Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 16
Tónsalir er ryþmískur tónlistarskóli
þar sem leitast er við að viðhalda
gleðinni í hljóðfæranáminu.
Upplýsingar og innritun á
www.tonsalir.is
...BARA GAMAN...
Bæjarlind 12. Sími 534-3700. www.tonsalir.is
Nú er tekið á móti umsóknum á eftirfarandi byrjandanámskeið:
* Gítarnámskeið
* Trommunámskeið * Partýgítarnámskeið
* Gítarnámskeið
fyrir leikskólastarfsfólk
Námskeið fyrir fullorðna:
Munið frístundakort ÍTR og endurgreiðslu stéttarfélaga!
SKEMMTILEG TÓNLISTARNÁMSKEIÐ
Næstu námskeið heast í september !
Í vor mátti lesa margar fréttir á íþróttasíðum blaðanna um fyrirhuguð kaup knattspyrnu-liðsins Ajax Amsterdam á
Kolbeini Sigþórssyni. Knattspyrnu-
áhugamenn kættust yfir því að einn
efnilegasti leikmaður Íslands væri
á leið í herbúðir eins sögufrægasta
fótboltaliðs í heimi.
Á sama tíma veittu fáir því athygli
þegar Lincoln City féll úr ensku
deildarkeppninni. Lincoln hafnaði í
næstneðsta sæti í því sem lengi vel
nefndist fjórða deild á Englandi, en
heitir nú önnur deild, þökk sé mark-
aðs- og auglýsingamönnum. Auðvit-
að var ekki við því að búast að sögur
af hnignun Lincoln City yrðu fyrir-
ferðarmiklar í blöðunum. „Púkarnir“
frá Lincoln (sem draga viðurnefni
sitt af þjóðsögu frá miðöldum um
tvo púka sem gengu berserksgang í
dómkirkju staðarins, en var breytt í
stein) hafa aldrei verið nálægt því að
komast í efstu deild og raunar lengst
af leikið í tveimur neðstu deildunum.
Í nærri 130 ára sögu sinni hefur Lin-
coln ekki eignast einn einasta ensk-
an landsliðsmann.
Sumarið 1949 var málum nokkuð
öðruvísi háttað. Lincoln og Ajax
komu bæði í heimsókn til Reykavík-
ur, en það var ekkert vafamál hvorir
gestanna vöktu meiri áhuga heima-
manna. Englendingar voru álitnir
konungar fótboltans – svo góðir að
fram til 1950 töldu þeir það fyrir neð-
an sína virðingu að taka þátt í heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu.
Þótt Lincoln kolfélli úr annarri deild-
inni þetta sama vor var heimsóknin
talin stórviðburður. Áhorfendur fjöl-
menntu og góður hagnaður varð af
ævintýrinu.
Troðningur í Tívolí
Öðru máli gegndi um Ajax. Liðið var
vissulega kynnt sem eitt það besta
sem hingað hefði komið (en það var
reyndar sagt um alla gesti) og sér-
staklega tiltekið hvað Hollending-
arnir hefðu heimsótt mörg lönd í
gegnum tíðina. Knattspyrnuáhuga-
menn létu ekki platast. Aðsókn var
undir væntingum og hefði orðið tap
á förinni ef skipulagningarnefndin
hefði ekki gripið til þess ráðs að selja
alltof marga miða á kveðjuhófið sem
haldið var í Tívolíinu í Vatnsmýrinni.
Ekki var þó íburðinum fyrir að fara í
tengslum við komu Ajax. 22 manna
hópur leikmanna, liðstjóra og stjórn-
armanna flaug með Geysi til Reykja-
víkur og fór heim sjóleiðina með
Heklu. Gist var á stúdentagörðum
Háskólans. Miðasala á leikina fjóra
átti að standa undir ferða- og uppi-
haldskostnaði og var litið á heim-
sóknir af þessu tagi sem vænlega
tekjuöflun.
Í fyrsta leiknum sigraði Ajax
Ajax varð eitt sigursælasta lið í Evrópu
með Johan Cruijff sem leikmann og þjálf-
ara. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty ImagesÞegar Rikki afgreiddi Ajax
nýkrýnda Íslandsmeistara KR 2:0,
nokkuð auðveldlega í leiðindaveðri.
Því næst mættu gestirnir Valsmönn-
um, sem sigruðu 1:0 með marki
Halldórs Halldórssonar í hvínandi
roki á Melavellinum. Þriðja leikinn
vann sameiginlegt lið Fram og Vík-
ings. Urðu þessi góðu úrslit til þess
að glæða áhuga Reykvíkinga á loka-
leiknum þar sem hálfgert landslið
Íslands olli miklum vonbrigðum og
fékk á baukinn, 5:2.
