Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 56

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 56
170 LÆKNABLAÐIÐ flísar eða plast. A sjúkrastofum og göngum var illa eða ekki sparslað undir málningu, og lík- legt þótti mér, að ekki liafi oft- ar verið farið yfir en einu sinni. Ný íbúðarhverfi blöstu við í öllum borgum. Einhverra liluta vegna bvggja Rússar ekki hátt upp í loftið. 1 Moskvu eru fjöl- býlishúsin (5—8 liæðir, en ann- ars staðar 4—6 bæðir. I Mínsk sáum við nýbyggingar, sem komnar voru mislangt. Grafið var hálfan metra niður í mold- ina, sem þarna var tveir metr- ar á þykkt, og steypunni bellt í mót. Þegar platan var full- gerð, var bvggt áfram úr flek- um, sem komu frá verksmiðj- um. Víða var þó bvggt úr múr- steini. AIls staðar voru kranar og aðrar stórvirkar vélar að verki. Ibúðir eru litlar á okkar mæli- kvarða. Takmarkið er að stærð- in verði þannig, að !) fermetr- ar komi á livern mann, auk eld- luiss-, salernis- og anddvris- pláss, en því takmarki befur óvíða verið náð enn. Fjölskyldu- stærð með Rússum er þannig, að 2 menn eru í 10$ þeirra, 3—4 menn í 75% og fleiri en 4 menn í 15%, og eftir þessu er stærð ibúðanna bagað, 1, 2 og 3 herbergi, auk salernis með steypubaði, eldliúss og gangs. í hverri íbúð er einn inn- bvggður skápur, enginn í and- dvri. I eldhúsi er borð, vaskur og olíukyndingarvél, en hvorki skápar né hillur. Ivjallarapláss var óvíða í nýjum húsum og engin útigeymsla. Gólf og stig- ar voru úr fjölum. Frágangur á trévinnu og málningu eins og áður er lýst. Á húsaleigu befi ég minnzt, 30 rúblur fvrir eins lierbergis íbúð, 45 fyrir tveggja og 60 rúblur fyrir þriggja her- bergja íbúð. Húsnæðisvandræðin bafa ver- ið mikil, svo að mikið hefur þurft að l)yggja á skömmum tima. Ilefir þetta vafalaust kom- ið niður á gæðunum. Það kvað finnast stafur fyrir því, að Krúsjov hafi tekið arkitekta sina alvarlega til bænar 1956 í ræð- unni alkunnu. Eins og getið var um í upp- hafi, var tilgangur ferðarinnar að kynnast skipulagningu og framkvæmd heilbrigðismála al- mennt, og befi ég því lialdið mig að því efni. Eins og gefur að skilja, þá var mér mikil for- vitni á að fá að vita eittbvað um læknismeðferð (terapi), og i þeim tilgangi tókst mér að fá einkasamtöl við nokkra yfir- lækna. Terapi er svo mikil grein, að til þess að kvnnast benni að nokkru ráði, þarf lengri tíma en ég liafði yfir að ráða, og því lilýtur það, sem ég liefi að segja frá um þetta efni, að vera aðeins molar. Rússar leggja mikla áherzlu á það að mennta sérfræðinga, enda hittir maður þá alls staðar, ekki aðeins á spítölum heldur

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.