Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Allri sorpbrennslu hjá Sorpsamlagi Þingeyinga á Húsavík var hætt fyrir páska: Yfirvöld sýna tómlæti og stefna í umfangsmikinn akstur með úrgang milli landshluta Allri sorpbrennslu hjá Sorp- samlagi Þingeyinga á Húsavík var hætt rétt fyrir páska, þann 27. mars. Móttaka fyrir sorp verður áfram til staðar í bænum, sem og flokkunarstöð. Til stendur að auka flokkun í héraðinu til að draga úr sorpmagni, en fyrirsjáanlegt er að aka þurfi úrgangi um langan veg til urðunar á næstu mánuðum. Í fyrstu verður það að Stekkjarvík norðan Blönduóss, en í haust er til skoðunar að flytja sorpið austur á Hérað. Hafsteinn H. Gunnarsson, framkvæmda stjóri Sorpbrennslu Húsavíkur, segir stöðuna dapurlega og þessi ákvörðun sem menn hafi neyðst til að taka nú komi sér illa fyrir svæðið. Framtíð sorpbrennslunnar á Húsavík hefur verið afar óljós síðustu vikur og mánuði. Reksturinn hefur verið erfiður, en dýrar og nauðsynlegar endurbætur á tækjabúnaði verða ekki umflúnar. Hvorki tókst að tryggja fjármagn til endurbóta né rekstrargrundvöll brennslunnar. Mögulegt er að hefja brennslu að nýju ef rekstrargrundvöllurinn breytist verulega á næstu örfáu mánuðum. 600 tonn af úrgangi til brennslu Sorpsamlagi Þingeyinga berast árlega um eða yfir 600 tonn af úrgangi til brennslu, einkum dýraleifar og annar úrgangur sem ekki er heimilt að urða, s.s. frá heilbrigðisstofnunum. Úrgangurinn kemur víða að, en sem dæmi má nefna að nú nýlega fékk brennslan til förgunar salmonellusmitaðan kjúkling frá Matfugli, um 7.000 fugla, um 20 tonn á einu bretti. Hafsteinn segir að þegar brennslan á Húsavík loki nú fyrir páska þurfi menn að sækja þjónustuna til Keflavíkur. Þá nefnir hann að lokunin komi sér illa fyrir Norðlenska, sem rekur sláturhús á Húsavík og hefur að jafnaði fargað um 300 tonnum af sláturúrgangi, þ.e. því sem fellur undir áhættuflokk 1 og hvorki er leyfilegt að nýta til moltugerðar eða urða. Ekið með sorpið um þjóðvegi „Það stefnir allt í að eina brennslan sem eftir verður hér á landi verði í Keflavík og þangað verður öllu stefnt sem ekki má farga á annan hátt en með því að brenna. Það virðist vera sem stjórnvöld hafi það á stefnuskrá sinni að fækka urðunarstöðum og sorpbrennslum í landinu markvisst en afleiðingarnar eru þær að verið er að flytja landshorna á milli alls kyns úrgang, ekið verður með hættulegan farm um langan veg,“ segir Hafsteinn. Sorphirða í Þingeyjarsýslum verður með þeim hætti á næstunni að sorpi verður safnað ýmist í móttökustöð á Húsavík eða flokkunar stöð Gámaþjónustu Norður lands á Akureyri, sett í flutnings gáma og ekið til urðunar í Stekkjar vík, urðunarstað Norðurár bs. nálægt Blönduósi. Unnið verður að endurskipulagningu sorphirðu í Þingeyjar sýslum á næstu vikum þar sem áhersla verður á flokkun endurvinnsluefna frá heimilum og rekstraraðilum. Um 250 km leið með sorpið Til staðar er lítill urðunarstaður við Kópasker, starfsleyfi hans rann út í lok síðastliðins árs og er nú unnið að því að endurnýja það. Ekki verður þó heimilt að urða þar sorp nema frá næsta nágrenni, Kópaskeri, Raufar- höfn og sveitum í kring. Fyrir liggur því að sorp íbúa úr suður hluta sýslunnar verði flutt um 250 kíló- metra leið að Stekkjarbakka norðan Blönduóss. Sömu leið þurfi svo að fara til baka, alls um 500 kílómetra. Magnið er um 2000 tonn í heild á ári, en hægt er að taka um 18 tonn í ferð og að sögn Hafsteins er kostnaður við flutninginn vel á annað hundrað þúsund krónur. „Þetta er gríðarlega dýrt og óhagkvæmt, en eins og staðan er í dag virðist þessi kostur sá eini sem í boði er,“ segir hann. Stefnt að því að minnka úrgang með meiri flokkun Reynt verður á næstu vikum að endurskipuleggja sorpmálin í heild og fá íbúa til að flokka meira svo flytja þurfi minna magn á brott. „Við munum áfram taka við sorpi og koma því í réttan farveg,“ segir Hafsteinn, en áhersla verður lögð á flokkun endurvinnsluefna frá heimilum og rekstraraðilum. Markmið flokkunarinnar er að auka endurnýtingu og endurnotkun og minnka þar með það magn sem annars færi til urðunar. Ljóst er að flutningur sorps og endurvinnsluefna eftir þjóðvegum landins munu aukast töluvert með tilheyrandi mengun og sliti á vegum. Unnið er að því að opna urðunarstað í Tjarnarlandi, skemmt frá Eiðum á Héraði síðsumars eða í haust og segir Hafsteinn að ögn styttra og ódýrara verði að flytja úrganginn þangað, en kostnaðarsamt eftir sem áður. Yfirvöld sýna tómlæti