Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 63

Læknablaðið - 01.12.1960, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 177 CjnÍnnnniliu- iCjörnóóon . Augnskoðnn medal vistmaima á Elli- og híiikruiiarheimilinu Grund i Ilevkjjavík (febr. 1958) Augnskoðun hefur undanfar- in 9—10 ár verið framkvæmd á öllum vistmönnum Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík.skömmu eftir aðþeir liafa vistazt á heimilinu (sbr. Læknahlaðið, 39. árg., 3.—5. tbl., 66. bls.). Fylgzt hefur og verið með augum og sjón eldri vist- manna, eftir því sem ástæða hef- ur þótt til. Við uppgjör á augnsjúkdóm- um meðal vistmauna hinn 1. febrúar 1958 reyndust 342 vist- menn vera á heimilinu: 90 karl- ar og 252 konur. Yfir sextugt voru samtals 322. Eftir aldri flokkast vistmenn þannig: Yngri en 60 ára ...... 20 60—69 ára.............. 47 70—79 —............... 100 80—89 —............... 133 90 ára og yfir ........ 42 Samtals 342 Af vistmönnum reyndust 24 blindir (5 karlar og 19 konur) samkvæmt alþjóðareglum um skráningu blindra. Alblindir eða því sem næst (greina ekki ljós til eða undir 1/60 Snellen) eru 8 vistmenn, þó eru aðeins tveir þeirra, sem enga birtu greina. Til saman- burðar má geta þess, að í þess- um flokki voru 23 af 38 skráðum blindum á heimilinu 1955, eða mun fleiri en nú. Starfsblindir (sjónskerpa 1/60 til 6/60 Snellen) eru 16. Allir eru þeir lesblindir, en hafa það mikla sjón, að þeir komast leið- ar sinnar innanhúss, ef þeir á annað borð hafa ferlivist. Eftirfarandi tafla sýnir, að blindu fólki fer allmikið fækk- andi á elliheimilinu: Vistmenn (eldri en 60 ára) 1948 alls 212, þar af 27 blindir, eða .... 17% Vistmenn (eldri en 60 ára) 1955 alls 282, þar af 38 blindir, eða .... 13% Vistmenn (eldri en 60 ára) 1958 alls 342, þar af 24 blindir, eða .... 7,5% Þetta er hundraðstala blindra vistmanna yfir sextugt. Hinir blindu flokkast þannig eftir aldri:

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.