Fréttatíminn - 26.08.2011, Blaðsíða 40
4 heilsa Helgin 26.-28. ágúst 2011
L íkamsræktarstöðin Hreyfing býður upp á nýtt námskeið fyrir konur sem kallast „Hot fitness“. Andrúmsloftið í tímunum er rólegt og afslapp-
að. Tímarnir eru nokkurs konar andstæða hopps og
hamagangs en það eru engu að síður gerðar góðar
og fjölbreyttar styrktaræfingar, og í lokin er teygt og
slakað á. Námskeiðið er í samstarfi við heilsuvöru-
verslunina Maður Lifandi, sem fræðir þátttakendur
um hvernig þeir geti tileinkað sér meiri hollustu í
mataræði og kennir hvernig matreiða megi góðan mat
úr lífrænum hráefnum. „Það er verið að hjálpa fólki
að taka þetta skref að heilbrigðu mataræði og góðri
hreyfinu,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri
Hreyfingar.
Námskeiðið hefst á mánudaginn og er tvisvar í viku,
60 mínútur í senn. Boðið er upp á tíma kl. 6.10, 12 og
16.30. Hot fitness fer fram í 35 stiga heitum sal og er
lögð áhersla á að styrkja djúpvöðva líkamans; kvið- og
bakvöðva. Alhliða styrktaræfingar eru líka gerðar. En
æfingarnar byggjast á eigin líkamsþyngd og lóðabelt-
um. „Tímarnir eru krefjandi og eru ætlaðir þeim sem
hafa lagt stund á æfingar áður. Í tímunum er svitnað
gríðarlega. Það er ákveðin hreinsun sem fylgir því
að svitna hressilega og konurnar gera góðar styrkt-
aræfingar. Það er því verið að auka grunnbrennslu
líkamans, en reglulegar styrktaræfingar auka grunn-
brennsluna,“ segir Ágústa.
Ekki átaksnámskeið
„Þetta er ekki átaksnámskeið þar sem áhersla er á að
léttast, heldur fyrir þær sem vilja neyta hollari matar,
meira af grænmeti og lífrænum matvælum – í anda
þess sem Maður lifandi stendur fyrir,“ segir Ágústa.
Eins og fyrr segir er lögð áhersla á fjölbreyttar æfing-
ar í Hot fitness. Ágústa segir það skipta sköpum fyrir
þá sem vilja ná árangri og bæta líkamlegt atgervi. Hún
segir að ef fólk geri alltaf sömu æfingarnar, staðni lík-
aminn fljótt og þá næst að sjálfsögðu enginn árangur.
Ágústa mælir með því að konur stundi Hot fitness og
blandi því saman við þolæfingar, eins og t.d. að fara á
göngubrettið eða jafnvel spinningtíma. Með því náist
góður alhliða árangur í styrk, þoli og liðleika.
Ágústa bendir á að þeim sem eru á námskeiðum hjá
Hreyfingu býðst einnig að nota tækjasalinn og fara í
opna tíma. Hreyfing býður upp á mikið úrval af fjöl-
breyttum námskeiðum fyrir karla og konur. „Úrvalið
er gott og því er til eitthvað fyrir alla,“ segir hún. Nám-
skeiðið Fanta gott form er t.d. gríðarlega vinsælt. „Þar
er mikið fjör og stemning en það byggist á snerpu,
og er fyrir fólk sem vill fara alla leið og ná sér í súper
topp form. Það er byggt upp svipað og Cross Fit og
Boot Camp. Það eru gerðar stuttar, krefjandi æfingar
í stuttan tíma í senn og styrktaræfingar á milli,“ segir
Ágústa.
Hraðferð fyrir þá sem eru í tímaþröng
Það er misjafnt hve mikinn tíma fólk getur leyft sér í
líkamsrækt. „Hraðferðin er tilvalin fyrir þá sem hafa
lítinn tíma. Það eru stuttir tímar, 40 mínútur hver,
tvisvar í viku, en gríðarlega áhrifaríkir. Við notum
sérstök tæki STRIVE 1.2.3. sem bandaríski herinn
notaði til að þjálfa sitt fólk. Tækin gera það að verkum
að álagið á vöðvana er á þrjá mismunandi vegu, sem
leiðir til skjótari árangurs. Þetta er alveg kjörið fyrir
þá sem hafa lítinn tíma en vilja ná góðum árangri,“
segir Ágústa.
KYNNING
NámsKEIð hjá hreyfingu
Hot fitness fyrir konur sem
vilja komast í flott form
S nyrtivöruverslunin Signat-ures of nature sérhæfir sig í lífrænum og hreinum
snyrtivörum. „Slíkar vörur eru
taldar heilsusamlegri fyrir húð-
ina,“ segir Anna María Ragnars-
dóttir, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. „Við leggjum áherslu
á góða þjónustu og að starfs-
mennirnir þekki vel vöruna og
efnin í henni.“ Hún segir að í
flestum kemískum snyrtivörum
séu sterk rotvarnarefni sem
geti valdið ofnæmi og jafnvel
talin vera krabbameinsvaldandi.
