Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 62
Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Ragna Árnadóttir, lögfræðingur Helgin 26.-28. ágúst 201148 tíska Konur eru konum verstar Öfund er hugtak sem oft ógnar sjálfs- virðingu manns. Þetta er geðshræring sem verður til þegar mann skortir eða maður óskar eftir einhverju sem aðrir hafa eða eiga. Óstjórnlegt hugtak sem alltaf hefur talist neikvætt. En tím- arnir breytast og mennirnir með og nú virðist vera í lagi að öfunda. Viðurkennt hugtak sem við notum óspart á næsta mann. Við ruglum þó oft saman öfundinni og því að samgleðjast. Svo virðist vera sem þessi öfund sé innbyggð í kynsystur mínar. Við gleymum að samgleðj- ast og hrósa. Þegar önnur kona tekur sig á og losar sig við tuttugu kíló höfum við orð á því hvað þessi stórglæsilega kona sé orðin veikluleg; komin með áröskun, þurfi helst að fá næringu í æð – og leita sér hjálpar. Það hefur oft verið sannað að öfund er merki um litla sjálfsvirðingu. Þeir sem ekki geta samglaðst eða hrósað ættu fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að vera sáttur við sjálfan sig og það sem maður hefur er lykilatriði að velgengni í eigin lífi. Það er alltaf uppbyggilegra að segja „Djöfull ertu í flottum sundbol. Fer þér vel!“ heldur en „Gat verið að þú þyrftir að vera í flottasta sundbolnum.“ Við verðum að vera meðvitaðri um hvað við segjum við náungann. Öfundin get- ur sært. Það er svo auðvelt að breyta þessari öfund í gleði. Útgeislunin verður meiri og velgengni og vinsældir jafnvel aukast. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Fylgir ekkert endilega tískunni Tania Lind er nítján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og vinnur í tískuversluninni Friis & Company samhliða náminu. Hennar helstu áhugamál eru tíska og ferðalög. „Ég myndi segja að ég hefði ekki neinn sérstakan fatastíl; fer mikið eftir skapi. Ég fylgist mjög vel með nýjustu tísku en fylgi henni ekkert endilega heldur vel mér það sem mér finnst flott, þægilegt og fer mér vel. Ég kaupi helst fötin mín í útlöndum og þar eru Urban Outfitters, American Aparel og H&M í miklu uppáhaldi. Hérna heima eru það hins vegar Top­ shop og Zara sem ég styrki mest. Tískuinnblásturinn kemur líklega mest frá því sem er í kringum mig. Ég skoða líka mikið tískublogg og tískublöð og fylgist mikið með því hvernig stjörnurnar klæða sig. Olsen-systurnar og Erin Wasson eru líklega þær stjörnur sem ég lít helst upp til í klæðarburði.“ London helsta tískuborg heims Síðustu ár hefur bandaríska fyrir- tækið Global Language Monitor birt lista yfir helstu tískuborgir heims og var það London sem landaði fyrsta sætinu í ár. Þetta var í fyrsta skipti sem London nær toppsætinu og segir fyrirtækið að áhrif breska hönnuðarins Alexanders McQueen og prinsessunnar Kate Middleton á tískuna hafi ráðið úrslitum. New York, sem hefur átt topp- sætið síðustu ár, lenti nú í öðru sæti, París í því þriðja og Mílanó í fjórða. Raunveruleikinn uppmálaður Snyrtivörufyrirtækið Mac hefur frumsýnt nýja línu sem kom í búðir í Bandaríkjunum í gær, fimmtu- dag, og er ólík öðrum línum fyrirtækisins að því leyti til að allt ímyndunarafl inn í ævintýraheimana er af skornum skammti. Fyrr í sumar óskaði fyrirtækið eftir nokkrum Mac-neytendum sem vildu taka þátt í auglýsinga- herferð haustlínu þeirra, Mac me over. Sex ein- staklingar voru valdir og verða því andlit línunnar um heim allan. Línan mun innihalda fjöldann allan af snyrtivörum; varalit, gloss, maskara, augnskugga, kinnalit og fleira spennandi í snyrtibudduna. Ný kvikmynd með prúðuleikurunum er væntanleg á skjáinn í haust og í tilefni þess hefur naglalakks- fyrirtækið OPI hannað nýja línu, The Muppets Collection. Línan saman- stendur af tólf mismunandi litum og heita þeir allir eftir einhverjum karakter í myndinni. Línan er væntanleg í verslanir OPI vestanhafs í nóvember – og á netverslun þeirra. Mánudagur Skór: Aldo Buxur: Zara Bolur: H&M Jakki: Zara Miðvikudagur Skór: Gs skór Stuttbuxur: Urban Outfitters Skyrta: H&M Skart: Forever21 Fimmtudagur Skór: Sautján Buxur: Weekday Bolur: H&M Jakki: H&M Trefill: Vero Moda Taska: Friis & Co. Skart: Gina Tricot Þriðjudagur Skór: Aldo Sokkabuxur: Oroblu Bolur: H&M Peysa: Topshop Hálsmen og hattur : Friis & Co. Föstudagur Skór: Friis & Co. Stuttbuxur: Topshop Bolur: H&M Jakki: H&M Hálsmen: Aldo Prúðuleikararnir með naglalakkslínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.