Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 8
www.skjargolf.is / 595-6000 SPENNAN MAGNAST! PGA ÚRSLITAKEPPNIN THE BARCLAYS Í BEINNI UM HELGINA: Föstudagur kl. 19:00 – 22:00 Laugardagur kl. 17:00 – 22:00 Sunnudagur kl. 16:00 – 22:00 Horfur á lægra eldsneytisverði 40% Bensínverð Borið saman við verðið fyrir ári Ágúst 2011 Greining Íslandsbanka Bensín- og olíuverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin misseri enda hafa mælingar sýnt að dregið hefur úr akstri hér á landi. olíu- verð hefur hins vegar verið að lækka nokkuð á heimsmarkaði að undanförnu og horfur eru á að það muni lækka enn frekar. frá mánaðamótum hefur olíuverð á heimsmarkaði lækkað um u.þ.b. 8% og nær 13% sé litið til síðustu fjögurra mánaða. verðið er þó enn hátt eða nær 40% hærra en það var fyrir ári, að því er fram kemur hjá Greiningu íslandsbanka. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara. Þótt óvissa sé um ástandið í Líbíu eru erlendir sérfræðingar á því að verðið muni lækka. verð á tunnu er nú um 110 dollarar. Citibank spáir því að verðið lækki í 95 dollara fyrir árslok og að meðal- verð á næsta ári verði 86 dollarar. eldsneytisverð hefur heldur lækkað hérlendis en bensín- og dísillítrinn kosta nú 232-233 krónur. Fari fram sem horfir ætti geð bíleigenda að hýrna á næstunni. - jh D jöfull er ég ánægð með það. Ég mun þiggja boðið með þökkum og er mjög spennt fyrir þessu; er búin að lesa bókina og allt. Ég er yfir mig heilluð,“ segir Linda Blöndal útvarpsmaður. Hreinsun eftir Sofi Oksanen er á verkefnaskrá Þjóðleikhússins – verkið verður frumsýnt 17. október. Oksanen skrifaði Hreinsun upp- haflega sem leikrit, síðan skáld- sögu sem byggist á leikritinu og sú bók sló rækilega í gegn. Oksanen hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs og kom hingað til lands í nóvember í fyrra. Frægt er út- varpsviðtal sem Linda tók við hana. þar brást rithöfundurinn ókvæða við spurningum Lindu sem henni þóttu heimskulegar. Linda lét Oks- anen ekki eiga neitt inni hjá sér og spurði hvort það þyrfti gráðu í bók- menntafræði til að ræða við hana. (Sjá meðfylgjandi samtal.) Þjóðleikhúsið hefur tekið ákvörð- un um að bjóða Lindu sérstaklega á frumsýninguna. Að sögn Ara Matthíassonar framkvæmdastjóra verður meira að segja reynt að sjá til þess að Linda verði sessunautur Oksanen, en stefnt er að því að rit- höfundurinn verði viðstaddur frum- sýningu, verði því við komið. „Það er allt í góðu mín vegna. Ég væri alveg til í að hitta hana aftur,“ segir Linda sem hefur ekkert á móti því að rifja upp þetta sérstæða og stutta útvarpsviðtal. „Hún er bara týpa. Ekkert gaman að þessu nema púður sé í fólki. Ég fór svona í taugarnar á henni og var eitt- hvað pirruð líka. Ég veit svo sem að æskilegra er að maður hafi lesið bækurnar áður en maður tekur viðtöl við rithöfunda – þótt það eigi ekki að þurfa að vera algilt – sér- staklega þarna á þessum tíma- punkti þar sem Oksanen var tiltölu- lega óþekkt.“ Stefán Jónsson leikstýrir Hreinsun, Margrét Helga Jóhanns- dóttir leikur aðalpersónuna eldri en Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur hana yngri. Arnbjörg Hlíf Valsdótt- ir leikur stelpuna sem seld hefur verið mansali, misnotuð, barin og brotin. Skemmtilegt er að segja frá því að Þorsteinn Bachmann er að leika sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleik- húsinu; leikur flokksgæðing og hálfgerðan drullusokk eins og þeir eru flestir í þessu leikriti – karl- mennirnir, að sögn Ara. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Boðið á Hreinsun Þjóðleikhúsið hefur boðið Lindu Blöndal útvarpsmanni sér- staklega á frumsýningu verksins Hreinsun eftir Sofi Oksanen. stefnt er að því að fá höfundinn einnig til landsins við það tækifæri og stefnir í sögulegar sættir.  Sættir SSeSSunautar á frumSýningu Oksanen: af hverju ertu að spyrja mig heimskulegra spurninga? (Þær Linda og oksanen ræddu saman á ensku.) Linda: Ég hef verið að tala við marga og þeir segja mér að hún [bókin] veiti nýja innsýn í kalda stríðið og hvernig fólk bjó í sovétríkj- unum. Heldur þú að hún breyti því hvernig fólk sér ... [oksanen grípur fram í] Oksanen: spurningin er of almenns eðlis. í fyrsta lagi fer það eftir því hvernig sagan er því þetta er ekki þannig saga, fyrir þá sem búið hafa fyrir aftan Járntjaldið. Linda: er þetta persónuleg saga? Oksanen: allar mínar bækur eru persónulegar. Ég skil ekki hvað þú átt við. Linda: Þeir sem ég hef rætt við segja hana svolítið persónulega. Oksanen: Ég er rithöfundur! og spurningin er fáránleg. Linda: virkilega? Oksanen: Já, hún er fáránleg. Plís, ef þú ert ekki með betri spurningar ... Linda: er sagan þá skáldsaga? (e. fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. novel) og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? vin- samlega komdu með einhverjar gáfulegri spurn- ingar ef þú vilt ... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: nei, þú þarft þess ekki. en þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: af hverju ertu þá að spyrja heimsku- legra spurninga? Hið umdeilda útvarpsviðtal Í lauslegri þýðingu DV frá í nóvember 2010 undir fyrirsögninni Dónaleg á Rás 2: Linda Blöndal. Ljósmynd/Úr einkasafni Helgin 26.-28. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.