Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 33

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 159 Sveitinni þjónuðu 72 læknar, 318 hjúkrunarkonur, 420 felt- skerar og ólært hjúkrunarlið og' 17 lvfjafræðingar. Yfirstjórn þessarar einingar, og annarra slíkra, er lijá sýslu (oblast)-spítalanum, sem er staðsettur í útjaðri Kíev, um 50 km frá sveitarspítalanum. Sýslu- spítalinn hefir rúm fyrir 850 sjúklinga. Þar eru sérdeildir, þar á meðal farsóttadeild, og poliklinik. Á þennan spitala eru send öll erfið tilfelli frá sveitar- spitölunum. Þar vinna 190 lækn- ar og 433 hjúkrunarkonur. Læknar sýsluspítalans eru ráðgjafar sveitalæknanna, auk þess sem þeir fara í reglulegar eftirlitsferðir um héruðin. Þá fara þeir einnig í vitjanir. Þeg- ar um langar leiðir er að x-æða, er farið í sjúkraflugvélum, svo að liægt sé að koma hinum sjúka sem fyrst til læknis, ef þörf krefur. Sýsluspítalinn sér um viðhalds- menntun lækna og hjúkrunar- liðs í þeim sveitum, sem hann þjónar. Þetta gerist á námskeið- um nreð fyrirlestrum, og auk þess á venjulegum læknafund- um. Stjórn sýsluspítalans semur ársskýrslur og er ábyrg fyrir framkvæmd heilhrigðislöggjaf- arinnar gagnvart heilhrigðis- málaráðuneytinu. 1 öllum rikjunum eru ýmsar rannsóknarstofnanir (nr. 5 frá v. á 1. mynd) og hafa sumar þeirra sjúkradeildir. T. d. hefir Institute for Therapy i Moskvu 200 rúma spítala, sem átti að stækka um helming á næsta ári. Þessar stofnanir hafa ýmis áhugaefni. T. d. hefir nefnd stofnun einkum áhuga á rann- sóknum sjúkdóma i lijarta og æðakerfi. Þar eru ný lyf revnd og sömuleiðis nýjar rannsókn- araðferðir. Starfið á þessari stofnun er þannig hæði fræði- legt ag hagnýtt. Aðra slíka stofnun skoðuðum við í Kíev. Yoru viðfangsefni hennar atvinnusjúkdómar. Þar var fylgzt með útbúnaði al- vinnutækja og gerðar alls kon- ar mælingar á vinnustöðum, allt frá ryk-, liita- og rakamæling- um upp í áhrif hávaða á efna- skipti 17-ketosteríða. Ég liefi minnzt á, að öll stærri iðnaðarfyrirtæki hafi poliklinik. I Mínsk sáum við eina slíka. Yar hún tengd dráttarvélaverk- smiðju. Þar fengum við tæki- færi til þess að kynnast tann- lækningaþjónustunni. Tann- dráttur og minni tannviðgerðir er ókeypis, en fyrir brýr, iiett- ur og gervitennur greiðir vinn- andi fólk dálítið gjald. Til eru tvenns konar tannlæknar: sér- fræðingar í munnsjúkdómum (stomatologi) og tannlæknar. Hinir fyrrnefndu hafa læknis- próf, með sérstöku tilliti til sjúkdóma i munnholi. En hinir síðarnefndu hafa takmarkaða læknismennt, og er þeim aðal- lega kennd handiðnin, þ. e. að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.