Læknablaðið - 01.09.1961, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ
117
vatn og svo í ísvatn á eftir.
Með þessu brenndu þeir auðvit-
að líka genitalia externa og
anus.
Ég byrjaði á fyrri aðferðinni,
að brenna aðeins skottin, en hún
gaf of litlar upplýsingar. Hin að-
ferðin fannst mér allt of hrotta-
leg. Aðferð mín var í aðaldrátt-
um þessi: Ég notaði ungar,
nokkurn veginn fullvaxta hvitar
rotlur. Öll dýrin voru svæfð, áð-
ur en tilraunir hófust, með
nembutal 5 mg per 100 gr lík-
amsþunga. 1 fyrstu tilrauninni
var nembutalinu dælt inn i kvið-
arholið. En þar sem dýrin svör-
uðu ertingu, var þeim gefin
etliersvæfing til viðbótar rétt
fyrir brunann. Þar sem þessi
mikla deyfing virtist vera or-
sök liinnar báu dánartölu í
fyrstu tilraun, reyndi ég að dæla
nembutalinu undir húð, og gafst
það svo vel, að ekki þurfti að
nota ether nema í örfáum til-
fellum við allar siðari tilrauu-
irnar.
1 fyrstu og annarri tilraun var
10 cm af enda rottuskottanna
haldið í 83° heitu vatni í 5 og 30
sek.Undir eins eftir brunannvar
annaðhvert skott kælt í ísvatni
í 5 mínútur. í öllum hinum til-
raununum voru dýrin, eftir að
þau liöfðu verið svæfð, klippt
á baki og hliðum með rafmagns-
hárklippum.
Það gekk í talsverðu stauti að
finna leið til að brenna dýrin á
baki og síðum, án þess að aðrir
hlutar líkamans lentu í vatninu.
Loksins hugkvæmdist mér að
kaupa ódýr hárnet, og reyndust
þau ágætlega. Dýxáð var lagt á
bakið i miðju hárnetsins, sem
var svo dregið saman, þannig
að dýrið lá með bogið bak, en
höfuð, fætur, rófu og mjaðmar-
grind dregið upp á við. Nú var
blettur á baki og hliðum, sem
svaraði 20% af yfirborði líkam-
ans, brenndur i 83° heitu vatui;
í fyrri tilraununum í 17 og 20
sek., í þeim síðari í 30 sek.
Samanburðardýrin voru sett
strax i búr sin eftir brunann,
en hin voru kæld með vatni og
sett svo í búrin. ÖIl fengu
þau venjulegt fóður og vatn eft-
ir því sem þau vildu. Lofthiti
umhverfis búrin var frá 15—
16°C.
Eftir að dýrin liöfðu verið
brennd og helmingur þeirra
vatnskældur, voru þau athug-
uð kliniskt eins og sjúklingar.
Þau dýr, sem dóu ekki, meðan
á atliugun stóð, voru drepin með
vissu tímabili. Lífminnstu dýr-
unum var alltaf fórnað fyrst.
Eftir dauða var húðin flegin af,
og þau skinn, sem geyma átti,
spýtt með hárraminn niður á
trétex, þar sem þau voru látin
þorna. Á þennan hátt hafa
skinnin geymzt mjög vel
og makroskopiskar breytingar
þeirra sömuleiðis. Dýrin voru
svo krufin og athuguð að öðru
leyti. Makroskopiskar breyting-
ar voru táknaðar með plús 1