistingu
og aðra þjónustu í Þórsmörk.
Ferðaskipuleggjendur geta nú
skipulagt ferðir í Þórsmörk lengur á
vorin og haustin og við sem tökum
á móti ferðamönnum í Mörkinni
getum boðið betri þjónustu og haldið
úti starfsemi lengur en ella. Með
kvöldferðum fær fólk lengri tíma til að
ganga um Þórsmörk og eftir gönguna
getur það fengið sér kvöldverð í
Húsadal áður en það heldur til baka
eftir ánægjulega dagsferð. Lengri
áætlun og aukin tíðni rútuferða eykur
líka öryggi ferðamanna þar sem þeir
þurfa síður að aka sínum eigin bílum
yfir jökulárnar,“ segir Bjarni Freyr,
framkvæmdastjóri Volcano Huts í
Húsadal í Þórsmörk.
Hægt að taka rútuna á
ýmsum stöðum
Hægt verður að taka rútuna alla
leið úr Reykjavík eða stíga um borð
á ýmsum stöðum á leiðinni s.s. á
Hvolsvelli og við Seljalandsfoss.
Nánari upplýsingar um tímaáætlun,
verð og miðabókanir er að finna á
vefsíðu Volcano Huts í Húsadal
www.volcanohuts.com og á vefsíðu
Reykjavík Excursions www.re.is.
Meira í leiðinni
N1 VERSLUN
KLETTAGARÐAR 13 | AKRANES | ÓLAFSVÍK | AKUREYRI
REYÐARFJÖRÐUR | HÖFN | VESTMANNAEYJAR | GRINDAVÍK WWW.N1.IS
FATNAÐUR
FYRIR BÆNDUR Á
EINUM STAÐ
9608 1821-K
BARNASAMFESTINGUR
6.900 KR.
9623 5025-AT/C
MARGVASABUXUR
8.940 KR.
9623 0211
SAMFESTINGUR BEAVER
10.960 KR.
9628 120020
SAMFESTINGUR ÞUNNUR
9.760 KR.
9628 2250
SLOPPUR
9.190 KR.
7151 69227*
ÖRYGGISSKÓR RENO
10.340 KR.
9617 0S2404
RÚSSKINNSHANSKAR
STYRKTUR LÓFI
435 KR.
Bændablaðið
Kemur næst út
24. apríl