Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 25

Læknablaðið - 01.09.1963, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 103 flestum greinum læknisfræðinnar, en slíkt hefur í för með sér lengri námstíma, meiri námskostnað og styttri starfsævi. 1 þriðja lagi má geta þess, að 1960 voru læknabifreið- ir færðar í flokk þeirra farartækja, sem hæst aðflutningsgjöld og tollar eru greiddir af. Þessi ráðstöfun hef- ur haft þær afleiðingar, að bifreiða- kostnaður lækna hefur undanfarin þrjú ár hækkað gifurlega og raun- ar meira en nokkurrar annarrar stéttar í þjóðfélaginu. Æmtekiurútreikningar. Árið 1957 lét Læknafélag Reykja- víkur framkvæma útreikninga á ævitekjum fastlaunaðra lækna, og var í megin atriðum fylgt sömu að- ferðum og gert hafði verið í Svíþjóð við samanburð á ævitekjum lækna og strætisvagnastjóra þar í landi á árunum 1939 — 1944 — 1950. Is- lenzku útreikningarnir sýndu, að ævitekjur lækna voru nálægt 60% af ævitekjum viðurkenndra lág- launastétta, þegar fullt tillit var tek- ið til námskostnaðar, námstíma, starfsævi og annarra þátta, sem áhrif hafa á ævitekjur. Útreikning- arnir voru miðaðir við þær tekjur, sem aflast með venjulegum starfs- degi án aukavinnu, og sýndu greini- lega, hve illa aðalstörf fastlauna- lækna voru greidd. Afkoma þeirra hlaut því að byggjast að mestu leyti á aukavinnu og þar með óhæfilega löngum starfsdegi til ómælanlegs tjóns jafnt fyrir læknana sem sjúkl- inga þeirra. Ævitekjuútreikningai voru endurteknir í des. ’61, og var niðurstaða þeirra svipuð og áður. 1 apríl 1958 tókst samkomulag um óverulegar greiðslur fyrir gæzlu- vaktir á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Greiðslur þessar námu kr. 150.00 fyrir gæzlu- vaktir, sem tóku 15—21 klukkust. Greiðsla á klst. var þvi innan við kr. 10,00. Var þetta aðeins hugsað af læknanna hálfu sem málamynda- greiðslur fyrir þessa aukavinnu fremur en grundvöllur að framtíðar- fyrirkomulagi. Samtímis var samið um siglingarstyrk fyrir deildar- lækna á 4 ára fresti, og einnig var bílastyrkur kr. 750.00—1000.00 á mánuði veittur nokkru fleiri lækn- um en áður, en upphæðin var sú sama og tíðkazt hafði árið 1954. Upphaf deilunnar — engin svör við fyrstu bréfum. Núverandi deila hófst 31. janúar 1961 með því, að stjórn Læknafélags Reykjavikur ritaði bréf til stjórnar- nefndar ríkisspitalanna, þar sem rök voru fyrir því færð, að gagn- gerar breytingar þyrfti að gera á greiðslum til sjúkrahúslækna og þar með breyta og bæta starfsaðstöðu þeirra. I bréfinu var bent á leiðir til að bæta kjör læknanna og óskað eftir viðræðum við stjórnarnefnd- ina, eða aðra aðila um málið. Ekk- ert svar barst við bréfi þessu, og var þvi ritað annað bréf 15. júní ’61, þar sem lögð var áherzla á mikil- vægi málsins og ítrekuð tilmæli um viðræður. Þrátt fyrir þetta barst ekkert svar frá stjórnarnefnd rikis- spítalanna. Var þá gripið til þess ráðs að rita heilbrigðismálaráðherra 29. september 1961 og þess óskað, að hann skipaði nefnd til viðræðna við launanefnd Læknafélags Reykja- víkur um þetta mál. Ráðherrann kvaddi þegar þrjá menn til viðræðna við Læknafélagið, einn frá heil- brigðismálaráðuneytinu, einn frá ríkisspítölunum og einn frá bæjar- spítala, en launanefnd Læknafélags Reykjavíkur annaðist viðræður fyr- ir hönd félagsins. Viðræður þessara nefnda hófust í október 1961, og voru allmargir fundir haldnir til loka þess árs. Á siðustu fundunum kom fram, að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.