Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Deildarfundur Norðausturdeildar Auðhumlu: 29 framleiðendur með úrvalsmjólk Deildarfundur Norðausturdeildar Auðhumlu, samvinnufélags mjólk- urframleiðenda, var haldinn í Sveinbjarnargerði í liðinni viku. Á honum voru veittar viðurkenn- ingar til kúabænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu sem framleiddu úrvalsmjólk á árinu 2012. Alls framleiddu 64 kúabændur á öllu landinu úrvalsmjólk á sl. ári og þar af voru 29 á svæði MS Akureyri. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins 2012. Mörk fyrir 1. flokk A eru þau að beint meðaltal líftölu sé jafnt eða minna en 25 þús., faldmeðaltal mánaðarins á frumum sé undir 220 þús., að engar lyfjaleifar finnist í mánuðinum og faldmeðaltal frírra fitusýra sé jafnt eða minna en 1,1 mmol/l. Kristján Gunnarsson mjólkur- eftirlitsmaður hjá MS tilkynnti á fundinum að hann hyggðist láta af störfum um næstu áramót, eftir áratuga farsæl störf hjá MS Akureyri. Bændur þökkuðu Kristjáni fyrir vel unnin störf með því að rísa úr sætum sínum og klappa fyrir honum. Eftirtaldir bændur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk: Jóhann Tryggvason Vöglum Helgi og Beate Stormo Kristnesi Kristín S. Hermannsdóttir Merkigili Félagsbúið Espihóli Espihóli Níels Helgason Torfum Jóhann H. Jónsson Stóra-Dal Félagsbúið Villingadal Villingadal Hlynur Þórsson Akri Gamla Klauf ehf. Klauf Benjamín Baldursson Ytri-Tjörnum 2 Guðmundur Gylfi Halldórsson Breiðabóli Gestur Jónmundur Jensson Efri-Dálksstöðum Dagverðareyri ehf. Dagverðareyri Gunnsteinn Þorgilsson Sökku Sveinn Kjartan Sverrisson Melum Urðarbúið Urðum Félagsbúið Böðvarsnes Böðvarsnesi Karl Björnsson Veisu Gunnar Hallur Ingólfsson Steinkirkju Vogabú ehf. Vogum Glúmur Haraldsson Hólum Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum Ketill Indriðason Ytra-Fjalli Arndísarstaðir ehf. Arndísarstöðum Ingvar Ketilsson Halldórsstöðum Ólafur Haraldsson Fljótsbakka Ingjaldsstaðabú ehf. Ingjaldsstöðum Félagsbúið Hraunkoti Hraunkoti 1 Sigtryggur Garðarsson Reykjavöllum. /MÞÞ Myndir / Hallgrímur Einarsson - Aðalfundur Landssambands kúabænda 2013: Sextíu prósent kúabænda andsnúin íblöndun erlends erfðaefnis – gera kröfu um að tollar á innfluttum mjólkurafurðum fylgi verðlagsþróun Sextíu prósent íslenskra kúabænda eru mótfallnir því að blanda erlendu erfðaefni við íslenska kúastofninn í því skyni að auka hagkvæmni mjólkurframleiðslu. Þetta kom fram í setningarræðu Sigurðar Loftssonar, formanns Landssambands kúabænda (LK), við upphaf aðalfundar sambandsins sem var haldinn á Egilsstöðum 22.- 23. mars síðastliðinn. „Kynbótastarfið er einn helsti drifkraftur aukinnar hagvæmni mjólkurframleiðslunnar. Það er því ekki óeðlilegt að um það séu skiptar skoðanir innan greinarinnar hvernig best sé að þeim málum staðið og vissulega takmarkar stærð stofnsins umtalsvert þá möguleika sem við höfum til að hraða erfðaframförum samanborið við nágrannalöndin. Hugmyndir um að ýta undir framfarir í kúastofninum með innflutningi erfðaefnis hafa verið til umræðu á vettvangi LK nú um langt árabil og tekist á við sjónarmið þeirra sem vilja halda stofninum hreinum í því tilliti. Niðurstaða viðhorfskönnunar LK á afstöðu bænda til þessa máls er hins vegar nokkuð afgerandi og athyglisverð, en tæp 60% hópsins vilja ekki að notuð sé innblöndun í íslenska kúastofninn við framræktun hans. Það er því ljóst að ekki getur orðið að neinni innblöndun á vettvangi hins sameiginlega kynbótastarfs meðan svo er og þá niðurstöðu ber að virða,“ sagði Sigurður í ræðu sinni. Margir nota heimanaut Sigurður nefndi í framhaldi af þessu að enn væru miklir möguleikar á að ná framförum í ræktunarstarfinu. Í viðhorfskönnuninni sem Sigurður gerði að umtalsefni kom í ljós að tæp 60 prósent svarenda notuðu heimanaut á kvígur. Reyndar sýna niðurstöður skýrsluhalds að hlutfallið er enn hærra eins og kom fram í síðasta Bændablaði, eða 70,4 prósent. Sigurður sagði að mikilvægt væri að draga úr notkun á heimanautum til að bæta kynbótastarfið. „Í yfirliti greinar eftir þá Ágúst Sigurðsson og Jón Viðar Jónmundsson um árangur ræktunarstarfsins á umliðnum áratugum og sem vitnaða var til á þessum vettvangi fyrir ári síðan kom fram að: „Erfðaframfarir hin síðari ár hafa verið 11% af erfðabreytileika, en gætu verið 16% við bestu aðstæður, þar sem allir bændur tækju fullan þátt, ættfærslur fullkomnar og eingöngu notuð sæðinganaut. Það megi því segja að kerfið keyri á 11/16 afköstum, eða um 70%. Sú staða hlýtur að vera með öllu óviðunandi, greinin ætti ekki að sætta sig við minna en 90-95% afköst því þarna er um stórar upphæðir að tefla í aukinni hagkvæmni rekstrarins.