Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 62

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Lesendabás Íslendingar eru fámenn þjóð sem á mikið ræktunarland, miklar orku- lindir og mikið vatn. Hækkandi matvælaverð á heimsvísu og breytingar á veðurfari munu opna mikla möguleika fyrir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Mörg nágrannaríkja okkar hafa á undanförnum árum lagt aukinn kraft í framleiðslu og markaðs- setningu landbúnaðarafurða. Ísland á að undirbúa sig undir þær breytingar sem eru framundan á matvælamörkuðum heimsins. Matvælaþörf margfaldast í heiminum Það er sama hvort um er að ræða erlendar ríkisstjórnir, alþjóða- stofnanir, vísindamenn eða viðskipta tengda fjölmiðla flestir eru sammála um að heimurinn muni breytast hratt á næstu áratugum og að matvælaframleiðsla verði veigameiri í allri pólitískri umræðu. Jarðarbúar eru í dag yfir 7 milljarðar talsins og spár gera ráð fyrir því að þeim fjölgi í 9 milljarða til ársins 2050. Íbúum fjölgar um 200.000 dag hvern eða um 140 einstaklinga á hverri mínútu. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur gefið út yfirlýsingu um að vegna fólksfjölgumar og breytinga á neysluvenjum megi gera ráð fyrir því að matvælaþörf heimsins muni aukast um 70% til ársins 2050. Á sama tíma hefur efnahagsleg framþróun aukið kaupgetu hundruða milljóna manna í Asíu og víðar. Í Asíu er t.d. gert ráð fyrir stóraukinni mjólkur- og kjötneyslu í stað korns og hrísgrjóna. Nefna má í því samhengi að þrátt fyrir stóraukna mjólkurframleiðslu í Asíu gera spár ráð fyrir að árið 2025 muni innflutningsþörf Kínverja á mjólk nema heildarmjólkurframleiðslu Frakklands, Rússlands og Bandaríkjanna. Þættir sem vinna gegn aukinni matvælaframleiðslu Samhliða þessari auknu eftirspurn eru ýmsir stórir þættir sem vinna gegn aukinni framleiðslu eða munu stuðla að mikilli hækkun matvæla- verðs. Hækkandi orkuverð og notkun jurta til olíuframleiðslu. Besta ræktunarland heimsins er þegar fullnýtt og framboð á nýju ræktunarlandi fer minnkandi. Árið 1960 voru 1,45 ha af ræktuðu landi á hvern jarðarbúa en árið 2003 var þessi tala komin í 0,78 ha. Þetta er m.a. ástæða þess að Kínverjar kaupa stór landsvæði í Súdan, Eþíópíu, Kasakstan og víðar. Vatn er af skornum skammti og ljóst að það verður takmarkandi þáttur í matvælaframleiðslu heimsins innan fárra ára. Sem dæmi má nefna að það þarf 15 m3 af vatni til að framleiða 1 kg af nautakjöti og 0,4 -3 m3 af vatni til að framleiða 1 kg af korni. Talið er að jarðabúar nýti rúmlega 50% af nýtanlegu ferskvatni heimsins og að þetta hlutfall verði komið í 90% árið 2050. Loftslagsbreytingar munu einnig hafa mikil áhrif á landbúnaðarfram- leiðslu og mörg fæðuframleiðslu- svæði verða fyrir neikvæðum áhrif- um, m.a. vegna þurrka og flóða. Þetta mun hins vegar hafa þau áhrif að köld og dreifbýl lönd í norðri hlýna og verða góð ræktunarlönd. Ísland á að nýta sóknarfærin Á nýafstöðnu flokksþingi Fram- sóknar flokksins var m.a. mótuð stefna í landbúnaðarmálum. Framsóknar flokkurinn vill að staðinn verði vörður um matvælaframleiðslu þjóðarinnar, hvatt verði til nýsköpunar í landbúnaði og leitað verði leiða til að nýta þau fjölmörgu sóknarfæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu hér á landi. Þingflokkur Framsóknar hefur í framhaldi af þessum samþykktum lagt til á Alþingi að allir helstu hagsmuna- aðilar á sviði landbúnaðarframleiðslu og matvælaiðnaðar verði kallaðir til og unnin verði áætlun um aðgerðir sem miði að því að stórauka matvælaframleiðslu landsins. Það þarf að skoða alla lagaumgjörð landbúnaðarins, menntastofnanir á sviði landbúnaðar þurfa að taka þátt í þessu átaki og fara þarf sérstaklega yfir allt sem snýr að nýsköpun, markaðs- og sölumálum. Ísland á að nýta sér þau sóknarfæri sem felast í aukinni matvælaframleiðslu. