Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 57

Læknablaðið - 01.09.1961, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 125 ar á 186 dýrum og séu á marg- an hátt ekki fullnægjandi fyrir það verkefni, sem þeim var ætl- að, leyfi ég mér samt að benda á þau atriði, sem mér finnst þær liafi leitt i ljós: I fyrsta lagi lægri dánartölu. I öðru lagi minni staðbundn- ar skemmdir. I þriðja lagi hetri, örari og fullkomnari regeneratio, sem virðist eiga sér stað ekki aðeins frá ummáli brunans, eins og venjan er, bæði á mönnum og dýrum, heldur líka frá heil- brigðu vefjunum innan brennda svæðisins (3. mynd). Þessu sér- kennilega fyrirbæri hefur mér vitanlega aldrei verið lýst áður. í fjórða lagi, að fatnaður, sem gegnblotnar af brennandi legi, heldur áfram að brenna húðina eins lengi og hann er nógu heit- ur til þess, sé liann ekki kældur eða fjarlægður. Við þetta aukast svo bæði staðbundnar skemmdir, þ. á m. coagulatio vefja, sbr. eggjatilraunirnar, og svo dánartalan. 1 8. og 9. tilraun, þar sem klæðnaðurinn var látinn vera á dýrunum, eftir að þau höfðu verið kæld, féll hitinn miklu hægar en hjá hinum, þar sem flíkurnar voru fjarlægðar strax í upphafi kælingar. Þrefaldi klæðnaðurinn í 9. tilraun hélt hitanum lengur en sá tvöfaldi í 8. tilraun. Þessi mismunur verður þó enn þá meira áber- andi, ef borinn er saman yfir- borðshitinn hjá samanburðar- dýrunum og þeim vatnskældu (7., 8., 9„ 10. og 19. tilraun). 1 fimmta lagi virðist sannað, að ísvatn eða álíka kalt loft, sem notað hefur verið við kæl- ingu á meiri háttar bruna, drepi beinlínis dýrin, annaðhvort vegna kuldalosts i viðbót við liitalostið eða vegna ofkælingar. 1 sjötta lagi lækkar kælivatn- ið yfirborðshita brennandi húð- ar niður fyrir venjulegan húð- hita á skemmri tíma en 30 sek., jafnvel þó að kælivatnið sé allt að 30° heitt (4. mynd). Þetta er mér ekki kunnugt um, að hafi verið athugað áður. í sjöunda lagi virtust mikro- skopiskar breytingar hinna brenndu vefja svara fullkom- lega til hinna makroskopisku. Mikropathologiunni er þó sleppt i þessu erindi, vegna þess að ég' hef ekki nærri því unnið úr þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, enda ófær til þess án að- stoðar mér færari manna i pathohistologi. Hér verður ekki heldur gerð nein tilraun til að útskýra or- sakir Ijleltanna, sem koma fram við vatnskælingu, né hins mjög hraða falls vfirborðshitans með næsturn líkamsheitu vatni. í áttunda lagi var infectionin margfalt minna áberandi hjá vatnskældu dýrunum. Þá kem ég að því, hvort æski- legt sé að notavatnskælingusem fyrstu lijálp. Kæling of heitra

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.