Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.08.2011, Síða 8

Fréttatíminn - 26.08.2011, Síða 8
www.skjargolf.is / 595-6000 SPENNAN MAGNAST! PGA ÚRSLITAKEPPNIN THE BARCLAYS Í BEINNI UM HELGINA: Föstudagur kl. 19:00 – 22:00 Laugardagur kl. 17:00 – 22:00 Sunnudagur kl. 16:00 – 22:00 Horfur á lægra eldsneytisverði 40% Bensínverð Borið saman við verðið fyrir ári Ágúst 2011 Greining Íslandsbanka Bensín- og olíuverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin misseri enda hafa mælingar sýnt að dregið hefur úr akstri hér á landi. olíu- verð hefur hins vegar verið að lækka nokkuð á heimsmarkaði að undanförnu og horfur eru á að það muni lækka enn frekar. frá mánaðamótum hefur olíuverð á heimsmarkaði lækkað um u.þ.b. 8% og nær 13% sé litið til síðustu fjögurra mánaða. verðið er þó enn hátt eða nær 40% hærra en það var fyrir ári, að því er fram kemur hjá Greiningu íslandsbanka. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara. Þótt óvissa sé um ástandið í Líbíu eru erlendir sérfræðingar á því að verðið muni lækka. verð á tunnu er nú um 110 dollarar. Citibank spáir því að verðið lækki í 95 dollara fyrir árslok og að meðal- verð á næsta ári verði 86 dollarar. eldsneytisverð hefur heldur lækkað hérlendis en bensín- og dísillítrinn kosta nú 232-233 krónur. Fari fram sem horfir ætti geð bíleigenda að hýrna á næstunni. - jh D jöfull er ég ánægð með það. Ég mun þiggja boðið með þökkum og er mjög spennt fyrir þessu; er búin að lesa bókina og allt. Ég er yfir mig heilluð,“ segir Linda Blöndal útvarpsmaður. Hreinsun eftir Sofi Oksanen er á verkefnaskrá Þjóðleikhússins – verkið verður frumsýnt 17. október. Oksanen skrifaði Hreinsun upp- haflega sem leikrit, síðan skáld- sögu sem byggist á leikritinu og sú bók sló rækilega í gegn. Oksanen hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs og kom hingað til lands í nóvember í fyrra. Frægt er út- varpsviðtal sem Linda tók við hana. þar brást rithöfundurinn ókvæða við spurningum Lindu sem henni þóttu heimskulegar. Linda lét Oks- anen ekki eiga neitt inni hjá sér og spurði hvort það þyrfti gráðu í bók- menntafræði til að ræða við hana. (Sjá meðfylgjandi samtal.) Þjóðleikhúsið hefur tekið ákvörð- un um að bjóða Lindu sérstaklega á frumsýninguna. Að sögn Ara Matthíassonar framkvæmdastjóra verður meira að segja reynt að sjá til þess að Linda verði sessunautur Oksanen, en stefnt er að því að rit- höfundurinn verði viðstaddur frum- sýningu, verði því við komið. „Það er allt í góðu mín vegna. Ég væri alveg til í að hitta hana aftur,“ segir Linda sem hefur ekkert á móti því að rifja upp þetta sérstæða og stutta útvarpsviðtal. „Hún er bara týpa. Ekkert gaman að þessu nema púður sé í fólki. Ég fór svona í taugarnar á henni og var eitt- hvað pirruð líka. Ég veit svo sem að æskilegra er að maður hafi lesið bækurnar áður en maður tekur viðtöl við rithöfunda – þótt það eigi ekki að þurfa að vera algilt – sér- staklega þarna á þessum tíma- punkti þar sem Oksanen var tiltölu- lega óþekkt.“ Stefán Jónsson leikstýrir Hreinsun, Margrét Helga Jóhanns- dóttir leikur aðalpersónuna eldri en Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur hana yngri. Arnbjörg Hlíf Valsdótt- ir leikur stelpuna sem seld hefur verið mansali, misnotuð, barin og brotin. Skemmtilegt er að segja frá því að Þorsteinn Bachmann er að leika sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleik- húsinu; leikur flokksgæðing og hálfgerðan drullusokk eins og þeir eru flestir í þessu leikriti – karl- mennirnir, að sögn Ara. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Boðið á Hreinsun Þjóðleikhúsið hefur boðið Lindu Blöndal útvarpsmanni sér- staklega á frumsýningu verksins Hreinsun eftir Sofi Oksanen. stefnt er að því að fá höfundinn einnig til landsins við það tækifæri og stefnir í sögulegar sættir.  Sættir SSeSSunautar á frumSýningu Oksanen: af hverju ertu að spyrja mig heimskulegra spurninga? (Þær Linda og oksanen ræddu saman á ensku.) Linda: Ég hef verið að tala við marga og þeir segja mér að hún [bókin] veiti nýja innsýn í kalda stríðið og hvernig fólk bjó í sovétríkj- unum. Heldur þú að hún breyti því hvernig fólk sér ... [oksanen grípur fram í] Oksanen: spurningin er of almenns eðlis. í fyrsta lagi fer það eftir því hvernig sagan er því þetta er ekki þannig saga, fyrir þá sem búið hafa fyrir aftan Járntjaldið. Linda: er þetta persónuleg saga? Oksanen: allar mínar bækur eru persónulegar. Ég skil ekki hvað þú átt við. Linda: Þeir sem ég hef rætt við segja hana svolítið persónulega. Oksanen: Ég er rithöfundur! og spurningin er fáránleg. Linda: virkilega? Oksanen: Já, hún er fáránleg. Plís, ef þú ert ekki með betri spurningar ... Linda: er sagan þá skáldsaga? (e. fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. novel) og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? vin- samlega komdu með einhverjar gáfulegri spurn- ingar ef þú vilt ... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: nei, þú þarft þess ekki. en þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: af hverju ertu þá að spyrja heimsku- legra spurninga? Hið umdeilda útvarpsviðtal Í lauslegri þýðingu DV frá í nóvember 2010 undir fyrirsögninni Dónaleg á Rás 2: Linda Blöndal. Ljósmynd/Úr einkasafni Helgin 26.-28. ágúst 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.