Hafsteinn segir að bæði stjórn og eigendur Sorpsamlags Þingeyinga undrist það tómlæti sem yfirvöld hafi sýnt rekstrarumhverfi sorp- brennslna sem starfað hafa samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum, því viðurkennt sé að sorpbrennsla er nauðsynlegur þáttur í úrgangsstjórnun, ekki síst við neyðaraðstæður. Hann bendir á að skipaður hafi verið starfs- hópur á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis á síðasta ári og átti hann að skila tillögur í desember síðastliðnum. Ekki bólaði enn á þeim. Hann hefði sent ráðuneytinu skriflega fyrirspurn um stöðu mála um miðjan janúar, en ekki fengið svar. „Ég fékk ekki einu sinni staðfestingu á að erindi mitt hefði verið móttekið. Það ríkir þögnin ein á þeim bæ,“ segir Hafsteinn. /MÞÞ S orpsamlag Þingeyinga hefur eytt margvíslegum úr- gangi sem hvorki má endurvinna né urða. Þar má nefna lífrænan úrgang frá sláturhúsum, dýrahræ og sóttmengaðan úrgang frá sjúkrahúsum. Nú þegar ljóst er að brennslunni verði lokað munu fyrirtæki og sveitarfélög á starfssvæði hennar þurfa að flytja úrganginn til eyðingar, landshluta á milli, með töluverðum tilkostnaði. Uppbygging sorpbrennslustöðvarinnar á Húsavík, sem gangsett var haustið 2006, var að fullu fjármögnuð með lánum frá Lánasjóði sveitarfélaga sem hvorki er hægt að breyta né greiða upp. Afborgunum og vaxtakostnaði vegna lánanna hefur á undanförnum árum verið mætt með nýju hlutafé. Fyrir liggur að ráðast þarf í fjárfrekar endurbætur á brennslunni sem ljóst er að ekki verður hægt að fjármagna miðað við núverandi forsendur. Mynd / Hafþór Hreiðarsson Markús Ívarsson sæmdur gullmerki Héraðssambandsins Skarphéðins Héraðsþing HSK var haldið í Aratungu laugardaginn 9. mars og mættu um 100 manns á þingið sem var það 91. í röðinni. Móttökur heimamanna voru frábærar, en þing sambandsins var nú haldið í fjórða sinn í Aratungu. Í upphafi þings var Markúsi Ívars- syni veitt gullmerki sambandsins, en hann hefur verið í forystuveit Ungmennafélagsins Samhygðar í ára- tugi og þá sat hann um árabil í stjórn HSK. Jón Gestur Viggósson úr fram- kvæmdastjórn ÍSÍ sæmdi hjónin Ástu Laufeyju Sigurðardóttur og Ólaf Elí Magnús son silfurmerki ÍSÍ. Bergur Guðmundsson ritari HSK og Ólafur Guðmundsson frjálsíþróttakempa voru sæmdir starfsmerki UMFÍ, en Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, afhenti þeim merkin. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, afhenti á þinginu foreldra- starfsbikarinn til handknattleiks- deildar Ungmenna félags Selfoss, Hestamannafélagið Sleipnir hlaut unglingabikarinn og Ungmennafélag Selfoss fékk bikar sem stigahæsta félag í heildarstigakeppni ársins. Þá var Vilhjálmur Þór Pálsson Umf. Selfoss/GOS útnefndur öðlingur ársins. Miklar og góðar umræður fóru fram í fjórum starfsnefndum þingsins og alls voru 23 tillögur samþykktar á þinginu. Reikningar sambandsins voru lagðir fram, en rúmlega 1,3 milljóna króna hagn- aður var af rekstri sambandsins. Öll stjórn og varastjórn sambandsins var endurkjörin á þinginu. Stjórn HSK 2013 skipa: Formaður: Guðríður Aadnegard, Íþróttafélaginu Hamri Gjaldkeri: Hansína Kristjánsdóttir, Ungmennafélagi Selfoss Ritari: Bergur Guðmundsson, Ungmennafélagi Selfoss Varaformaður: Örn Guðnason, Ungmennafélagi Selfoss Meðstjórnandi: Fanney Ólafs- dóttir, Ungmennafélaginu Vöku Varamenn: Lára Bergljót Jóns- dóttir, Ungmennafélagi Skeiða- manna, Anný Ingimarsdóttir, Ungmenna félaginu Samhygð, og Guðmundur Jónasson, Ungmenna- félaginu Heklu. „Stjórn HSK vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að undirbúningi þinghaldsins. Forystu Ungmennafélags Biskupstungna er sérstaklega þakkað fyrir góðar móttökur og frábæra um gjörð þinghaldsins. Einnig er Ungmenna- félagi Laugdæla þakkað framlag þess, en þingforsetar og ritarar komu úr röðum Laugdæla. Bláskógabyggð er þakkaður stuðningurinn, en sveitarfélagið bauð þingfulltrúum og gestum til hádegisverðar á þinginu. Arion banka er þakkað framlag vegna kostunar á verðlauna- hátíðinni á þinginu,“ sagði Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, í samtali við blaðið. /MHH Íþróttamennirnir sem voru tilnefndir í kjörinu um íþróttamann HSK 2012. Myndir / MHH gullmerki sambandsins, en hann er hér með Guðríði Aadnegard, formanni HSK. Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Ungmennafélagi Selfoss, var valin íþróttamaður HSK árið 2012. Hér er hún með verðlaunin sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.