Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 29

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 105 hana allt of mikillar uppskeru. Hún veröur að fá aftur það, sem hennar er, annars bregzt upp- skeran að meira eða minna lej'ti. Með því einu er líka hægt að tryggja heilsu og við- gang liúsdýranna, sem lifa á gróðri jarðar. Nú er þegar í mörgum löndum farið að nota 'kopar og bór almennt sem áburðarefni. Þegar þess er gætt, að örefnin eru lífsnauðsynleg í næringu mannsins, vaknar spurningin: Hvernig fer, ef líkamanum herst of mikið af þessum efnum, og hverjar hættur lcann það að fela í sér fyrir heilsu mannsins? Jafnframter ástæða til að íhuga, iivaða hættur mannslíkamanum stafi af algerlega framandi efn- um, sem í hann kunna að ber- ast, en hann liefur ekki minnstu þörf fyrir. I næringu manna eru oft efni— þó að í smáum stíl sé — sem liafa að minnsta kosti enga jákvæða þýðingu fyrir dýr eða plöntur. Hér eru vandamál á ferðinni, sem næringarfræðin hefur enn þá lítil eða engin svör við. Þó vita menn, að ef of mikið selen er í jarðveginum, er uppskeran hættuleg bæði mönnum og skepnum. I Suður-Dakota í Bandaríkjunum eru liéruð, þar sem jarðvegurinn inniheldur svo mikið selen, að hæði korn- og grænmetisuppskeran er óholl og jafnvel liættuleg. Sem belur fer, er slíkur jarðvegur frekar sjaldgæfur í veröldinni. Fátt er unnt að segja um það, hve mikið þurfi að vera af ör- efnum í fæðunni, þegar undan er tekið joð og járn.Ogþóað lík- legt þyki, að það, sem ofaukið er, skiljist út með saur og þvagi, skyldi þó ekki treysta því skil- yrðislaust. Truflanir á innhyrð- ishlutföllum þessara efna geta valdið sjúkdómum. Þannig hef- ur það sannazt með dýratilraun- unum, að of mikið molybden hindrar nýtingu koparsins. Þá er það einnig fyrir aðgerð- ir mannanna sjálfra, að alls kon- ar aðskotaefni eru komin í mat- vælin, og á þann hátt hafa ný vandamál komið upp. Með þvi er átt við alls konar kemísk efni og efnasambönd, sem matvæla- iðnaður nútímans notfærir sér til þess að bæta lit, þéttleika, ilm og geymsluliæfni framleiðsl- unnar. Bandaríkjamenn liafa gengið lengst í þessum efnum, og einmitt af þeim ástæðum var stefnt lil geysifjölmennrar ráð- stefnu fyrir nokkrum árum, þar sem eingöngu var rætt um blöndun kemiskra efna í mat- vælin. Þar risu upp svo heift- ugar deilur, að frægt er orðið. Nefnd, sem sett var á laggirnar til að rannsaka, hver lirögð væru að þessu, upplýsti að vfir 700 kemísk efni væru notuð til að blanda í matvæli eða höfð við framleiðslu þeirra og tiibúning. Síðan liafa verið haldnar al-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.