Minni líkur séu á ofnæmisvið-
brögðum þegar notaðar eru líf-
rænar vörur. Þó tekur hún skýrt
fram að hver sá sem sé með
ofnæmi fyrir ákveðinni fæðu
eða náttúrulegum efnum geti
líka fengið ofnæmisviðbrögð við
lífrænum snyrtivörum.
„Viðskiptavinir hafa verið
mjög ánægðir með vörurnar
okkar og við eigum mjög trygga
viðskiptavini því þær hafa reynst
þeim vel. Fyrir það erum við
afar þakklát og um leið gefur
það okkur hugrekki til að halda
áfram og gera betur. Vegna þess
að varan er lífræn og inniheldur
náttúruleg efni sem hafa róandi
og græðandi áhrif hafa margir
með húðkvilla leitað til okkar,
til að mynda með exem og sórí-
asis,“ segir Anna María. Hún
rökstyður það, hversu vel við-
skiptavinir hafa tekið vörunum,
með því að benda á að fyrirtækið
var stofnað við upphaf fjármála-
kreppunnar og í fyrstu
seldi það einungis
vörur á einum litlum
hilluvegg í annarri
verslun, en hálfu
ári síðar var það
komið með versl-
un í Smáralind.
„Það er svo mikil
vakning gagn-
vart hreinni
snyrtivöru.“
Vinna
ná ið með
verksmiðj-
unni
Fyrirtæk-
ið vinnur náið
með verksmiðjunni sem framleið-
ir flestar vörurnar, og getur því
stýrt því hvað fer í kremin. „Með
þessu móti getum við sérhæft
okkur fyrir íslenskan markað,“
segir hún. Vörur fyrirtækisins
eru vottaðar af Ecocert, sem er
grænn stimpill og þýðir að þær
uppfylli þær kröfur sem gerðar
eru til lífrænna snyrtivara. „Við
eigum líka í góðu samstarfi við
yndislega konu fyrir austan sem
sérframleiðir fyrir okkur gæða
ilmkerti.“
Signatures of natures leggur
áherslu á að fólk geti tekið með
sér prufur heim, sem Anna María
segir að sé óalgengt eftir að
þrengja tók að í efnahagslífinu.
„Við viljum endilega leyfa fólki
að fara með vöruna svo að það
geti verið visst um að hún henti
húðinni,“ segir hún og nefnir að
húðgerð fólks sé mismunandi.
spennandi tímar fram undan
„Það eru spennandi tímar fram
undan,“ segir Anna María. Frá og
með 1. september verður „beauty
bar“ opnaður. Þar geta konur
keypt þriggja daga heimameð-
ferðir. „Þetta er eins og að kaupa
meðferð á stofu. Viðskiptavinir
fá leiðbeiningar frá okkur fyrir
hvert kvöld. Við blöndum græn-
meti og ávexti í hreina grunninn
okkar, kremið, til að auka virkn-
ina. Þetta er því eins og matseðill
fyrir húðina!“
Signatures of nature er líka
komið í náið samstarf við heilsu-
lindina Nordica Spa, en Anna
María segir að nýir eigendur
þess ætli að vera afskaplega
umhverfisvænir og verði senni-
lega fyrstir hér á landi með um-
hverfisvæna heilsulind. „Við
erum búin að hanna grænar
meðferðir fyrir líkama og and-
lit. En vörurnar koma frá
okkur, og svo önnumst
við fræðslu fyrir snyrti-
fræðinga heilsulindar-
innar. Þar verður lögð
áhersla á persónulega
þjónustu.“
KYNNING
sIGNaturEs of NaturE hefur vaxið hratt
Mikil vakning gagnvart
hreinum snyrtivörum
ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar
KYNNING
DaNssKólI jónS PéturS og Köru góð hreyfing
Fjölbreytt námskeið
D ansskóli Jóns Péturs og Köru býður
upp á fjölbreytt nám-
skeið fyrir alla aldurs-
hópa á haustönn og
ættu allir að finna
eitthvað við sitt hæfi.
Skólinn hefur ráðið til
sín nýja kennara sem
kenna nýjustu dans-
stílana. Hinn kunni
tónlistarmaður Júlí
Heiðar mun kenna hiphop og bræðurnir Danny og Nonni munu sjá
um kennslu í break- og street-dansi. Sem fyrr verður boðið upp á
námskeið í barnadönsum, suður-amerískum dönsum, ballroom-döns-
um, salsa, freestyle og zumba. Dans er frábær leið til að styrkja sál
og líkama. Að fara í dansskóla er góð hreyfing en ekki síst góð leið til
að auka sjálfstraust og öryggi. Fyrir börn og unglinga er í dansinum
að finna mikla hreyfingu og útrás og einnig er lögð mikil áhersla á
agaða framkomu. Dans reynir á samhæfingu hreyfinga dansarans og
tónlistar og í paradansi bætist við samhæfing við hreyfingar dans-
félagans. Í fullorðinshópum eru pör sem dansa saman og á þessum
tímum er fólk farið að leita meira inn á við. Í dansinum fá pör góða
hreyfingu, skemmtilegan félagsskap og, síðast en ekki síst, samveru.
Oft er það svo að pör sækja sér hreyfingu sitt í hvoru lagi en í dans-
inum sameinast þau og eiga sinn tíma saman einu sinni í viku.
Anna María
Ragnarsdóttir