Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Við lok aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda voru tveir kostahrútar sæmdir nafnbótinni „mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna ár ið 2013“ og „besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu 2011-2012“. Sá hrútur sem hlýtur þann heiður að vera valinn mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013 er Grábotni 06-833 frá Vogum 2 í Mývatnssveit og er ræktandi hans Gunnar Rúnar Pétursson. Faðir Grábotna er Grímur 01-928 frá Staðarbakka en móðir hans heitir Grábotna og er hún í langfeðratali komin út af Hestshrútunum Áli 00-868 og Krák 87-920. Á sæðingastöðvunum hefur Grábotni átt glæstan feril og var næst vinsælasti hrútur stöðvanna haustið 2009. Hann stóðst væntingar sem lamba faðir og jafnframt steig kynbótamatið fyrir dæturnar. Var hann síðan mest notaði hrútur stöðvanna haustin 2010 og 2011. Í heildina hafa ríflega 6.000 ær verið sæddar við Grábotna. Í umsögn ráðunauta segir að mikill þroski og góð bollengd einkenni lömbin undan Grábotna og er enginn sæðingastöðvahrútur um þessar mundir sem sýnir jafn mikið útslag í einkunn fyrir fallþunga. Samkvæmt hrútaskýrslu fjárræktarfélaganna er einkunn hans 151 fyrir fallþunga byggð á upplýsingum um tæplega 2.600 lömb. Gerð lambanna er úrvalsgóð og bakvöðvinn þykkur. Læraholdin bregðast sjaldan hjá afkvæmunum og eru ásamt malaholdum oft allra sterkasti eiginleiki þessara lamba. Hann skartar geysi háu kynbótamati fyrir kjötgæðaeiginleika eða 127 fyrir gerð og 125 fyrir fitu. Jafnvígasti kynbótahrútur allra tíma? Grábotni var felldur í janúar 2013, talinn fullnotaður. Synir Grábotna finnast víða um land og hafa margir staðið sig með prýði sem lambafeður og er líklegt að sterkir alhliða kynbótahrútar í þeirra hópi eigi eftir að koma fram á næstu árum. Nú þegar er einn sonur Grábotna kominn í hóp sæðingastöðvahrúta, Grámann 10-884 frá Bergsstöðum á Vatnsnesi. Í umsögn ráðunauta kom fram að Grábotni sé einn jafnvígasti kynbótahrútur landsins nú á seinni árum, ef ekki allra tíma og ber með sóma heiðursnafnbótina „mesti kynbótahrúturinn 2013“. Máni 09-849 er besti lambafaðirinn Viðurkenning sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföður stöðvanna á starfs- árinu 2011-2012 kom í hlut Mána 09-849 en hann fæddist á tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti í Borgarfirði vorið 2009. Haustið 2010 var hann í afkvæmarannsókn á veturgömlu hrútunum á Hesti þar sem kostir hans voru helstir mjög góð gerð sláturlamba og í mælingum á lif- andi lömbum, voru þau með þykkan bakvöðva ásamt góðri lögun hans. Lærahold afkvæma hans voru einnig mikil. Hann þótti því verðskulda að vera tekinn til notkunnar á sæðinga- stöð veturinn 2010-2011. Máni fékk strax í desember 2010 mikla notkun eða rúmlega 700 sæddar ær skv. skráningum sæðinga og sömu notkun fékk hann í desember 2011. Þegar unnið var sameiginlegt uppgjör hrútlamba undan stöðvahrútunum í október 2011 átti hann nokkuð stóran afkvæmahóp þar. Hann var meðal efstu hrúta og var í rauninni aðeins sjónarmun á eftir Gosa 09-850 sigur- vegara síðasta árs. Við uppgjör hrút- lamba undan sæðingastöðvahrútum haustið 2012 átti hann aftur stóran hóp hrútlamba og stóð næst efstur í heildarstigun lamba, aðeins Borði 08-838 sem hlaut verðlaunin 2010, átti betri hóp. Leiðrétt þykkt bak- vöðva í þessum hrútahópi var 31,1 mm. Lögun bakvöðvans var einnig frábær í afkvæmum Mána eða 4,3 að jafnaði sem er með því besta sem gerist ásamt því að fituþykktin var hófleg eða 3,1 mm. Meðalþungi lambanna var 47,1 kg og í fallþungauppgjöri fjárræktar- félaganna fyrir árið 2012 hefur Máni nú einkunnina 116 þar sem liggja að baki upplýsingar