Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 30

Læknablaðið - 01.12.1960, Side 30
156 LÆKNABLAÐIÐ var unnið með radium og geisla- virlcum isotopum, og þarna voru tvær cobolt-byssur og við aðra þeirra snúningsstóH. A spítalanum voru 14 skurð- stofur. Þeir úr hópnum, sem þóttust bera skyn á, sögðu, að allur útbúnaður á tækjum væri fullkominn. Ekki get ég sagt bið sama um útbúnaðinn á lyflækn- isdeildinrii, sem var á fjórum bæðum. Á bverri bæð voru tvær einingar og á hvorri þeirra átta fjögurra rúma stofur og eitt tví- býli. Rúmin voru veigalítil og of lág að mínum dómi, lín leil sæmilega út, náttborð gamal- dags og „bekken“ undir liverju rúrni. Otvarpshlustunartæki og borðlampi var við hvert rúm, og næturlýsing var í hverri stofu. Hringingarkerfið var gamal- dags. Allar sjúkrastofur vissu á móti suðri. Dagstofur voru rúm- góðar og voru einnig notaðar sem Ijorðstofur fyrir fólk, er Iiafði fótavist. Rannsóknarstofur voru marg- ar og mikið var þar af tækjum fvrir efnafræði-, lífefnafræði-, sýklafræði- og hormónarann- sóknir. Móttökudeild var á neðstu liæð. Þangað fylgdu sjúklingum skýrslur þeirra frá þeirri poliklinik, sem vistaði þá. Þar var fyrsta skoðun fram- kvæmd og sjúkraskráin útbúin. Þegar sjúklingurinn fer af spit- alanum, er útdráttur úr sjúkra- skránni sendur poliklinikinni. Vinnuthna lækna er 6V2 timi, nema röntgenlækna. Þeir vinna í 5 tíma, en það fólk, sem vinn- ur með geislavirk efni, starfar aðeins í 4 tima á dag. Allt ann- að starfslið vinnur í 8 klukku- tíma. Röntgenfólkið bafði allt mæla í vasanum. Ef einhver hafði fengið of mikið geisla- magn, var liann fluttur í annað starf í eina viku. Rlóðrannsókn var gerð vikulega á þessu fólki. Næstyzt t. v. á 2. mvnd er nafn stofnunar, sem kölluð er dispensary (dispensarizatsiya). Þetta er poliklinik, og er verk- svið bennar fyrst og fremst beilsuvernd. Þar eru fram- kvæmdar fjöldarannsóknir á beilbrigðu fólki í þeim tilgangi að finna sjúkdóma á byrjunar- stigi. Auk þess er fvlgzt með fólki, sem þarf eftirlils með til þess að koma í veg fvrir aftur- kast, t. d. vegna berkla, mb. eordis rbeumaticus, hypertens- io art., angina pectoris, nepli- ritis, ulcus pepticum, dvsenteria chronica, diabetes mellitus, alls konar illkvnja æxla, kynsjúlc- dóma, starfrænna taugasjúk- dóma, malaríu, brucellosis o. fl. sjúkdóma. Þetta er einnig krabbameins-leitarstöð. Allar konur, sem eru 35 ára eða cldri, eru bvattar til þess að koma til rannsóknar a. m. k. einu sinni á ári, og samkvæmt heilbrigðislöggjöfinni eiga allir verkamenn að gangaárlega und- ir læknisskoðun.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.