Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 52
svona verk. Göturnar sem eru lagðar til grundvallar fyrsta bindinu sýna mikla vídd: Hér koma saman embættismenn og kaupmenn, iðnaðarmenn og múgafólk, og í hverri línu við hvert nafn er að finna örlagasögu sem opnar okkur víddir inn í hina fjöl- breyttu þjóðleifð sem hér varð til upp úr aldamótun- um þegar fólkið úr sveitunum tók að flytjast á mölina. Hér er líka að baki sá háski sem fólk um aldamótin bjó við: Hvernig bráðapestir gerðu ekki mannamun, hvernig sjúkdómar lögðu unga sem gamla að velli og hvernig sjórinn heimtaði sinn toll af sókn á miðin og til annarra landa. Saga byggðar við þessar götur opnar líka sýn á þjóðflutninga af þrennum toga: Áður var nefnt hvernig þjóðin fór úr dreifbýli í þéttbýlið; hér má líka sjá hvernig landflóttinn var á tímum vesturferðanna og hvernig síðasti kapítulinn af þeirri sögu teygði sig fram yfir stríðið seinna. Þá vekur það undrun lesanda að hingað kemur víða úr danska konungsríkinu og nálægum löndum ungt fólk, karlar og konur, til vinnu og sest hér að; sumir til lang- dvalar, aðrir til skemmri tíma. Reykjavík var á fyrstu áratugum aldarinnar býsna fjölþjóðleg borg: Danir, Færeyingar, Norðmenn, Svíar, Englendingar, Skotar og Þjóðverjar setjast hér að. Margir þeirra eiga hér afkomendur, hingaðkoma þeirra verður samfélaginu til góðs á marga vegu, fleytir okkur fram. Af því má margt læra nú. Fyrsta bindið af ritröðinni Reykvíkingar er því afar gleðileg viðbót við flóru bóka um borgina. Hún er ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk; í númerað húsakort yfir byggðina rakst ég á að höf- undar hafa gleymt Amtmannsstíg 6 sem fær þó sinn kafla í bókinni. Tvítekningar eru á nokkrum stöðum milli myndatexta og meginmálstexta, jafnvel hlið við hlið (bls. 162 ). Ekki er getið ef birtur er hluti úr mynd, sbr. myndir af Eyþóri Felixsyni á síðum 158 og 162. Aldursgreining á myndum mætti vera nákvæmari, sbr. mynd af Austurstræti frá 1885 á bls. 176 þar sem í bakgrunni gnæfir grindin af Vinaminni í byggingu fánum skreytt í reisugilli. Eins í myndum af Grandagarði í byggingu og loks fullbyggðum á bls. 187 og 182/225. Tvítekning á myndum er ljóður þótt í litlum mæli sé. Býsna langt er seilst í hópmyndum af afkomendum, lengst af niðjamóti afkomenda Jóns Björnssonar og Önnu Pálsdóttur í Ánanaustum 1967? Mikilvægt og merkilegt verk Í umbroti er bókin býsna þröng, hvergi er gefið andrúm fyrir augað. Þá eru brotalamir í upplýsingum um afdrif húsa: Bergstaðastræti 7 var flutt suður með sjó og stendur þar enn. Þá virðast myndir stundum birtar án tilefnis og með almennum upplýsingum um bæjarbrag, svona rétt til að fylla umbrotsstílinn. Svo nokkur dæmi séu nefnd. En í heildina er þetta mikilvægt og merkilegt verk og þegar fram líða stundir og Þorsteini tekst að koma því heilu til skila með öllum fyrirhuguðum bindum, þá verður það afrek. Afkomendum þeirra sem hér eru taldir til sögu á verkið eftir að verða mikil- vægur vitnisburður og þörf áminning um hvaðan við komum, úr hvaða garði við erum sprottin. Og með þeim áfanga hefur Þorteinn lagt enn einn steininn í endurbyggingu sögu okkar sem við þurfum stöðugt, hvert og eitt, að vinna að og halda við, svo við vitum hvað við erum og um leið hvert við erum megnug að komast.  Bókadómur reykvíkingar – Fólkið sem Breytti reykjavík úr Bæ í Borg Þorsteinn jónsson 38 bækur Helgin 26.