Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 103 flestum greinum læknisfræðinnar, en slíkt hefur í för með sér lengri námstíma, meiri námskostnað og styttri starfsævi. 1 þriðja lagi má geta þess, að 1960 voru læknabifreið- ir færðar í flokk þeirra farartækja, sem hæst aðflutningsgjöld og tollar eru greiddir af. Þessi ráðstöfun hef- ur haft þær afleiðingar, að bifreiða- kostnaður lækna hefur undanfarin þrjú ár hækkað gifurlega og raun- ar meira en nokkurrar annarrar stéttar í þjóðfélaginu. Æmtekiurútreikningar. Árið 1957 lét Læknafélag Reykja- víkur framkvæma útreikninga á ævitekjum fastlaunaðra lækna, og var í megin atriðum fylgt sömu að- ferðum og gert hafði verið í Svíþjóð við samanburð á ævitekjum lækna og strætisvagnastjóra þar í landi á árunum 1939 — 1944 — 1950. Is- lenzku útreikningarnir sýndu, að ævitekjur lækna voru nálægt 60% af ævitekjum viðurkenndra lág- launastétta, þegar fullt tillit var tek- ið til námskostnaðar, námstíma, starfsævi og annarra þátta, sem áhrif hafa á ævitekjur. Útreikning- arnir voru miðaðir við þær tekjur, sem aflast með venjulegum starfs- degi án aukavinnu, og sýndu greini- lega, hve illa aðalstörf fastlauna- lækna voru greidd. Afkoma þeirra hlaut því að byggjast að mestu leyti á aukavinnu og þar með óhæfilega löngum starfsdegi til ómælanlegs tjóns jafnt fyrir læknana sem sjúkl- inga þeirra. Ævitekjuútreikningai voru endurteknir í des. ’61, og var niðurstaða þeirra svipuð og áður. 1 apríl 1958 tókst samkomulag um óverulegar greiðslur fyrir gæzlu- vaktir á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Greiðslur þessar námu kr. 150.00 fyrir gæzlu- vaktir, sem tóku 15—21 klukkust. Greiðsla á klst. var þvi innan við kr. 10,00. Var þetta aðeins hugsað af læknanna hálfu sem málamynda- greiðslur fyrir þessa aukavinnu fremur en grundvöllur að framtíðar- fyrirkomulagi. Samtímis var samið um siglingarstyrk fyrir deildar- lækna á 4 ára fresti, og einnig var bílastyrkur kr. 750.00—1000.00 á mánuði veittur nokkru fleiri lækn- um en áður, en upphæðin var sú sama og tíðkazt hafði árið 1954. Upphaf deilunnar — engin svör við fyrstu bréfum. Núverandi deila hófst 31. janúar 1961 með því, að stjórn Læknafélags Reykjavikur ritaði bréf til stjórnar- nefndar ríkisspitalanna, þar sem rök voru fyrir því færð, að gagn- gerar breytingar þyrfti að gera á greiðslum til sjúkrahúslækna og þar með breyta og bæta starfsaðstöðu þeirra. I bréfinu var bent á leiðir til að bæta kjör læknanna og óskað eftir viðræðum við stjórnarnefnd- ina, eða aðra aðila um málið. Ekk- ert svar barst við bréfi þessu, og var þvi ritað annað bréf 15. júní ’61, þar sem lögð var áherzla á mikil- vægi málsins og ítrekuð tilmæli um viðræður. Þrátt fyrir þetta barst ekkert svar frá stjórnarnefnd rikis- spítalanna. Var þá gripið til þess ráðs að rita heilbrigðismálaráðherra 29. september 1961 og þess óskað, að hann skipaði nefnd til viðræðna við launanefnd Læknafélags Reykja- víkur um þetta mál. Ráðherrann kvaddi þegar þrjá menn til viðræðna við Læknafélagið, einn frá heil- brigðismálaráðuneytinu, einn frá ríkisspítölunum og einn frá bæjar- spítala, en launanefnd Læknafélags Reykjavíkur annaðist viðræður fyr- ir hönd félagsins. Viðræður þessara nefnda hófust í október 1961, og voru allmargir fundir haldnir til loka þess árs. Á siðustu fundunum kom fram, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.