Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 4
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is ÁGÚST TILBOÐ YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á TILBOÐIHlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 Er frá Þýskalandi www.grillbudin.is FULLT VERÐ 94.900 64.900 Opið laugardag til kl. 14 Verðbólgan 5% 5% Verðbólga 24. ágúst 2011 Hagstofa Íslands S igling stjórnenda Hörpu með vel valda boðsgesti á Menningarnótt kostaði rétt tæpa milljón. Þetta staðfestir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttatímans. Siglt var á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni um­ hverfis Hörpu til að hægt væri að skoða ljósasýningu glerhjúps Ólafs Elíassonar frá hafi. Í svari Steinunnar kemur fram að leigan á bátnum hafi kostað 400 þús­ und krónur, veitingarnar hafi kostað 490 þúsund og annar kostnaður hafi verið um 100 þúsund krónur. Steinunn Birna segir að um stutta sigl­ ingu hafi verið að ræða og að hún hafi staðið í um hálftíma eftir að flugeldasýn­ ingunni á vegum Menningarnætur lauk. „Bátsferðin var hluti af þeirri dagskrá sem erlendum fjölmiðlamönnum var boðið upp á og sérstaklega farin til þess að þeir gætu tekið myndir af Hörpu utan af sjó. Mikill fjöldi erlendra blaðamanna kom hingað til lands til að vera viðstadd­ ir vígsluna á glerhjúp Ólafs Elíassonar. Meðal annars frá blöðunum The Ob­ server, The New York Times, The Wall Street Journal, Newsweek og TIME magazine auk fulltrúa ýmissa fag­ tímarita og miðla sem fjalla um arkitektúr. Fjallað var um vígsluna í kvöldfréttum í þýska útvarpinu í gær­ kvöld. Aðrir sem fóru með í bátsferðina voru meðal annars Ólafur Elíasson og starfslið hans, danskir arkitektar Hörpu, verkfræðingar og aðrir erlendir sér­ fræðingar sem komu að byggingunni og veittu erlendu fjölmiðlunum viðtöl um bygginguna. Einnig fóru nokkrir starfsmenn Hörpu sem önnuðust skipulagn­ ingu og utanumhald vegna blaðamannanna, ljósmyndarar og myndatökufólk,“ segir Steinunn Birna. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is glerhjúpur Hörpunnar.  Harpa Skemmtiferðir Boðssigling kostaði milljón Umdeild sigling stjórnenda Hörpu með valda aðila á Menningarnótt var ekki ókeypis. Þ etta var fínn fundur,“ sagði Ís­leifur B. Þórhallsson athafna­maður og það var allt og sumt sem blaðamaður Fréttatímans fékk upp úr honum áður en hann hljóp á fund, utan: „Ég sver það, ég er ekki að ljúga, ég er að fara á fund.“ Í gær gengu fulltrúar Bandalags ís­ lenskra tónleikahaldara (Bít), þeir Ís­ leifur, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Stephensen, á fund stjórn­ enda Hörpu og gerðu þeim grein fyrir því að ýmis skilyrði hússins og fram­ ganga stjórnenda þar væru óásættan­ leg. Hvorki náðist í Jakob né Þorstein við vinnslu fréttarinnar. Málið er við­ kvæmt. Fáir sem því tengjast vilja tjá sig – ótti virðist ríkja við að það geti komið húsinu sem slíku og tónleika­ haldi þar illa. Á miðvikudag hélt Bít fund þar sem fram kom djúpstæð óánægja tónleikahaldara með samskiptin við Hörpu. Samkvæmt heimildum Fréttatímans þykir tónleikahöldur­ um víða pottur brotinn varðandi ófrá­ víkjanlegar kröfur og staðla af hálfu hússins, sem og algert skilningsleysi í garð þeirra sem starfa á frjálsum markaði. Samningsbrot Hörpu við Helga Björnsson var eitt þeirra korna sem fylltu mælinn. Helgi hafði bókað sal í Hörpu til að halda aukatónleika vegna mikillar aðsóknar á tónleika sem hann hélt þar 17. júní. Hann var með skriflegan samning þess efnis en þrátt fyrir það voru seinna bók­ aðir tónleikar Kristins Sigmundsson­ ar og Víkings Heiðars á þeim tíma og í þeim sal þar sem til stóð að halda tónleikana. Helgi vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann en hann stendur nú í viðræðum við stjórnend­ ur hússins með það fyrir augum að finna friðsæla lausn. Það sama gildir um tónlistarstjór­ ann Steinunni Birnu Ragnarsdóttir varðandi það mál en hún kannast vel við kurr meðal hryntónlistarmanna. Bubbi Morthens hefur ekki farið leynt með óánægju sína