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins Sóknarfæri í aukinni matvælaframleiðslu Ásmundur Einar Daðason XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember 2007, þegar almenn verðtryggð húsnæðislán urðu ólögleg hér á landi, þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir að allir, sem að áttu verðtryggð húsnæðislán eftir þessa dagsetningu munu fá leiðréttingu til dagsins í dag í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá, sem að tóku lán sín fyrr eða þá, sem að greiddu upp lán sín eftir þann tíma. Allir munu fá leiðréttingu sinna mála frá 01.11.2007. Undanbragðalaust. Bankarnir eða fólkið Seðlabankinn mun stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem að kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og skuldbreytir þeim eða endurgreiðir hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli þeirra, sem þegar voru búnir að gera upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf skuldunautum til handa til langs tíma til þess að stilla greiðslubyrðina af við greiðslugetuna. Nýju bréfin verða færð niður til þess, sem að þau hefðu verið 01.11.2007 og munu bera 7,65% fasta vexti. Með því að Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01% vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Það er vaxtamunurinn, sem mun greiða upp þessa leiðréttingu. Þannig rennur þessi mismunur því til fólksins en ekki til bankanna, sem hefði verið ef ekkert væri að gert. Stimpil og uppgreiðslugjöld vegna aðgerðanna verða afnumin og útburðum sýslumanna frestað. Ekki verðbólguhvetjandi Hinn nýi sjóður mun greiða lánardrottnunum, eigendum gömlu bréfanna, bréfin að fullu. Þannig fá þeir allt sitt strax og vandi ÍLS þar með leystur, en með því að þeim er gert að með sérstakri bindiskyldu að geyma fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það fé ekki fara í umferð fyrr en Seðlabankanum þóknast það með stjórn sinni á peningamagni í umferð til þess að ráða við verðbólguna. Þetta er eina haldbæra lausnin Það þarf ekki að skoða eða leita eða kortleggja eitt eða neitt. Það er búið að gera það. Þetta er þaulreynd og þekkt aðferð, sem að t.d. lesa má um á Wikipedia.com undir „TARP“, „HAMP“ og „Quantative easing“ eða á www.xg.is undir Kynslóðasáttin. Þetta er eina lausnin sem að fær eða til er án þess að hækka skatta á alla alþýðu manna eða að það kosti stórfé sem að annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stórmáli, sem svo margir þjást undan og ef að það vill að þessum leiðréttingum verði komið á fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri græna með því að setja X við G 27. apríl nk. Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er varaformaður Hægri grænna, flokks fólksins og í 1. sæti listans í Reykjavík norður Öll verðtryggð húsnæðislán eftir 01.11.2007 leiðrétt Kjartan Örn Kjartansson Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar í stjórnarflokkunum fengu alveg einstakt tækifæri til þess að lækka húshitunarkostnað þar sem hann er hæstur, um þriðjung. Það var ekki gert. Þvert á móti hefur húshitunarkostnaður á þessum svæðum hækkað mjög umtalsvert með beinum aðgerðum stjórnvalda á þessu kjörtímabili. Þetta var gert með því að draga úr niðurgreiðslu vegna húshitunar á svo kölluðum „köldum svæðum“ um 600 milljónir króna og innheimta síðan í ofanálag sérstakar arðgreiðslur á orkufyrirtækin sem þjóna íbúum á þessum svæðum upp á hundruð milljóna króna, sem leggst beint ofan á húshitunarkostnaðinn. Hinn mikli húshitunarkostnaður er til staðar á mjög afmörkuðum svæðum á landinu. Þeir sem búa við þessi ósköp eru um 10% landsmanna, eða um 30 til 35 þúsund manns. Þessi sligandi kostnaður veldur því að lífskjör þess fólks sem við býr er verri sem þessu nemur. Tillögur um 30 til 35% lækkun á húshitunarkostnaði Þetta hefur verið mismikið vandamál frá einu ári til annars. Stundum hefur gengið vel að afla fjár til þess að lækka þennan kostnað. Stundum verr. Þetta varð til þess að ég lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi og fékk mér til stuðnings þingmenn úr mörgum stjórnmálaflokkum. Tillagan gekk út á að finna varanlegar leiðir sem tryggðu lækkun húshitunar kostnaðarins. Í framhaldi af þessu setti ríkisstjórnin á laggirnar nefnd sem meðal