Læknablaðið - 01.09.1961, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ
103
sjúkdómum og barnadauða. 1
stuttu máli: Þær breytingar,
sem bætt viðurværi hefur haft
á einstaklinga og beilar þjóðir
á fáum undanförnum árum, eru
svo víðtækar og róttækar, að
ekki er viðlit að gera sér fulla
grein fyrir þeim.
Auk hinna lífsnauðsjmlegu
efna i næringu mannsins koma
einnig ýmis aukaefni til greina,
sem hafa og mikilvægu hlut-
verki að gegna, eins og t. d. ilm-
og bragðgjafarnir. Ekki er hægt
að vanmeta liin lystaukandi á-
lirif þeirra, sem eru sérstaklega
þýðingarmikil í lífi liins tauga-
næma fólks menningarland-
anna. Mat raunverulegs gildis
þeirra er þó mjög erfitt, þvi að
það breytist eftir því, livaða fólk
á í hlut.
Rannsóknir á sviði næringar-
efnanna eiga vafalaust enn eft-
ir að taka miklum framförum,
enda er þróun hinnar kemisku
efnagreiningar orðin svo ör og
byltingarkennd, að slíkt verður
auðveldara og einfaldara með
bverju ári, sem líður. Auk þess
að leiða í ljós bina fjölmörgu
liði næringarefnanna, hafa nær-
ingarrannsóknirnar það jafnan
að markmiði að skilgreina, til
hvaða þáttar efnabyltingarinn-
ar hvert einstakt liinna lífsnauð-
synlegustu næringarefna sé not-
liæft.
Um og eftir 1930 sannaðist
það, að sum vítamínin koma a.
m. k. fyrir í coenzymhluta ým-
issa enzyma og eru þannig
nauðsynleg sem byggingarefni
þeirra. T. d. sýndi sig, að lacto-
flavinphosfat var coenzymhluti
hins gula öndunarenzyms. Einn-
ig er kunnugt, að ýmis önnur
vítamín eru i tengslum við co-
enzymmyndunina: thiamin, ni-
cotinsýra, pyridoxin, pantothen-
sýra, biotin og ef til vill D-víta-
mín.
Uppgötvun vítamínanna átti
sér yfirleitt stað, áður en kunn-
ugt var um þátt þeirra í coen-
zymmynduninni. Undantekning
frá því er þó nicotinsýra og ni-
cotinsýruamid, sem Warburg
fann sem lið í co-dehydrogenase,
áður en vítamíneðli þess var
þekkt. Sumir vísindamenn eru
þeirrar skoðunar, að vítamín séu
aðeins virk í sambandi við sér-
greind eggjahvitusambönd. —
Þetta eru þó aðeins kennisetn-
ingar, sem ekki eru fullsannað-
ar. Þó að C-vítaminið sé orðið
tiltölulega gamalþekkt, er samt
ýmislegt um verkanir þess og
starfsferil, ef svo má að orði
kveða, hreinar ágizkanir.
Augljóst er, að rannsókn-
ir á kemískum viðbrögðum
efnaskiptingarinnar skipta afar-
miklu máli til þess að skilja
verkanir og mikilvægi ýmissa
næringarefna. Ýmislegt merki-
legt og mikilvægt vita menn um
þessi efni, þó að sú þekking sé
um flest enn á byrjunarstigi.
Þar hefur notkun kola og köfn-
unarefnisisotopa komið að mik-