en tónleikahöldur­ um finnst sem stjórnendur Hörpu taki óheyrilega mikið í sinn hlut í krafti einokunaraðstöðu sinnar: Húsaleiga er há, uppgjör fer fram seint, rukkað er fyrir allan tækjabúnað, tæknimenn í topp og er mönnum óleyfilegt að koma með nokkuð í húsið; veitingar seldar á uppsprengdu verði. Þá er ágreiningur um hversu mikla pró­ sentu Harpa tekur af hverjum útprent­ uðum miða. Tónleikahaldarar tala um lítinn vilja stjórnenda Hörpu til við­ ræðna og að hægt gangi með öll mál: Þannig er ekki búið að útkljá umdeilt mál er varðar reglur um að leita skuli á þeim tónlistarmönnum sem koma í húsið. Þrátt fyrir þessa óánægju segir Steinunn Birna fundinn með Bít hafa gengið vel. „Ég fagna því að þeir stofni til samtals við húsið. Sameiginlegir hagsmunir beggja aðila eru að vel tak­ ist til í þessum málum. Ég er persónu­ lega sannfærð um að margt af því sem hefur kostað ágreining á milli manna er á misskilningi byggt. Að mörgu leyti eru þetta verðugar ábendingar en að hluta skortur á upplýsingum sem vera má að við höfum ekki verið nógu dugleg að koma frá okkur. Sá dæmir harðast sem ekki veit.“ Steinunn Birna segir að ýmsir hafi óraunhæfar væntingar til húss­ ins. „Við verðum að horfa til þeirrar staðreyndar að þetta er einstakt hús miðað við íslenskar aðstæður; þarna eru tvær íslenskar menningarstofn­ anir komnar inn með sína starfsemi, þarna eru kjöraðstæður fyrir Óperuna og Sinfóníuhljómsveitarina. Hryn­ tónlistarmenn eiga annarra kosta völ. Harpan er hrein viðbót fyrir þá.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Hryntónlistarmenn í hart við Hörpu Þolinmæði tónleikahaldara hryntónlistar gagnvart Hörpu virðist á þrotum en þeir telja sig mæta skilningsleysi meðal stjórnenda. Í gær gengu stjórnarmenn bíts á fund Hörpufólks og skýrðu frá óánægju sinni. Steinunn birna ragnarsdóttir tónlistarstjóri fagnar því að þeir skuli efna til samtals við húsið.  tónliStarHúS DjúpStæð óánægja tónleikaHalDara Segir vafa leika á rekstrarhæfi Olís Vafi kann að leika á rekstrarhæfi Olís, að því er fram kom í Viðskiptablaðinu í gær. blaðið segir helstu ástæður þess vera að tæplega tveggja milljarða lán félags- ins féll á gjalddaga í maí 2011, að Olís á 1,4 milljarða króna kröfu á móðurfélag sitt sem er með neikvætt eigið fé og að félagið gjaldfærir ekki 560 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna olíu- samráðsins í reikningum sínum. Fram kom að Olíssamsteypan tapaði 65,9 milljónum króna í fyrra. - jh Verðbólgan mælist nú 5%, samkvæmt tölum sem Hagstofa Ís- lands birti í gær. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst er 380,9 stig og hækkaði um 0,26% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 361,2 stig og hækkaði um 0,36% frá júlí. Sumarútsölur eru víða um garð gengnar og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5%. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,8% og verð á bensíni og olíum lækkaði um 1,7%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,0% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,5% verðbólgu á ári eða 2,7% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis. - jh Iðnaðarráðherra ekur á vetnisrafbíl Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra fékk vetnisrafbíl til afnota í vikunni, að því er fram kemur á síðu iðnaðarráðuneytisins. bíllinn er af gerðinni Hyundai Tucson ix35. Hann er hér á vegum skandi- navísku vetnisvegasamtakanna (SHHP) og Íslenskrar Nýorku og er koma bílsins hluti af bílapróf- unum Hyundai á vetnisrafbílum á Norðurlöndunum. Áfylling bílsins tekur um þrjár mínútur og hefur hann um 600 kílómetra drægni á einum tanki sem er sambæri- legt við það sem hefðbundnir bensínbílar draga. - jh L jó sm yn d/ ið na ða rr áð un ey ti ð Steinunn Birna Ragnars- dóttir. Telur ágreining við tónleikahaldara á misskilningi byggðan. „Sá dæmir harðast sem ekki veit.“ Samnings- brot Hörpu við Helga Björnsson eitt þeirra korna sem fylltu mæl- inn. 2 fréttir Helgin 26.-28. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.