Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Véla- og renniverkstæðið Kapp ehf. í Garðabæ varð til um síðustu áramót þegar Freyr Friðriksson keypti Véladeild Egils ehf.:
Með áratuga reynslu í viðgerðum
á vélum fyrir bændur
Véla- og renniverkstæðið Kapp
ehf. í Garðabæ tók til starfa sem
sjálfstætt fyrirtæki um áramótin
þegar Freyr Friðriksson keypti
véla & renniverkstæðið út úr
Agli ehf, áður Egill vélaverkstæði
ehf. Kapp ehf. er nú með
vélaverkstæðishlutann en Egill ehf.
starfar eftir söluna á véladeildinni,
einkum í viðgerðaþjónustu á sviði
kæli-, raf- og heimilistækja, og
er með CNC-verkstæði sem og
framleiðslu á fiskvinnsluvélum.
Freyr Friðriksson er eigandi
Kapp. Hann segir að mikið hafi verið
að gera í viðgerðarþjónustu fyrir
bændur, m.a. í upptektum á vélum
í dráttarvélar. Sjálfur þekkir Freyr
ágætlega til í sveitum, enda kynntist
hann sveitastörfunum vel sem vinnu-
maður í nokkur sumur í Smáratúni
í Fljótshlíð. Í Fljótshlíðinni á hann
líka bústað og er um leið að eigin
sögn frístundabóndi. Hann er mennt-
aður vélvirki með framhaldsnám í
Danmörku sem hann lauk árið 1999
og fór þá beint til starfa hjá Agli.
„Ég hef verið framkvæmdastjóri
Egils undanfarin þrettán ár og átti
það fyrirtæki áður, en seldi það árið
2005 en sá áfram um reksturinn. Í
janúar urðu kaflaskil í fyrirtækinu
þegar ég keypti véladeildina út úr
Agli vélaverkstæði. Það má því segja
að ég sé kominn með Kapp eins og
Egill var í upphafi. Við önnumst alla
grunnvinnu í viðgerðum, slípum
sveifarása, gerum við hedd, rennum
ventla og ventilsæti ásamt því að
plana og þrýstiprófa blokkir. Þá
liggur mikil reynsla hjá okkur þegar
kemur að rennismíði og alls konar
reddingum er tengjast viðgerðum
almennt, en fyrst og fremst er
okkar sérfag ásprautun, þar sem við
sprautum á slitfleti undan pakkdósa-
og legusætum og gerum þannig
notaðan skemmdan hlut að nýjum.
Þetta var búið að vera okkar sérgrein
í Agli síðan 1959.“
Þekktir fyrir ásprautun
Ásprautunin sem Freyr nefnir er
þannig framkvæmd að vír er rennt
inn í ásprautunarbyssu sem bræðir
vírinn og er málminum sprautað á
öxla, tjakkstangir eða annað sem
þarf að lagfæra. Síðan er viðkomandi
hlutur slípaður niður í rétt mál og
er viðgerður hlutur þá kominn með
slitsterkara yfirborð en upphaflega.
Segir Freyr að þetta sé oft mun
ódýrara en að kaupa nýjan íhlut frá
verksmiðju.
Freyr segist vera mjög heppinn
með starfsmenn, sem eru nú orðnir
sex talsins og hafa sumir starfað hjá
Agli um áratuga skeið. Þar má t.d.
nefna Harald Guðjón Samúelsson
sem fæddur er í Fremstuhúsum í
Dýrafirði. Móðurbróðir hans var
Drengur Guðjónsson, sem var vel
þekktur þar um slóðir, en hann lést
árið 1990. Drengur tók við búinu á
Fremstuhúsum og stundaði auk þess
akstur með farþega á milli Þingeyrar
og Ísafjarðar.
„Ég byrjaði að læra hjá Agli
2. júní 1969. Það hefur ýmislegt
breyst í þessum geira síðan,“ segir
Haraldur.
„Ég er svo heppinn að vera með
svona reynslubolta með mér ásamt
yngri mönnum. Sú reynsla sem
þessir karlar búa yfir finnst ekki
víða.“
Freyr segir ekki spurningu um
að upptekt og viðgerð á mótor
úr dráttarvél eða vinnuvél geti
margborgað sig. Slíkur mótor, eins
og úr JCB-gröfu, geti hæglega
kostað alltað fjórar milljónir
króna, en umtalsverð viðgerð kosti
kannski um einn fjórða af því verði.
Segir hann að yfirleitt sé annað
uppi á teningnum þegar komi að
úrbræddum fólksbílavélum en þá sé
oft hæpið að það borgi sig að gera við
þær enda bílverðið það lágt að menn
leggja ekki oft út í mikinn kostnað
þegar kemur að heildarupptektum
og slíku.
Vel búið tækjum
Kapp ehf. er vel búið tækjum sem
flest tilheyrðu áður Agli. Þar má
nefna planvél til að plana vélablokkir
og hedd, auk borvélar til að bora út
fyrir slífum í sílindra (strokka). Þá er
Kapp með sérstakan suðuklefa fyrir
pinna- og MIG-suðu. Hedd í nútíma
jeppavélum eru flest smíðuð úr áli í
dag og hætt er við að í þeim myndist
sprungur. Þessar sprungur er oft
erfitt að sjá þar sem þær opnast ekki
nema við ákveðinn hita og þá undir
álagi á vél. Kapp er með sérstaka
þrýstiprófunarvél til að þrýstiprófa
slík hedd. Flaggskip Kapp er svo
slípivél, sem er nánast öll tölvustýrð
og sú eina sinnar tegundar í landinu.
Vönduð vinnubrögð skapar traust
Freyr segir að lykillinn að vel-
gengni sé að öðlast traust þeirra
viðskiptavina sem unnið er fyrir.
Þá dugi ekkert annað en vönduð
vinnubrögð og lipur þjónusta. Það
spyrjist síðan gjarnan út, sem sé
besta auglýsingin sem hægt er að
fá. Það hafi m.a. fleytt þeim áfram
í þjónustu fyrir bændur og ýmsa
vélainnflytjendur. „Við erum reyndar
með slagorð sem er; þú finnur traust í
okkar lausn,“ segir Freyr Friðriksson.
„Ef við stöndum okkur ekki þá leita
menn ekki til okkar aftur, svo einfalt
er það.“ /HKr.
Myndir / HKr.