Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 76
Hann stóð
sig frá-
bærlega
í þessu
á sínum
tíma og
kemur vel
til greina í
verkið.
Skjár einn og framleiðslufyrirtækið Purkur
ætla að sameinast um að vekja heimilda-
þættina Sönn íslensk sakamál til lífsins.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda þegar þeir
voru sýndir í Ríkissjónvarpinu fyrir áratug
eða svo. Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri
Skjás eins, er hæstánægður með samning-
inn við framleiðslufyrirtækið og telur sig
vera kominn með mikinn happafeng.
„Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur; að
hafa náð samningi við þá sem eiga réttinn á
þáttaröðinni og nafninu Sönn íslensk saka-
mál.“
Fyrirhugað er að gera átta nýja þætti og
byrja að sjónvarpa þeim á næsta ári. Fram-
haldið er þó háð því að Purkur fái fram-
leiðslustyrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
„Ef fjármögnun næst munum við kýla á
þessa þætti,“ segir Hilmar.
Í Sönnum íslenskum sakamálum eru
þekkt glæpamál, sem vöktu á sínum tíma
mikla athygli, rifjuð upp og frásögninni
gefið líf með sviðsetningu atburða og við-
tölum. Og vitaskuld er enginn skortur á við-
fangsefnum nýrrar þáttaraðar enda hefur
talsverður fjöldi ljótra mála vakið óhug með
Íslendingum á þeim áratug sem liðinn er
síðan Sigursteinn Másson reifaði glæpamál
í þættinum í Sjónvarpinu.
„Það hafa komið upp mörg athyglisverð
mál síðan þættirnir voru sýndir. Við horfum
einungis til mála sem dæmt hefur verið í og
erum með lista yfir fjórtán mál sem við eig-
um eftir að velja úr. En öll eru þau athyglis-
verð, það er engin spurning.“
Leit stendur nú yfir að umsjónarmanni
þáttanna og Hilmar segir Sigurstein Más-
son vera ofarlega á óskalistanum. „Hann
stóð sig frábærlega í þessu á sínum tíma og
kemur vel til greina í verkið.“
Sigursteinn Másson stýrði Sönnum íslenskum
sakamálum af stakri fagmennsku fyrir nokkrum
árum og áhugi er á því að fá hann til að endurtaka
leikinn.
Skjár einn endurvekur Sönn íSlenSk Sakamál
Væri gaman að fá Sigurstein með
fyrst og fremst ódýr
Máltíðfyrir2
499kr.saman
– aðeins 249 kr. á mann!
FP biksemad með svínakjöti, 600 g
og FP baguette, 2 stk. í pk.
maría BirTa BlÓÐuG uPP FYrir HauS viÐ aÐ verka HreindÝr
Þegar dýrið
var opnað
gaus upp
svakaleg
gufa og í
henni miðri
stóð leið-
sögumaður-
inn – þá
kúgaðist ég.
É g held að þetta sé það ógeðslegasta sem ég hef lent í,“ segir María Birta, leikkona og hönnuður með
meiru. „Ég var fimm tíma að verka þetta,
með hníf og sög, og svo þarf að sjóða beinin
í minnst þrjá klukkutíma til að ná mergnum
út.“
María Birta er nýlega komin af hrein-
dýraslóð fyrir austan. Hún fór með fóstur-
föður sínum, Pálma Gestssyni, á hrein-
dýraveiðar en hann felldi 86 kílóa tarf.
„Hún heimtaði að koma með og hirti horn
og hala til að hanna eitthvað,“ segir Pálmi.
María fylgdist með þegar dýrið var
skotið og svo verkað. Bróðir Pálma, Davíð,
verkaði dýrið og María fékk að hirða það
sem af gekk; bein, húð og haus. Hún hefur
verið að hanna skartgripi og fatnað í félagi
við vin sinn, Ásgeir Guðmundsson. Hann
á leðursaumavél og þau hafa verið að leika
sér með að hanna úr gömlum hnökkum og
byssukúlum. „Mig hefur lengi langað til
að hanna hringa úr beini þannig að þegar
ég sá tækifærið til að hirða heilan skrokk,
stökk ég til. Ég var lengi að saga í gegnum
hausinn til að ná heilanum út.“ Hún hafði
því magnaða ógeðssögu að segja vinkon-
um sínum þegar hún fór beint úr því til að
hitta þær á kaffihúsi. „Það ógeðslegasta
sem ég hef gert, en er nú komin með þessa
fallegu hauskúpu og krúnuna með. Ég er
að leyfa henni að veðrast aðeins,“ segir
María Birta en leyndarmál er hvað hún
ætlar sér með hausinn.