annars var skipuð fulltrúum „köldu svæðanna“ sem fékk einmitt þetta verkefni. Þessi nefnd vann fljótt og vel. Og 19. desember 2011 lagði nefndin fram tillögur sínar. Tillögur nefndarinnar voru í skemmstu máli þær að dreifingar- kostnaðurinn vegna orkusölu inn á þessi svæði yrði greiddur niður að fullu. Þetta þýddi í raun lækkun húshitunarkostnaður á þessum dýru svæðum um 30 til 35%. Þetta var mjög umtalsvert. Sem dæmi má nefna að árlegur húshitunarkostnaður sem að óbreyttu kerfi hefði numið um 200 þúsund á ári færi niður fyrir 140 þúsund krónur. Til þess að fjármagna þetta var lagt til að lagt yrði á 10 aura gjald á hverja selda kílówattstund. Það var alltof sumt sem þurfti, til þess að ná þessum mikla og mikilvæga áfanga. Lækkun húshitunarkostnaðar var ekki forgangsmál ríkisstjórnarflokkanna Ég spurði þáverandi iðnaðar- ráðherra á Alþingi, fljótlega eftir að tillögurnar komu fram, um hvort þeim yrði ekki hrint í framkvæmd. Ráðherrann tók þessu vel og boðaði aðgerðir haustið 2012. Það kom mér því mjög á óvart þegar ríkisstjórnin birti lista yfir þau þingmál, sem hún ætlaði að leggja fram á síðasta þingi, að þar var ekki að finna neitt mál af þessu tagi. Þó var boðað að lögð yrðu fram á síðasta þingi 177 þingmál frá ríkisstjórninni. Þar var þó ekkert að finna sem laut að lækkun húshitunarkostnaðarins. Forgangsröðun ríkisstjórna birtist auðvitað í þeim þingmálum sem hún vill vinna brautargengi. Á þeim forgangslista var lækkun húshitunarkostnaðar ekki að finna. Að minnsta kosti 177 önnur mál voru að mati ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna, brýnni og nauðsynlegri! A.m.k. þremur mánuðum bætt við húshitunarkostnaðinn! Ríkisstjórnin bætti svo gráu ofan á svart. Á þessu kjörtímabili hafa framlög til lækkunar húshitunarkostnaðar lækkað um 600 milljónir króna að raungildi. Það veldur því að kostnaður þeirra sem búa við hina sligandi húshitun hefur hækkað um sem svarar 80 þúsund krónur á hverja 4 manna fjölskyldu. Ætli það geti ekki svarað til a.m.k. þriggja mánaða kostnaðar við húshitun. Við getum því sagt að þetta valdi því að í raun séu íbúar núna að greiða fyrir 14 til 15 mánaða húshitun, í samanburði við það sem gerðist árið 2008. Þetta er í boði ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar á Alþingi. Höggvið enn í sama knérunn En það er ekki nóg með þetta. Ríkisstjórnin hefur fengið það samþykkt að RARIK og Orkubú Vestfjarða greiða arð til ríkisins, sem fer auðvitað beint út í verðlagið. Á þessu ári á Orkubúið að greiða 60 milljónir og RARIK 310 milljónir. Skoðum aðeins hvað það þýðir. Tökum Orkubúið sem dæmi, af því að það starfar á svokölluðu „köldu svæði“. Það lætur nærri að arðgreiðslukrafan ein valdi því að húshitunarkostnaðurinn hækki sérstaklega á Vestfjörðum um svona 30 þúsund krónur fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þar bætist við enn einn viðbótarmánuðurinn, sem íbúum köldu svæðanna er gert að standa straum af. Og allt í boði stjórnarflokkanna. Lögðum fram frumvarp til lækkunar á húshitunarkostnaði Þegar fullreynt var og ljóst að ríkisstjórnin taldi það ekki ómaksins vert að leggja fram frumvarp til lækkunar á húshitunarkostnaði í samræmi við tillögur eigin nefndar gripum við Ásbjörn Óttarsson alþingismaður til þess ráðs að smíða frumvarp sem byggði algjörlega á tillögum nefndarinnar. Við fengum til liðs við okkur þingmenn úr Sjálfstæðis flokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu auk þingmanna utan flokka, sem urðu meðflutningsmenn. Þrátt fyrir það reyndist ekki vilji stjórnarmeirihlutans að afgreiða málið. Það hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Sá pólitíski meirihluti sem nú situr sína síðustu valdadaga hafði ekki vilja né áhuga til að taka á þessu máli. Þvert á móti. Hann gerði stöðuna á köldum svæðum miklu verra. Nú bíður þetta mál kosninga og nýs stjórnarmeirihluta á Alþingi. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður Húshitunarkostnaðurinn: Hækkaði vegna aðgerða stjórnvalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.