Rikki og Bjarni Guðna
Vert er þó að staðnæmast betur
við þriðju viðureignina, milli Ajax
og Fram/Víkings. Henni lauk með
stórsigri Reykjavíkurliðanna. Ajax
skoraði tvívegis en Framarar og
Víkingar fimm sinnum. Samkvæmt
frásögnum sumra dagblaðanna skor-
aði Framarinn Ríkharður Jónsson
öll mörk leiksins, þar af fjögur eft-
ir sendingu frá Víkingnum Bjarna
Guðnasyni (síðar fræðimanni við
Háskólann og alþingismanni).
Fréttaritari Morgunblaðsins treysti
sér þó ekki til að skera úr um hver
hefði potað inn einu markinu, sem
kom úr þvögu.
Í ljósi þess sem síðar gerðist,
hljóta þessi úrslit að vekja furðu.
Árið 1949 var Ísland þróunarland á
knattspyrnusviðinu, þar sem bestu
félagslið voru vart komin af því stigi
að leika á jafnréttisgrundvelli gegn
áhöfnum erlendra skipa. Hvernig má
þá skýra stórsigur á Ajax Amster-
dam, liði sem tuttugu árum síðar var
talið það besta í heiminum og varð
þrefaldur Evrópumeistari 1971 til
1973?
Sú spurning vaknar eðlilega hvort
Ajax hafi í raun og veru sent sitt besta
lið til Íslands sumarið 1949. Það var
þó raunin. Leikmenn Ajax í Íslands-
förinni voru flestir fastamenn í mót-
um heima fyrir. Engin ástæða er til að
ætla að leikirnir í Reykjavík hafi ekki
verið teknir alvarlega. Hér verður að
hafa í huga að árið 1949 voru Hol-
lendingar fjarri því sú knattspyrnu-
þjóð sem síðar varð. Landslið þeirra
var eitt hið lakasta í Vestur-Evrópu
og félagsliðin veik. Hollenskir knatt-
spyrnumenn voru áhugamenn til árs-
ins 1954, þegar sérkennileg útfærsla
af hálf-atvinnumennsku var heimiluð
og deildarkeppnin endurskipulögð í
framhaldinu.
Ajax sigrar heiminn
Hálf-atvinnumennskan var ríkjandi
í Hollandi fram á miðjan sjöunda
áratuginn. Samhliða knattspyrn-
unni sáu leikmenn sér farborða
með því að reka búðarholur eða
sinna auðveldum störfum í fyrir-
tækjum í eigu stjórnarmanna lið-
anna. Johan Cruijff, sem fæddur er
1947, er sagður annar hollenski at-
vinnumaðurinn í heimalandi sínu á
eftir liðsfélaga sínum hjá Ajax, Piet
Keizer (f. 1943).
Þeir Keizer og Cruijff voru einmitt
lykilmenn í þeirri byltingu sem átti
sér stað hjá Ajax um og eftir 1965.
Það ár tók ungur þjálfari, Marinus
Jacobus Hendricus Michels, við
stjórn liðsins. Hann þróaði þegar
sitt eigið leikkerfi – totalvoetbal –
sem fólst í hröðum samleik þar sem
hver útileikmaður var fær um að
gegna hvaða stöðu sem var á vell-
inum. Undir stjórn Michels um-
breyttist Ajax á örfáum misserum
úr því að vera lið á pari við sterk-
ari félög Norðurlanda yfir í að vera
besta og mest spennandi félagslið
Evrópu. Hollenska landsliðið tók
viðlíka framförum og í byrjun átt-
unda áratugarins var Holland það
land í heiminum sem knattspyrnu-
áhugamenn horfðu til sem upp-
sprettu nýrra hugmynda og snjallra
leikmanna.
Umskiptin voru ótrúleg, ekki
hvað síst fyrir Rinus Michels, sem
hefur varla getað látið sig dreyma
um slík metorð á Melavellinum
sumarið 1949 þegar hann lék á
miðjunni í lánlausu Ajax-liði og
horfði á Ríkharð Jónsson skora að
vild. Og þótt leitað væri í öllum ís-
lenskum einkaskjalasöfnum er
ólíklegt að nokkurs staðar leynist
eiginhandaráritun Hollendings-
ins Michels, páruð á leikskrá frá
1949. Öllu meiri von væri til að
finna snepil með undirskrift Tonys
Emery, því eins og sagði í auglýs-
ingu: „Tony Emery, sem leikur mið-
framvörð annað kvöld með Lincoln
City er 20 ára gamall. Þekkt breskt
knattspyrnufjelag bauð ¼ milljón
krónur í hann, um leið og hann var
að leggja af stað í Íslandsferðina, en
því var neitað. – Sjáið snillinginn!“
Stefán Pálsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Um Íslandsheimsóknir knattspyrnumanna 1949 og breyting-
arnar hjá hollenska stórliðinu Ajax á sjöunda áratugnum
14 fótbolti Helgin 26.-28. ágúst 2011