Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 1
7. tölublað 2013 Fimmtudagur 11. apríl Blað nr. 392 19. árg. Upplag 28.000 Áætlað er að hægt verði að grisja allt að 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu 5-10 árum. Lauslega áætlað er verðmæti grisjunarviðarins um 3,8 millj- arðar króna sem leggst við aðra atvinnuskapandi og gjaldeyris- sparandi verðmætaframleiðslu á Íslandi. Gleðilegu tíðindin eru þau að eftirspurn eftir trjáviði er margfalt meiri en framboðið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í verkefninu Íslensk skógrækt, Ísú sem Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá hefur með höndum, en þetta verkefni hefur staðið fyrir úttektum á ræktuðum skógum hér á landi með það að meginmarkmiði að reikna út kolefnisbúskap þeirra. Það er mikilvægur hluti í bókhaldi gróðurhúsaloftegunda á Íslandi sem yfirvöld hafa skuldbundið sig til að gera með undirritun Kyoto- bókunarinnar. Þau gögn sem safnast við þessa úttekt er hægt að nýta til að gefa upplýsingar um margt annað í fari ræktaðra skóga á Íslandi en kolefnis- búskap. Þetta eru upplýsingar sem lýsa stærð og ástandi skóga í þátíð og nútíð og eru líka forsenda fyrir spá fyrir um framtíð skóganna. Þannig er m.a. hægt, með nokkurri nákvæmni, að áætla flatarmál og til gamans fjölda trjáa í ræktuðum skógum. Yfir 6 milljónir plantna gróðursettar 2007 en aðeins 3,5 milljónir á síðasta ári Skipulög skógrækt hófst hér á landi árið 1899 en fyrstu áratugina var ræktun nýrra skóga með gróðursetningu trjáplantna afar takmörkuð. Þegar mest var, árið 2007, voru gróðursettar yfir 6 milljónir plantna. Afköst hafa hins vegar dregist verulega saman undanfarin ár vegna niðurskurðar á fjárlögum og stefnir nú allt í að árleg gróðursetning á þessu ári verði einungis um 3,5 milljónir plantna. 56 milljónir gróðursettra trjáa á Íslandi síðastliðin 114 ár Í skógunum sem ræktaðir hafa verið síðastliðin 114 ár standa nú um 56 milljónir gróðursettra trjáa á 37.900 ha lands. Að auki er að finna í þessum skógum um 12 milljónir af sjálfsáðum trjáplöntum, aðallega íslenskt birki. Þannig tekur náttúran sjálf virkan þátt í skóggræðslunni. /MÞÞ – Sjá nánar á bls. 14 og 28 Hægt að grisja um 290 þúsund rúmmetra af trjáviði á næstu árum: Verðmæti grisjunarviðar gæti numið um 3,8 milljörðum 18 Frá grisjun í Vaglaskógi. Mynd / MÞÞ Ný norsk rannsókn: Repja í svínafóðri talin gefa hollari afurðir Í nýrri rannsókn sem gerð var á repju í svínafóðri – og fjallað er um í norska tímaritinu Svin – kemur í ljós að grísir hafi ákjósan- lega hæfileika til að framleiða hollt kjöt og holla fitu. Prófanir á nýju repjuríku svínafóðri, sem gerðar voru í Øyer í Noregi, benda til að framleiða megi svínakjöt sem sé ríkara af æskilegum fjölómettuðum fitusýrum. Á blaðsíðu 38 þýðir og stað- færir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, þessa grein. Þar kemur m.a. fram að löngum hafi það verið talið æskilegt að auka magn fjölómettaðra fitusýra í svínakjötsafurðum. Það sé þó einnig æskilegt að auka hlutfall omega-3 fitu- sýra, þar sem omega-6 fitusýrur séu orðnar yfirgnæfandi í mataræði hinna velmegandi samfélaga. Í greininni kemur enn fremur fram að jórturdýr og önnur dýr sem alin eru á grænu grasi gefi almennt af sér kjötafurðir sem innihalda hollari fjölómettaðri fitu en þau sem hafa verið alin á fóður- blöndum sem innihalda korn og soja. Því sé gjarnan haldið fram að omega- 3 fitusýrur sé aðallega að finna í fiski, en húsdýr geta gefið af sér kjötafurðir sem innihalda nægilegt magn omega-3 fitusýra, bara ef þau eru alin á réttum fóðurefnum. Rannsóknin sýndi fram á að grísir sem fengu repjublandað kjarn- fóður höfðu hagstæðari fitusýru- samsetningu en grísir sem fengu staðlaða kjarnfóðurblöndu. Fitan af repju grísunum var aukinheldur mýkri og léttara að skera í. Sjá á bls. 38. Mynd / smh „Þetta lítur því miður ekki nægilega vel út. Það bendir allt til þess að þetta verði mikið kalár,“ segir Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum, en hann hefur fylgst með þróun mála undanfarnar vikur og er ekki bjartsýnn. Svell eru að sögn Bjarna víða enn undir snjó, en í hlákukafla sem gerði í mars tók hann verulega upp sums staðar. Ekki er útlit fyrir að snjó taki upp í bráð, veðurspá er ekki hagstæð næstu daga, en Bjarni segir að varla komi í ljós fyrr en að hálfum mánuði liðnum eða jafnvel þremur vikum hvernig staðan nákvæmlega er. Sýni voru tekin á Möðruvöllum í febrúar og kom í ljós að sumar gras- tegundir voru þá þegar dauðar enda hefur svell legið yfir túnum meira og minna í allan vetur. Svellþol jurta er mismunandi, en túngrös eru almennt afar þolin og er þumalfingursreglan sú að þau lifa allt að þriggja mánaða svell. „Staðan er ekki góð, fátt bendir til annars en að víða verði mikið um kal hér í Eyjafirði, einkum þó í utan- verðum firðinum, bæði austan- og vestanmegin. Þetta verður að öllum líkindum slæmt kalár,“ segir Bjarni. Ástandið er skárra í innanverðum Eyjafirði og þá nefnir Bjarni að mik- ill snjór sé enn yfir í Svarfaðardal og þar séu öll kurl ekki enn komin til grafar. /MÞÞ Útlit fyrir slæmt kalár Fátt bendir til annars en að slæmt kalár sé fram undan á norðanverðu landinu. Mynd / Vikudagur Hádeigsfundur um matvælaframleiðslu, tollvernd og fæðuöryggi: Hver á að framleiða matinn okkar? Bændasamtök Íslands boða til hádegisfundar mánudaginn 15. apríl um fæðuöryggi og mikilvægi þess að þjóðir nýti náttúrulegar aðstæður til framleiðslu á mat. Norski fyrirlesarinn Christian Anton Smedshaug, sem hefur komið hingað til lands áður og verið sannspár um þróun mála, mun halda erindi á Hótel Sögu. Á fundinum verður meðal annars spurt hvaða leiðir Íslendingar eigi að velja til að tryggja fæðuöryggi og leggja sitt af mörkum í matvælaframleiðslu heimsins. Þá mun Christian Anton ræða af hverju og hvernig tollum er beitt sem stjórntæki til að verja innlenda matvælaframleiðslu. Fundurinn er öllum opinn og hádegis hressing verður í boði bænda. Nánar er fjallað um efni fundarins á bls. 4. Með áratuga reynslu í viðgerðum á vélum fyrir bændur 24 Nauðsynlegt að konur í landbúnaði hafi fyrirmyndir til að horfa til 66 Bærinn okkar Hvannabrekka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.