um tæplega 1.000 lömb. Afkvæmi hans eru skv. upp- gjörinu 0,33 kg þyngri en meðal- talið. Við stigun hrútlamba undan Mána fengu þau að jafnaði 84,1 stig og aðeins voru það lömbin undan Borða sem voru hærri í heildarstigum haustið 2012. Afkvæmi Mána hafa góða frambyggingu, eru útlögugóð með góð bakhold og öflug lærahold. Bollengd er í góðu meðallagi. Það er því ljóst að kjötgæðaeiginleikar Mána eru óumdeildir. Í afkvæma- rannsóknum haustið 2012 komu fram á sjónarsviðið nokkrir synir Mána um allt land sem fróðlegt verður að fylgjast með á komandi árum, að sögn ráðunauta. Máni var hins vegar felldur haustið 2012. /Texti: Eyþór Einarsson og Eyjólfur Ingvi Bjarnason / TB Grábotni og Máni eru öðrum hrútum fremri Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson hjá LbhÍ, Þórarinn Ingi Pétursson (sem tók við verðlaunum fyrir Gunnar Rúnar Pétursson, ræktanda Grábotna) og Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur hjá RML. Grábotni er mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna árið 2013. Hann er ættaður frá Vogum 2 í Mývatnssveit. Máni 09-849, sem þykir besti lambafaðirinn, fæddist á tilraunabúi Land- Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2013: Þungar áhyggjur af viðhaldi varnarlína Sauðfjárbændur vilja breytingar á gæðastýringu Sauðfjárbændur hafa þungar áhyggjur af viðhaldi varnar- lína vegna sauðfjársjúkdóma. Matvælastofnun (MAST) áætlar enga fjármuni til þeirra verkefna á þessu ári en það er í verka- hring stofnunarinnar að við- halda girðingunum. Þetta kom fram á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem haldinn var í Bændahöllinni 4.-5. apríl síðast- liðinn. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður samtakanna, gerði málið að umtals- efni í setningarræðu sinni. Hann sagði ljóst að nauðsynlegt væri að halda þessum girðingum við til að sporna gegn útbreiðslu sjúkdóma. Í almennum umræðum tóku fleiri undir þessi sjónarmið enda yrðu þau hólf sem kaupa mætti líflömb úr að vera sjúkdómafrí. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra ávarpaði fundinn einnig og lýsti sömu áhyggjum. Gera þyrfti við varnargirðingar í sumar væri þess nokkur kostur. Steingrímur vonast til að hægt verði að útvega fjármuni til þess og er það mál til athugunar í ráðuneytinu. Í ályktun sem fundurinn samþykkti er þetta sérstaklega árétt- að og þess krafist að MAST sinni skyldum sínum. Þá þurfi einnig að setja fjármuni í að fjarlægja aflagðar varnargirðingar, þar sé bæði um að ræða umhverfis- og dýraverndarmál. Þakkir fyrir veitta aðstoð Í setningarræðu sinni kom Þórarinn víða við. Hann gerði duttlunga nátt- úrunnar að umtalsefni í upphafi ræðu sinnar og nefndi þar vitanlega ham- faraveðrið sem gekk yfir norðanvert landið síðastliðið haust. Hann sendi þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu gjörva hönd á plóg við að bjarga skepnum og aðstoða bændur í þeim ósköpum. Þá sagði hann að áföll sem þetta og eldgosin í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum drægu fram samstöðu í þjóðfélaginu. Þórarinn sendi jafnframt kveðjur til bænda á Bretlandseyjum sem misstu fé sitt í fönn nú fyrir skemmstu. Í ávarpi Steingríms J. þakkaði hann samstarf við sauðfjárbændur á árinu og gerði að umtalsefni starf og hlutverk Bjargráðsjóðs, í framhaldi af þeim áföllum sem bændur hefðu orðið fyrir sl. haust. Fjármögnun sjóðsin til að bregðast við því væri frágengin og taldi hann vel hafa verið unnið hjá sjóðnum við að bæta bænd- um tjónið. Þá fagnaði hann því að lög um búfjárhald hefðu verið samþykkt á Alþingi en sagði jafnframt ljóst að MAST þyrfti fjármagn til að standa sómasamlega að því eftirliti sem yfir- færslu verkefni fylgdi. Snyrtileg umgengni