Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1961, Síða 40

Læknablaðið - 01.09.1961, Síða 40
116 LÆKNABLAÐIÐ í ljós, að munurinn á hleypingu eggjanna varð enn þá meiri en áður. Af þessu dró ég þá álykt- un, að sjóðheitur klæðnaður yki mikið skemmdir af völdum bruna. Eftir þetta langaði mig til að gera tilraunir á dýrum, en átti þess ekki kost, fyrr en ég fékk smávegis styrk hjá British Council árið 1954 og um leið leyfi til að gera tilraunir við brezka háskóla. Áður en ég fór að heiman, hafði ég fengið leyfi til að starfa við háskólann í Edinborg og Bangour Hospital, sem er spít- ali aðallega fyrir plastiskar skurðlækningar. En þegar þang- að kom, lenti allt í undandrætti og vanefndum, svo að ekkert varð úr tilraunum í rúma tvo mánuði. Ég notaði því tímann til þess að fylgjast með meðferð á bruna og lesa um bruna. Kom þá ýmislegt í ljós, sem gerði þessa vatnsmeðferð, sem ég hef áður minnzt á, ekki bemlínis glæsilega. Skrifað stóð, að ein- stalca læknar í Bandaríkjunum og Þýzkalandi hefðu notað valnskælingu við hruna á mönn- um á síðastliðinni öld og oft, að því er virtist, með góðum árangri. En nú væru flestir komnir á þá skoðun, að hún væri hættuleg, því að dýratil- raunir hefðu sýnt, að kæling dýra, ýmist í isvatni eða álíka köldu lofti, flýtti fyrir dauða þeirra. Þó voru einstaka menn, sem héldu því fram, að kæling brenndra vefja gæti verið til bóta og þá aðallega til að draga úr sviða og sársauka. Dr. Allen tók til dæmis af limi með kæli- deyfingu einni saman. Það er svo ekki að orðlengja það, að ég fékk enga aðstöðu til rannsókna i Edinborg og Bangour. Á fyrri staðnum liafði maðurinn, sem réð öllu við Iiá- skólann, enga trú á þessu, en í Bangour voru hvorki til dýr né rannsóknarstofur, þrátt fyrir skrif yfirlæfcnisins til mín, áð- ur en ég fór að heiman. Ég kom mér svo loksins fyr- ir við háskólann í Glasgow og vann þar að þessum rannsókn- um. Ég reyndi, eftir því sem ég gat, að liaga atliugunum mínum eftir revnslu annarra og niður- stöðum þeirra. En mér fundust aðferðir þeirra svo óaðgengileg- ar, að ég reyndi smátt og smátt að mynda mér skoðun af eigin reynslu, hvemig Iiaga skyldi þessum tilraunum. Baxter og More, sem á árinu 1937 urðu þeir fyrstu, sem gerðu tilraunir á dýrum með kælingu á bruna, stungu til dæmis aðeins hölum tilraunadýranna, sem voru hvitar rottur, niður í sjóð- andi vatn, settu þær síðan í svo þröng búr, að þær gátu ekki hrevft líkamann, og blésu köldu lofti á halana í mjög marga daga. Aðrir brenndu rotturnar alla leið upp að axillum með því að stinga þeim i sjóðandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.