Verkun dýrsins var ekki það eina sem
tók á; veiðarnar voru með þeim hætti að
magi Maríu umsnerist. Hún borðar ekki
rautt kjöt, henni þóttu dýrin krúttleg þar
sem þau horfðu til þeirra skömmu áður en
skotið reið af þannig að það tók á – villi-
mennska. En þau Pálmi kynntust gömlum
manni á gististað eystra sem sagði þeim að
hreindýrin lifðu á fléttum og fjallagrösum
og ef stofninn væri ekki grisjaður árlega
ætti fyrir dýrunum að liggja að verða
hungurmorða. „Þannig að ... en það sem
mér fannst einna ógeðslegast var þegar
dýrið var opnað. Þá gaus upp þessi svaka-
lega gufa, og þegar leiðsögumaðurinn stóð
í henni miðri – þá kúgaðist ég.“
María Birta segir þessa upplifun þó
í heild sinni hafa verið skemmtilega og gam-
an að sjá hvernig að þessu er staðið. „En ég
veit ekki hvort ég gæti staðið í þessu sjálf.“
Í síðasta tölublaði Fréttatímans var fjallað
um hreindýraveiðar fyrir austan og rætt við
Pálma og Sigurð Aðalsteinsson leiðsögu-
mann. Þau leiðu mistök urðu að röng mynd
birtist með fréttinni – gömul mynd af Pálma
og Gesti Pálmasyni í stað myndar af þeim
Pálma og Sigurði. Er beðist forláts á því.
Jakob Bjarnar Grétarsson
ritsjorn@frettatiminn.is
María Birta, hönnuður og leikkona, fór í fyrsta skipti á hreindýraveiðar á dögunum. Þótt það
hafi verið skemmtileg og athyglisverð reynsla upplifði hún jafnframt það ógeðslegasta sem hún
minnist.
María Birta, Pálmi og tarfurinn. María Birta fékk að hirða það sem af féll við verkun dýrsins og sauð meðal annars bein í þrjá
tíma til að ná úr þeim mergnum því til stendur að hanna skartgripi úr þeim.
Sagaði í hausinn til
að ná út heilanum
Djammað á Kexinu
fram á nótt
Gistiheimilið KEX Hostel, sem stendur við
Skúlagötu og er meðal annars í eigu knattspyrnu-
kappanna Eiðs Smára Guðjohnsen, Hermanns
Hreiðarssonar og Péturs Marteinssonar, hefur sótt
um 3. flokks veitingaleyfi hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu og byggingafulltrúa Reykjavíkur-
borgar. Kexið, eins og það kallast í daglegu tali,
hefur hingað til verið með veitingaleyfi í flokki
2 sem veitir leyfi til vínveitinga til klukkan 23 á
kvöldin. Með uppfærðu leyfi geta forsvarsmenn
Kexins haft opið fram á nótt með tilheyrandi sölu
áfengra drykkja. Kaffihús gistiheimilisins hefur
verið mjög vinsælt í sumar – ekki síst eftir að það
fréttist til eig-
endanna sjálfra
mála kaffihúsið
og eitthvað
fleira rautt frá
kvöldi fram á
miðjan næsta
dag eina helgina
í sumar.
Margrét Erla Maack
sjónvarpskona var
á ferli í miðborginni
ásamt tökumanni Ríkis-
sjónvarpsins og fylgdist
með fögnuðinum sem
greip landsmenn á
Menningarnótt. Sagan
segir að hún hafi átt í
stökustu vandræðum
með að finna ódrukkinn
mann til að taka tali.
Margrét Erla segir það
ekki alveg nákvæmt.
„Við skulum orða það
svo að það hafi verið
erfitt að finna skot þar
sem ekki var bjórdós
í mynd.“ Sjónvarps-
konan segir það
orðum aukið að
hátíðargestir hafi
verið á eyrna-
sneplunum upp til
hópa en vissulega
hafi verið erfitt
að „skjóta“ í
kringum þá
stemmn-
ingu.
Bjór úti um allan bæ
Lítið horft á Game
of Thrones
Sjónvarps-
þátturinn Týnda
kynslóðin, sem
hóf göngu sína
á Stöð 2 á föstu-
dagskvöldið,
náði 12,5 prósenta meðaláhorfi.
Þátturinn, sem sýndur er í opinni
dagskrá strax á eftir Íslandi í dag,
er í umsjón Þórunnar Antoníu
Magnúsdóttur og Björns Braga
Arnarssonar. Þetta áhorf er svip-
að og hinir gamansömu Auddi
og Sveppi voru með á sama tíma
í fyrra en líklegt er að forsvars-
menn Stöðvar 2 vilji fá meira
áhorf á þátt á þessum besta tíma í
opinni dagskrá. Áhyggjur Stöðvar
2-manna hljóta þó að vera meiri
yfir gengi þáttaraðarinnar Game
of Thrones. Sýningar á þáttunum,
sem eiga að vera eitt helsta flagg-
skipið í haustdagskrá stöðvar-
innar, voru auglýstar úti um allt.
Þrátt fyrir það horfðu aðeins 9,1
prósent sjónvarpsáhorfenda á
fyrsta þáttinn á sunnudag – 17
prósentum færri en horfðu á Lie
to Me sem var á undan.
62 dægurmál Helgin 26.-28. ágúst 2011