Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 28
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
11
21
74
b
m
va
lla
.is
Sími: 412 5050
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
110 Reykjavík
Gluggar
eru ekki bara gler
Veldu háeinangrandi PRO TEC Classic glugga
sem spara orku
BM Vallá býður vandaðar glugga lausnir frá PRO TEC
í Danmörku. Gluggarnir eru úr áli og tré og henta vel fyrir
íslenskar aðstæður. PRO TEC gluggar hafa verið seldir á
Íslandi frá 1993 og verið prófaðir og vottaðir gagnvart íslensku
vind- og slagregnsálagi. Glerið er háeinangrandi sem lækkar
hitunar kostnað og sparar orku. Hver gluggi er sér smíðaður
eftir óskum viðskipta vinar um stærð, lit og lögun.
Kynntu þér PRO TEC hjá BM Vallá áður en þú velur glugga.
Það gæti borgað sig.
Fótbolti Stórleikur í enSku úrvalSdeildinni
Helvíti og himnaríki
Líf knattspyrnustjóranna Alex Ferguson og Arsene Wenger er ólíkt nokkrum
dögum fyrir stórleik Manchester United og Arsenal á Old Trafford á sunnudag.
a
lex Ferguson og Arsene
Wenger eru tveir sigur-
sælustu og virtustu knatt-
spyrnustjórar í ensku úr-
valsdeildinni. Þeir hafa
eldað grátt silfur saman undanfarin
sextán ár – fjandmenn innan vallar en
miklir mátar utan hans. Lið þeirra,
Manchester United og Arsenal, hafa
borið höfuð og herðar yfir andstæð-
inga sína í deildinni undanfarin hálf-
an annan áratug þótt heldur hafi
dregið í sundur með þeim, United
í hag, á síðustu árum. Sjaldan eða
aldrei hefur þó staða þeirra verið
ólíkari heldur en nú. Á meðan ann-
ar stýrir liði sem virðist einungis
verða betra og betra, þarf hinn að
horfa á eftir bestu leikmönnum sínum
til annarra liða.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur átt erf-
itt ár. Í febrúar átti liðið möguleika á því að
vinna alla fjóra titla sem í boði voru. Í maí stóð
það uppi með engan titil eftir að hafa hrunið
eins og spilaborg á lokasprettinum. Sú stað-
reynd blasti við að sæti í meistaradeildinni
var ekki einu sinni tryggt – erfitt umspil
beið Arsenal nú í haust. Hafi vorið verið
vont fyrir Wenger þá var sumarið verra.
Sápuóperan í kringum fyrirliðann Cesc
Fabregas hélt áfram og að lokum gerð-
ist hið óumflýjanlega – hann var seldur
til Barcelona. Annar lykilmaður, Samir
Nasri, var líka seldur nú í vikunni til
Manchester City. Áður hafði vinstri
bakvörðurinn Gael Clichy farið sömu leið
og Kamerúnanum Emmanuel Eboue var
grýtt til Galatasary. Í þeirra stað hafa kom-
ið Fílabeinsstrendingurinn Gervinho, sem
er frægastur fyrir ljótustu hárgreiðsluna
í boltanum, og tveir unglingar, Alex Ox-
alade-Chamberlain frá Southampton og
Carl Jenkinson frá Charlton. And- og að-
gerðarleysi Wengers á leikmannamark-
aðnum hefur gert marga stuðningsmenn
Arsenal brjálaða. Wenger er varkár,
sennilega varkárari en góðu hófi gegnir,
með peninga félagsins og hefur marg-
oft lýst því yfir að Arsenal verði að vera
sjálfbært félag. Launastefna félagsins
er stíf og ein af ástæðum þess að Nasri
fór og illa gengur að laða toppleikmenn
til félagsins.
Hriktir í stoðum
Byrjun tímabilsins hefur verið slæm.
Jafntefli gegn Newcastle og tap gegn
Liverpool þykir ekki merkilegt hjá
félagi eins og Arsenal sem stefnir
á enska meistaratitilinn á hverju
ári. Fyrstu góðu fréttirnar í lang-
an tíma komu þó á miðvikudags-
kvöldið þegar liðið sló út Udinese
í umspili meistaradeildarinnar.
Sá árangur er ágætis veganesti í leikinn
gegn Manchester United á sunnudag-
inn. Ýmislegt bendir þó til þess að
ekki sé allt með felldu hjá Arsenal.
Lykilmenn eru horfnir á braut,
illa gengur að fá nýja menn og í
fyrsta sinn frá því að Arsene
Wenger kom til félagsins
eru uppi efasemdaraddir
um hann. Í fyrsta sinn eru
menn farnir að velta
þeim möguleika fyrir
sér að hann sé ekki
óskeikull. Til að
bæta gráu ofan á
svart virðast sam-
skipt i Wengers
við stjórn félagsins
vera stirð. Þegar öllu er
á botninn hvolft lítur út fyrir
að Wenger hafi átt sælli daga
í stjórasætinu hjá Arsenal –
svo ekki sé fastar að orði
kveðið.
Á bleiku skýi
Á öðrum stað í Englandi
svífa menn hins vegar
á bleiku skýi. Í Manc-
hester-borg undir-
býr Alex Ferguson
atlöguna að tuttug-
asta meistarat it l i
Manchester United.
Sæluvíma Fergusons
er í hróplegu ósamræmi
við vonbrigði Wengers.
Ferguson kaupir leikmenn
til að styrkja liðið og missir
engan. Liðið í ár lítur út fyrir
að vera sterkara en það var
í fyrra. Ungir leikmenn, á
borð við Phil Jones og As-
hley Young, líta út fyrir að
hafa spilað með United-
liðinu í áratug. Ungir leik-
menn á borð við Tom Cle-
verley og Danny Welbeck
hafa stigið fram sem full-
burða leikmenn og aðrir
verða bara betri og betri.
Byrjunin á tímabilinu lof-
ar líka góðu. Tveir sigrar
í tveimur leikjum og sig-
ur á grönnunum í Manc-
hester City í leiknum
um Samfélagsskjöldinn.
Lífið gæti einhvern veg-
inn ekki verið betra fyrir
Ferguson – sannkallað
himnaríki samanbor-
ið við helvíti Wengers.
oskar@frettatiminn.is
Arsene Wenger,
knattspyrnustjóri
Arsenal, hefur átt
betri daga. Ljós-
mynd/Nordic
Photos/Getty
Images
Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri
Manchester United,
hefur sjaldan lifað
betri daga. Ljós-
mynd/Nordic Photos/
Getty Images
Á meðan
annar
stýrir liði
sem virðist
einungis
verða betra
og betra
þarf hinn að
horfa á eftir
bestu leik-
mönnum
sínum til
annarra liða.
26 fótbolti Helgin 26.-28. ágúst 2011