-28. ágúst 2011 Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Stríð gegn gleymskunni  reykvíkingar Fólkið sem breytti reykjavík úr bæ í borg aðalstræti – Bergstaðastræti 8. Þorsteinn Jónsson Sögusteinn, 320 bls. 2011 Merkilegt og viðamikið verk um Reykjavík 1910 er komið út. Þ orsteinn Jónsson, útgefandi og fræðimaður, hefur átt merkilegan feril frá því hann kom heim frá námi í Lundi. Hann var einn af stofnendum Ljós- myndasafns Reykjavíkur og hefur verið ötull ljósmyndasafnari í áratugi. Hann á að baki útgáfu aragrúa ættfræðirita, tók saman mikilvægt rit í tveimur bindum um Flatey á Breiðafirði og nú sendir hann frá sér fyrsta bindið af mörgum um íbúa og byggð í Reykja- vík sem hann hefur haft í undirbúningi á þriðja áratug. Reykjavíkursagan er ekki mikil að vöxtum á bókum; ætli þær megi ekki telja á fingrum og tám. Þær skiptast í nokkrar deildir, sumar skrifaðar af embættismönnum á borð við Klemens Jónsson og Jón Helgason. Aðrar safnrit greina eða rit byggingarsöulegs eðlis. Enn smærri undirdeildir eru dreifðar í endur- minningaþætti og ævisögur. Okkur sem erum haldin stöðugri forvitni um byggðina hér við Sundin verður alltaf glatt í sinni þegar við sjáum vígstöðu tekna gegn gleymskunni um þessa borg. Fyrsta bindið í stórri ritröð Þor- steins er mikilvægur áfangi í stríðinu við gleymskuna. Þríþætt verk Þorsteinn byggir rit sitt á manntalinu sem gert var í Reykjavík 1902 og á uppdrættinum sem til er af bænum frá 1915. Hugmynd hans var í upphafi að rekja sögu þess fólks sem bjó í bæn- um fyrsta áratuginn, rekja ættir til þess og frá því og hvar það bjó. Við vinnslu verksins komst hann fljótt að því að frá manntalinu til ársins 1910 tók bærinn stakkaskiptum. Því valdi hann árið 1910 sem viðmið. Fyrsti akkur bókarinnar er því kort af öllum húsum í bænum það ár. Síðan er saga húsanna rakin eftir stafrófsröð götunafna og eru því til umfjöllunar í fyrsta bindinu Aðalstræti, sem er reyndar elsta gata borgarinnar, Amtmannsstígur, Austurstræti, Ánanaust, Bakkastígur, Baldursgata, Baróns- stígur og Bergstaðastræti að húsi nr. 8. Verkið er þríþætt: Hér er að finna ættar- sögu með knöppum upplýsingum um búsetu þeirra fyrir og eftir sem bjuggu við göturnar á þessum tíma, afkomendur eru taldir og í þessum ættfærslum má sjá og finna búsetu- sögu, hvernig þjóðin færðist til á hartnær aldar tímabili. Þá er verkið byggðasaga í þeim skilningi að hér má sjá hvernig byggðin varð til frá upphafi og þar til sum húsin voru rifin, brunnu eða voru flutt; standi þau ekki enn. Bókin er þannig húsasaga Reykjavíkur og sést hér hvernig verðmætamat Reykvíkinga, yfir- valda og almennings, lék byggðina. Loks er verkið minjasaga í myndum: Þorsteinn birtir í ritinu bæði eldri og yngri myndir af húsunum sem koma við sögu, forverum þeirra ef þær myndir eru til, bæði myndir sem kunnugar eru og eins myndir sem eru fáséðar eða hafa aldrei komið á prent. Þá er í verkinu myndarlegt safn mannamynda af íbúum og afkomendum þeirra. Snemma fjölþjóðleg borg Niðurröðun í verkið á götum eftir stafrófs- röð leysir þann vanda hvernig skipa á niður í Þorsteinn Jónsson, höfundar bókarinnar Reykvíkingar – Fólkið sem breytti bæ í borg. Ljósmynd/Hari ... hefur Þor- teinn lagt enn einn steininn í endurbyggingu sögu okkar sem við þurfum stöðugt, hvert og eitt, að vinna að og halda við, svo við vitum hvað við erum og um leið hvert við erum megnug að komast. Margar ljósmynda í bókinni eru dýrgripir og minnisvarði um liðna tíma í Reykjavík. Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Fjölskyldan Grenimel 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.