Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 54
MatartíMinn nútíMinn er trunta
a llt sem þú lest er lygi“, söng Biggi í Maus um árið. Og þótt hann hafi verið að fjalla um dáldið annað þá höndlar þessi setning ágæt
lega þá tilfinningu sem hellist yfir fólk frammi fyrir
rekkunum úti í stórmarkaði. Þar segjast vörurnar
vera eitt en eru annað.
Gerum smá tilraun: Raspið börkinn af þremur
sítrónum, kreistið safann úr sex yfir börkinn og látið
standa í hálftíma. Sigtið þá börkinn frá og hellið saf
anum ásamt lítra af ísköldu vatni í krukku eða könnu
með loki. Hrærið eina og hálfa matskeið af sykri út í
og geymið síðan í ísskáp í þrjár klukkustundir til að
kæla vökvann aðeins. Hlaupið út í búð á meðan og
kaupið 7up eða Sprite.
Takið til tvö glös og hellið heimagerðu límonaðinu
í annað og verksmiðjuframleidda límonaðinu í hitt.
Smakkið. (Þið þurfið ekki að binda fyrir augun;
munurinn er svo augljós).
Í raun er ekkert líkt með þessum tveimur drykkj
um. Annar er fersk og lífleg átök súrs og sætu innan
um snert og minni af alls kyns bragði og angan. Hitt
er steindautt sykurvatn með sýru sem haldið er á lífi
með kolsýru. Ef þið eruð hugrökk skuluð þið hrista
kolsýruna úr iðnaðarlímónaðinu og reyna að drekka
það flatt eins og það heimagerða. Þið þurfið að beita
öllum ykkar sálarkröftum til að koma þessu bragði
úr huganum ef þið viljið ekki vakna upp með minn
inguna um þennan ógeðisdrykk mánuðum og árum
seinna.
Your Mayohighness
Önnur tilraun: Setjið eggjarauðu í skál ásamt góðri
teskeið af dijonsinnepi, hálfri matskeið af hvítvíns
ediki, klípu af hvítum pipar og annarri af salti. Þeytið
saman og látið síðan um
125150 ml af bragð
lítilli ólívuolíu drjúpa
saman við á meðan
þið þeytið af krafti; fyrst
einn og einn dropa en í
smárri bunu þegar blandan
tekur að þykkna. Bætið
um matskeið af vatni eða sítrónusafa við í lokin til að
áferð mæjónessins minni eilítið á silki eða flauel.
Stökkvið út í búð og kaupið mæjónes, Gunnars eða
Hellmans, og nýbakaða baguette í bakaríinu. Setjist
til borðs, rífið baguettuna, setjið væna klípu af heima
gerðu mæjónesi á rifrildið og stingið upp í ykkur.
Endurtakið með iðnaðarmajónesinu.
Munurinn er sá að það heimagerða er besta viðbit
sem þið hafið smakkað. Það úr dollunni er í raun
ekki hæft til svona neyslu. Það má hugsanlega nota
það í salöt þar sem fleiri bragðtegundir og hráefni
fela veikleika þess. En eitt og sér er augljóst að þetta
er ekki mæjónes. Ef þið viljið endilega kalla þetta
mæjónes þá verðið þið að finna nýtt nafn yfir það
heimagerða. Your Mayohighness.
Er upprisa eftir dauða matarins?
En í hverju liggur þessi munur? Annað er matur sem
búinn er til sem matur. Hitt er matur sem er fram
leiddur til að þola flutning, geymslu og að endast von
úr viti. Ef hann er ekki stútfullur af rotvarnarefnum,
þykkni, litar og bragðefnum hefur hann verið geril
sneyddur (lesist: drepinn) með því að hráefnið er
hitað snögglega og kælt jafn hratt aftur. Matur sem
inniheldur nattúruleg efni á borð við olíu, egg eða
sítrónu getur þannig verið jafn steindauður og plast
málning.
En er ekki allt í lagi að borða svona iðnaðarmat?
Tsja, frá því að fyrstu mennirnir komu fram fyrir um
2,5 milljónum ára hafa menn borðað lifandi
mat. Allar götur síðan hefur maðurinn vaxið
og dafnað á slíkum mat. Maðurinn er í
raun afsprengi hans. Maðurinn
drakk þannig lifandi mjólk í um
tíu þúsund ár áður en nokkr
um datt í hug að gerilsneyða
mjólkina. Síðustu 75 árin eru
tilraun um hvort maðurinn
getur lifað heilbrigðu lífi á
dauðri mjólk.
En hvort sem það er hægt
eða ekki, þá er hitt miklu
ánægjulegra: að borða mat en
ekki geymsluvöru.
uppskrift rakakreM úr olíu, vatni og vaxi
HeiMsMarkaðurinn ekki aðeins Hættulegur Heilsu Mannsins
40 matur
Naivashavatn í stóra sigdalnum í Keníu var
lengst af eins konar útnári veraldar. Þótt við
vatnið hafi öldum saman dafnað auðugt jurta
og dýralíf tókst manninum ekki að nýta sér
frjósemina. Ástæðan er að þarna er kjörlendi
tsetseflugunnar, sem er andstyggileg pest
og skítseiði hið mesta. Fyrir hálfri öld bjuggu
við vatnið aðeins um sjö þúsund manns af
Masaiættbálknum, en þeim hafði tekist að
rækta upp kúastofn sem var ónæmur fyrir
smiti tsetseflugunnar.
Síðustu þrjátíu árin hefur umhverfi vatns
ins hins vegar gerbreyst. Þar búa nú um
300 þúsund manns – svo sem ein íslensk
þjóð – og ræktar rósir. Í sjálfu sér er þetta
landsvæði ekki gott til rósaræktunar. Á móti
mikilli sól og hita þarf að nota ógrynnin öll
af eitri til að halda niðri öðrum gróðri og
skorkvikindum. En vinnuafl er ódýrt í Keníu
og það má sækja vatn í Naivasha til að vökva
akrana.