“ Í þessu ljósi er athyglisverð sú niðurstaða viðhorfskönnunarinnar að tæp 60% svarenda notar heimanaut á kvígurnar og þegar spurt er um ástæður þessa, svarar sama hlutfall því til að þetta sé gert til þæginda. Einungis tæp 8% tilgreina háan sæðingakostnað og 9% að sæðinganautin uppfylli ekki kröfur þeirra. Í könnuninni kemur líka fram að heimanautanotkunin er mest meðal minnstu búanna og er þá sama hvort um er að ræða kvígur eða kýr. Á þessum sömu búum er samt andstaðan við innblöndun í stofninn líka áberandi mest. Kynbótastarfið eins og það er uppbyggt hér á landi er félagslegt verkefni og árangurinn í réttu samræmi við virkni þátttakenda. Samstaða er forsenda árangurs, þeir sem hana vilja ættu því að ganga á undan með góðu fordæmi.“ Stjórnin endurkjörin Sigurður var endurkjörinn formaður á fundinum, sem og aðrir stjórnarmenn, þau Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði, Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 og Trausti Þórisson á Hofsá. Varamenn eru eftir sem áður Jóhanna Hreinsdóttir í Káraneskoti og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal. Samræmd gjaldskrá fyrir sæðingar Ríflega tuttugu ályktanir voru samþykktar á fundinum. Þeirra á meðal var ályktun um góða búskaparhætti en þeir væru, ásamt snyrtimennsku, mikilvægir til að tryggja velferð dýra og þar með byggja upp traust og velvilja í garð framleiðslunnar. Umgengni og vinnubrögð gætu haft bein áhrif á gæði og hreinleika afurðanna. Aðalfundurinn fagnaði vinnu sem unnin hefur verið við undirbúning útkomu handbókar með „leiðbeiningum um góða framleiðsluhætti“ og hvatti til samstarfs LK, afurðastöðva og Matvælastofnunar sem byggði á leiðbeiningunum og miðaði að því að skapa skilvirkt kerfi með fáum eftirlitsaðilum. Ályktað var um sæðingar- starfsemi og hvatt til þess að komið yrði á samræmdri gjaldskrá fyrir allt landið. Þá lýsti fundurinn áhyggjum vegna ótryggrar dýralæknaþjónustu á ákveðnum svæðum um landið og skoraði á stjórnvöld að endurskoða vaktsvæði dýralækna í ljósi þess að þau væru allt of víðfeðm til að einn vaktlæknir gæti sinnt þeim. Að sama skapi krafðist fundurinn þess að starfshópur sem ætlað er að fara yfir löggjöf og reglur um afhendingu dýralyfja yrði skipaður hið fyrsta og að hann ynni hratt og vel. Vilja meiri tollkvóta Kúabændur leggja jafnframt áherslu á að stjórnvöld sjái til þess að tollar á innfluttum mjólkurafurðum fylgi verðlagsþróun en verðtollar hafa verið óbreyttir frá undirritun WTO samninganna árið 1995. Fundurinn vill jafnframt að unnið verði af krafti að því að auka tollkvóta fyrir íslenskar mjólkurvörur á markaði innan Evrópu, í ljósi mikillar eftirspurnar og sölu á skyri á Finnlandsmarkað. Í ljósi nýlegrar skýrslu um holdanautaræktun og nautakjöts- framleiðslu ályktaði aðalfundurinn að brýna nauðsyn bæri til að flytja inn nýtt erfðaefni til að bæta holdanautastofninn í landinu. Ætti á annað borð að stunda holdanautaræktun hér á landi væri það óhjákvæmilegt. Þó yrði að kanna hvernig hægt væri að standa að slíkum innflutningi svo hann væri ásættanlegur með tilliti til sóttvarna annars vegar og kostnaðar hins vegar. Magnús B. hlaut heiðursverðlaun Á fundinum var Magnúsi B. Jónssyni veitt heiðursviðurkenning LK, en Magnús hefur um áratugaskeið starfað í þágu bænda, sem skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, sem rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ráðunautur og síðast landsráðunautur í nautgriparækt en því starfi gegndi hann fram á síðasta ár er hann lét af störfum. /fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.