Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 46
120 LÆKNABLAÐ IÐ við léleg spítalalaun með vinnu utan sjúkrahúss, minnka eðlilega afköst hans í þágu sjúkrahússins. Auk þess sem laun hafa þannig bein áhrif á starf spítalanna, hafa þau og áhrif á víðari grundvelli. I fyrsta lagi draga léleg laun úr aðsókn manna að læknaskólum. Sú varð t. d. reynsla Bandaríkjamanna, þegar starfsgreining þjóðfélagsins jókst og kjör annarra stétta urðu sam- bærileg kjörum lækna. Afleiðingin er, að fjölgun lækna hefur dregizt aftur úr fólksfjölgun. 1 öðru lagi munu léleg laun sjúkrahússlækna letja menn til nauðsynlegs sérnáms. Spítalarnir munu þó í framtíðinni verða að byggja upp starfslið sitt með sérmenntuðum læknum í enn ríkara mæli en hingað til. Það er óhjákvæmilegt, að lækn- arnir geri kröfur í samræmi við það aukna nám, sem í framhaldsmennt- un þeirra felst. Ef ekki er komið til móts við launakröfur spítala- lækna, er raunar fyrirsjáanlegt, að nýliðar til sérhæfðra læknisstarfa verða engir, og mun þá brátt verða að leita út fyrir landsteinana um meiri læknishjálp en jafnvel hingað til hefur þurft. Vart myndi það kosta minna, hvort heldur læknar yrðu fluttir inn eða sjúklingar út. Annar meginþáttur í starfsað- stöðu við sérhæfð læknisverk eru kringumstæður á vinnustað til að framkvæma verkið, svo sem hús- rými, tæki og sérþjálfað aðstoðar- fólk. Á þessu sviði er þörf stórra átaka. Sem eitt dæmi má nefna að- stöðu svæfingarlækna við Landspít- alann. Sem stendur starfa þar þrir svæfingarlæknar og ein svæfingar- hjúkrunarkona. Þar af er einn full- menntaður svæfingarlæknir, sem verður að skipta vinnu sinni á tvö óskyld verkefni. Afdrep fyrir svæf- ingardeild er ekki til, ef ótalinn er einn tréskápur á gangi skurðdeild- arinnar. I væntanlegri nýbyggingu er þessari starfsemi ætlað eitt her- bergi, ca. 6x7 m. Hvergi er gert ráð fyrir svæfingarherbergi né held- ur æskilegri gæzludeild („special- care-“), svo að ekki sé minnzt á afdrep fyrir lækna og annað starfslið. Slík vinnuaðstaða einstakra deilda orsakast fyrst og fremst af þvi, að í stað heildarskipulagningar virðast einstaklingssjónarmið hafa ráðið. Til að lagfæra þetta og jafnframt koma í veg fyrir, ef unnt er, að slíkt komi fyrir í framtíðinni, er nauðsynlegt að skipuleggja fram í tímann innbyrðishlutfall hinna ýmsu deilda spítalans og rannsókn- arstofnana, sem nátengdar eru spít- alastarfinu. Það er t. d. óhugsandi, að sjúkra- hús sé rekið viðunandi og sam- kvæmt nútímakröfum, nema greið þjónusta fylgi frá fullkominni rönt- gendeild og rannsóknarstofu í meina- og bakteríufræðum. Segja má ýkjulaust, að hörgull sé á æfðu og menntuðu aðstoðar- fólki, og er þetta mjög mikið vanda- mál. Til þess að starf sérfróðra spítalalækna nýtist sem bezt, þurfa þeir á hverjum tíma að hafa sér til aðstoðar sérmenntað aðstoðar- fólk, hver í sinni grein; t. d. rann- sóknarkonur, röntgenhjúkrunarkon- ur eða röntgentækna, svæfingar- hjúkrunarkonur, auk þess sem öll- um er nauðsynlegt að hafa nægilegt starfslið læknaritara. Loks er ótal- in sú fjölgun almenns hjúkrunar- liðs, sem hlýtur að leiða af stækk- un sjúkrahúsa annars vegar og auk- inni sérhæfingu í rannsókn og með- ferð hins vegar. Reynt hefur verið að fá f járfram- lög til kennslu hluta þessa starfs- fólks, þ. e. rannsóknarkvenna á rannsóknarstofum Lsp. og röntgen- tækna, en ekki fengizt enn þá. Nokk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.