verði gerð að skilyrði Eitt stærsta málið sem kom til kasta fundarins voru tillögur gæðastýring- arnefndar sem skipuð var á aðalfundi 2012. Tillögur nefndarinnar fólu í sér tillögur að breytingu á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Tillagan, sem samþykkt var á fund- inum, felur í sér ýmsar breytingar á reglugerðinni. Hvað veigamesta breytingin er þó að inn í reglugerðina eiga nú að koma viðmiðunarreglur um mat á umhverfisþáttum sauðfjár- búa, með öðrum orðum að mat verður lagt á umgengni og snyrtimennsku búanna þegar þau eru tekin út. Fram til þessa hafa verið ákvæði um snyrti- lega umgengni í reglugerðinni en ekki hafa verið til staðar skilgreiningar á því hvað þurfi að uppfylla í þeim efnum. Eru þess dæmi að bændur hafi verið sviptir gæðastýringarálagi vegna slæmrar umgengni en þeim úrskurðum verið snúið við þar eð ekki hafi verið skilgreindar reglur um hvað teljist slæm umgengni. Þessu vilja sauðfjárbændur nú breyta. Það er á valdi ráðherra að breyta reglugerð- inni og mun honum nú verða send tillaga fundarins. Deilt um rafrænt kjötmat Meðal annarra mála sem komu til umræðu var tillaga um áframhaldandi vinnu að stjórnar samtakanna um að tekið verði upp rafrænt kjötmat. Talsverðar umræður spunnust um tillöguna og snerust þær meðal annars um kostnað við upptöku kerfisins en búnaður af því tagi sem til þarf er dýr. Ekki var samstaða um málið og fór svo að 26 fulltrúar samþykktu tillöguna en 10 voru henni mótfallnir. Full samstaða var hins vegar um aðra tillögu sem laut að því að mörkuð yrði skýr stefna í dilkakjötsmati og unnið yrði að því að fullri alvöru að samræmi sé í því mati um land allt. Fundurinn studdi þá hugmynd um stofnun samráðshóps með fulltrúum Landssamtaka sauðfjárbænda, MAST og Landssambands sláturleyfishafa sem fjalla skuli um áherslur í kjötmati. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á MAST og aðra eftirlitsaðila í matvælaiðnaði að sinna betur eftirliti með úrvinnslu- fyrirtækjum sem vinna úr íslenskum landbúnaðarafurðum. Enn fremur að sjá til þess að innihalds lýsingar séu í samræmi við innihald vörunnar. Mótmæla hækkunum á raforkuverði Raforkumál komu til umræðu á fundinum, bæði hvað varðar kostnað og eins afhendingaröryggi. Fundurinn mótmælti óhóflegu hækkunum á raforku og dreifingu hennar sem hafi komið afar hart niður á íbúum og atvinnurekendum í dreifbýli. Þá krafðist fundurinn þess að stjórnvöld féllu frá kröfum um arðgreiðslu frá RARIK þar sem tjónið á dreifikerfi vegna náttúruhamfara sl. haust hafi verið gríðarlegt. Þórarinn Ingi endurkjörinn Á aðalfundi samtakanna á síðasta ári voru gerðar breytingar á sam- þykktum sem fólust í því að í stað þess að stjórnarmenn séu kosnir til þriggja ára í senn skuli þeir kosnir til tveggja ára. Á fundinum nú var í fyrsta skipti kosið eftir þessum reglum sem fela einnig í sér að kjósa skuli tvo stjórnarmenn annað hvert ár til tveggja ára í senn. Þeir Einar Ófeigur Björnsson og Jóhann Ragnarsson sem setið höfðu í stjórninni gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ný stjórn var kosin og fór kosningin þannig að Þórarinn Ingi Pétursson var endurkjör- inn formaður. Aðrir í stjórn eru Oddný Steina Valsdóttir, Helgi Haukur Hauksson, Þórhildur Þorsteinsdóttir og Atli Már Traustason. Vegna breytinganna sem raktar voru hér að framan þurfti að draga um hvaða tveir stjórnarmenn skyldu sitja í eitt ár til að koma kerfinu af stað. Kom það í hlut þeirra Helga Hauks og Oddnýjar Steinu. Varamenn í stjórn eru þeir Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Böðvar Baldursson og Einar Guðmann Örnólfsson. /fr Þórarinn Ingi Pétursson var endur- kjörinn formaður LS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.