Blómabransinn í Keníu veltir nú meira en
40 milljörðum króna. Þetta er stóriðnaður.
Eitt býli framleiðir um 600 milljónir rósa á
ári – 1.650 þúsund á dag. Að baki eru mörg
handtök. Og því skiptir litlu þótt fljúga þurfi
með rósirnar langa leið á markað í Evrópu.
Vatn er um 90 prósent af þyngd rósar
innar. Þessi iðnaður í Keníu er því í raun
vatnsútflutningur. Og frá því að rósarækt
hófst í dalnum fyrir alvöru hefur vatnsborð
Naivasha lækkað um þrjá metra. Allt stefnir
í að vatnið hverfi innan tíðar og skilji eftir sig
raka drullu sem hvorki mun geta staðið undir
dýra né mannlífi.
Svona er veröldin orðin öfugsnúin. Keníu
menn flytja vatn frá landi sínu, sem er að
þorna upp, til hinnar regnblautu Evrópu. Í ná
grannalandinu Eþíópíu, sem þarf enn frekar
að gæta að vatnsbyrgðum sínum, er Vestur
landabúum boðið upp á tíu ára skattleysi
gegn því að koma og byggja upp blómaakra.
Markaðstilraunir síðustu ára ganga því
ekki aðeins hart að heilsu okkar mannanna
heldur líka Jarðarinnar sjálfrar.
Allt sem þú borðar er lygi
Heilsu Jarðar hrakar
Helgin 26.-28. ágúst 2011
Við erum þátttakendur í stórri tilraun sem
mun leiða í ljós hvort mannskepnan getur
lifað og dafnað af dauðum mat. Það eru ekki
nema um 100 ár síðan sá matur sem maður-
inn hafði lifað á tók að hverfa; fyrst hægt og
bítandi en síðan ógnarhratt á síðustu tveimur,
þremur áratugum. Nú er raunverulegi matur-
inn orðinn mörgum framandi.
Heima(gert) er best
Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson
matur@frettatiminn.is
Matur
Stórfyrirtækin sem framleiða
vörur fyrir risastór markaðssvæði,
flytja þær þvers og kruss um heim
inn, geyma þær á lagerum og búð
arhillum svo vikum og mánuðum
skiptir, geta náttúrlega ekki boðið
upp á góðar vörur í hefðbundnum
skilningi. Þess í stað reyna þau að
snúa hlutunum á hvolf – til dæmis
með því að segja að dísætt Coca
Cola geti verið svalandi á heitum
degi – eða beina athygli okkar frá
ferskleika að einhverju allt öðru –
eins og snyrtivörufyrirtækin hafa
tamið sér.
Auglýsingarnar um litlu kúl
urnar sem fara inn í húðina til að
drepa vonda kalla eða endurlífga
þreyttar frumur eru tóm della –
eins og megnið af snyrtivörufram
leiðslunni. Ef virknin væri þessi
væru snyrtivörur lyfseðilsskyldar.
Að allri dellu slepptri er hins vegar gott að eiga rakakrem
en til þess þurfið þið ekki að borga múltímonnípeningaglás
fyrir smáslummu. Þið getið búið til miklu betra og ódýrara
rakakrem í eldhúsinu heima:
Setjið 250 ml af ólívuolíu og 250 ml af kókosfeiti saman
í könnu og hitið upp að 65°C í vatnsbaði. Hitið líka 250 ml
af rósavatni (eða bara kranavatni) í annarri könnu upp að
65°C. Látið um 200 ml af býflugnavaxi bráðna yfir vatns
baði og hrærið létt á meðan. Vaxið bráðnar í um 6264°C og
þegar það er allt orðið lekandi ætti hitastigið að vera um það
bil 65°C.
Takið nú töfrasprota í aðra hönd og hrærið í vaxinu á
meðan þið hellið olíunni saman við, svipað og ef þið væruð
að búa til majónes. Þegar öll olían er komin saman við hellið
þið rósavatninu varlega saman við og hrærið vel á meðan.
Kælið skálina í vatnsbaði. Hrærið annað slagið í á meðan
kremið er að kólna til að forða því frá að skiljast. Þegar
kremið er komið nærri stofuhita setjið þið það í krukkur og
inn í ísskáp. Það geymist þar í um það bil mánuð.
Þegar þið hafið komist upp á lag með þetta getið þið gert
tilraunir með annars konar ilm en rósailm, aðrar olíur (best
er að hafa helming olíu sem er fljótandi við stofuhita og
helming sem þarf hærri hita til að bráðna) og jafnvel kakó
smjör í stað býflugnavaxins; að öllu eða hálfu leyti. Gætið
þess bara að halda grunnhlutföllunum réttum: ¼ fljótandi
olía, ¼ feiti, ¼ vax eða annað til að binda kremið saman og
¼ vatn til að gera það mjúkt og létt.
Þið þurfið
ekki aðstoð
snyrtivöru-
fyrirtækja
til að halda
olíu að
húðinni.
Það má
vel búa
til ódýrt
og gott
rakakrem í
eldhúsinu.
Ljósmynd/
StockFood
Límonaði kemur ekki úr dós heldur
úr sítrónu. Ljósmyndir/StockFood
Mæjónes kemur ekki úr túpu eða krukku heldur af
eggjarauðu og olíu.
Rósir sem innihalda síðustu vatnsdropana úr
Naivasha-vatni. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images
Miðasala 568 8000
borgarleikhus.is
Áskriftar-
kortið okkar
Leikhúshópur strákanna
í Hagaskóla