Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 105 vaktir og önnur aðkallandi störf utan vinnutíma er læknunum nauð- synlegt að hafa bil, en þær greiðsl- ur, sem fyrir gæzluvaktir koma ásamt bílastyrk, eru hvergi nærri nægjanlegar til þess að standa straum af reksturskostnaði lítils bíls, sem eingöngu væri notaður i þágu starfsins. Er þetta m. a. aí hinum gífurlegu hækkunum, sem orðið hafa á reksturskostnaði bif- reiða á undanförnum árum. Uppsagnartími framlengdur til 1. nóv. 1962. Uppsagnirnar voru miðaðar við 1. ágúst 1962, en ríkisstjórnin beitti ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og fyrirskipaði framlengingu á upp- sögnunum þar til 1. nóv. 1962. Lög- fræðingur þeirra lækna, sem sagt höfðu upp, mótmælti þessum að- gerðum ríkisstjórnarinnar sem mis- beitingu á nefndum lögum. Þrátt fyrir þetta féllust læknarnir á að framlengja uppsögnina og starfa til 1. nóvember 1962, enda var því lýst af hálfu stjórnarnefndar rikisspítal- anna, að þessi ráðstöfun væri m. a. gerð til þess að skapa meiri tíma til samninga um málið. Engar við- ræður fóru samt fram fyrr en 2. ágúst, en þá var haldinn fundur eftir ósk fulltrúa ríkisstjórnarinnar með viðræðunefnd heilbrigðisyfir- valda og launanefnd Læknafélags Reykjavíkur. Á þessum fundi kom ekkert nýtt fram, er launanefnd Læknafélags Reykjavikur áleit mál- inu viðkomandi, og taldi hún, að málsmeðferð mótaðist enn af því sjónarmiði að draga málið á lang- inn fremur en að leysa þau. Full- trúa rikisstjórnarinnar var tilkynnt, að launanefnd Læknafélags Reykja- víkur myndi ekki taka frekari þátt í viðræðum á þeim grundvelli. Viðrœður við læknana sjálfa. Samkvæmt upplýsingum frá lækn- um þeim, sem sagt hafa upp, til- kynntu þeir fulltrúum ríkisstjórnar- innar, að ef óskað yrði eftir samn- ingaviðræðum um málið, þá væri um þrjár leiðir að velja: 1) að sam- ið yrði við hvern einstakan lækni, 2) að samið yrði við allan hópinn samtímis, 3) að samið yrði við þann lögfræðing, er læknarnir hefðu fyrir sig í þessu máli og hann fengi að hafa einn eða fleiri fulltrúa með sér á slíkum fundum. Töldu fulltrú- ar rikisstjórnarinnar, að síðasta fyrirkomulagsformið yrði heppileg- ast, og á þeim grundvelli hafa sjö viðræðufundir verið haldnir, fjórir með landlækni og þrír með ráðu- neytisstjóra heilbrigðismálaráðu- neytisins ásamt skrifstofumönnum sjúkrahúsanna. Á þessum viðræðu- fundum hafa aðilar skipzt á tilboð- um án niðurstöðu í málinu. Málið í Félagsdóm. Svo sem kunnugt er, hefur rikis- stjórnin lagt málið fyrir Félagsdóm með þeim hætti, að hann skuli úr- skurða, hvort líta beri á uppsagn- irnar sem lögmætar eða ekki. Telja má víst, að dómsniðurstaða verði ekki komin, áður en uppsagnarfresti lýkur, og með tilliti til þess hefur ríkisstjórnin óskað, að læknarnir haldi áfram störfum sinum, meðan dómurinn starfar, um óákveðinn tima. Þar sem Læknafélag Reykja- víkur hefur ekki haft með þetta mál að gera að undanförnu, getur það að sjálfsögðu ekki sagt um, hvort læknarnir verði við þessari beiðni, enda hafa engin tilmæli kom- ið til stjórnar Læknafélags Reykja- vikur um að taka afstöðu til þessa atriðis málsins. Deilunni lýkur 1. nóvember. Af ofansögðu virðist óhjákvæmi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.