Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 61

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 175 nesku og er því lítið þekkt ut- an Sovétríkjanna. Það kvað ekki vera neitt smáræði, sem er skrif- að. Á rannsóknarstofnun einni í Kíev, þar sem unnið er að við- fangsefnum viðvíkjandi at- vinnusjúkdómum, unnu 49 vís- indamenn, auk hjálparliðs. Síð- astliðin 4 ár hafa komið frá þessari stofnun 447 ritgerðir. Sum af viðfangsefnunum hef ég minnzt á að framan, þau fjalla um áhrif umhverfisins á einstaklinginn. Það þarf ekki skarpskyggni til þess að sjá Pavlov á bak við þau. Hið sama er að segja um sovézkar rann- sóknir á sviði lijarta- og æða- sjúkdóma. Ég hafði kynnzt þeim dálitið af ritgerð i Circu- lation,aprílhefti 1959, og enn het- ur í samtölum við kollega, sem ég liitti í ferðinni. Þessar rann- sóknir ganga í flestum aðalat- riðum út frá ákveðnum forsend- um, þeim, að sanna kennisetn- ingar Pavlovs. Ekki er tími til þess nú að ræða nánar um þetta efni, þó að það sé girnilegt til fróðleiks, því að þetta er hlið á máli, sem við þekkjum ekki. Og svo að lokum þetta: Ilver er þá árangurinn af allri þess- ari vinnu? Svarið má fá í skýrsl- um. En þegar gáð er i þær, get- ur farið svo, að menn komist i vanda. Rússar eru sagðir allra þjóða tölfróðastir, en þrátt fyr- ir það vill oft vera erfitt að átta sig á tölum þeirra. Skýrsl- ur má semja þannig, að þær 3. TAFLA. Fæðingar- og dánartölur (á 1000 íbúa). Fæðingartala Dánartala Sovétríkin 1926 ........................ 44,0 20,3 1940 ........................ 18,3 13,4 1956 ........................ 25,0 7,5 ísland 1955 ............................ 28,4 7,0 Ungbarnadauði (á 1000 lifandi fæddra). Sovétrikin 1940 ........... 184 ---- 1957 .............. 45 Island 1955 ................. 22 Meðalaldur. Karlar Konur Sovétríkin, v. Cral 1926—27 ......... 42 47 öll 1955—56 .............. 63 69 Island 1955 ......................... 69 71

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.